Buchheit um nýju samningana - myndband Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. febrúar 2011 15:41 Lee Buchheit sem var formaður nýju Icesave-samninganefndarinnar hélt fyrirlestur í Öskju, Háskóla Íslands, hinn 10. desember síðastliðinn, daginn eftir að samningarnir voru kynntir í Iðnó. Í fyrirlestrinum í Öskju fór hann ítarlega yfir nýju Icesave-samningana og kosti þeirra og galla. Sjá má samantekt um málið og fyrirlestur Buchheits í myndskeiði með fréttinni, en fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar tók fyrirlesturinn upp í heild sinni. Buchheit sagði að allt benti til þess að eignir þrotabús Landsbankans myndu duga fyrir stærstum hluta samningsupphæðarinnar, ef ekki allri upphæðinni. Hins vegar væri ennþá ákveðin áhætta tengd gengi krónunnar. Ef gengi krónunnar myndi veikjast myndi mismunurinn á eignum búsins og kröfunum hugsanlega verða meiri. Talsverðar líkur væru á að eignirnar myndu duga fyrir allri upphæðinni og aðeins ef það yrði einhvers konar stórslys (e. catastrophic situation)vmyndi há fjárhæð lenda á íslenskum skattgreiðendum. Buchheit sagði að gengið væri út frá því að eignirnar myndu duga. Hins vegar hafi þurft að hafa ákvæði í samningnum sem tækju á því ef eignirnar dygðu ekki. Buchheit sagði varðandi vextina, sem eru 3,3 prósent á nýju samningunum, að samninganefndin hefði stillt málinu þannig upp að samningsaðilarnir allir, Ísland, Bretland og Holland bæru ábyrgð sameiginlega á málinu. Ekki væri hægt að ganga út frá því að um hefðbundna lánasamninga væri að ræða. Buccheit sagði að vextirnir á nýju samningunum væru eingöngu miðaðir út frá kostnaði ríkjanna við fjármögnun, engu öðru. Síðar á upptökunni má síðan heyra spurningar úr sal, en Buchheit svaraði spurningum um ýmis álitaefni frá fræðimönnum og öðrum gestum á fyrirlestrinum. Tekið skal fram að síðari hluti myndbandsins er á köflum hrár og óklipptur. thorbjorn@stod2.is Icesave Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Lee Buchheit sem var formaður nýju Icesave-samninganefndarinnar hélt fyrirlestur í Öskju, Háskóla Íslands, hinn 10. desember síðastliðinn, daginn eftir að samningarnir voru kynntir í Iðnó. Í fyrirlestrinum í Öskju fór hann ítarlega yfir nýju Icesave-samningana og kosti þeirra og galla. Sjá má samantekt um málið og fyrirlestur Buchheits í myndskeiði með fréttinni, en fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar tók fyrirlesturinn upp í heild sinni. Buchheit sagði að allt benti til þess að eignir þrotabús Landsbankans myndu duga fyrir stærstum hluta samningsupphæðarinnar, ef ekki allri upphæðinni. Hins vegar væri ennþá ákveðin áhætta tengd gengi krónunnar. Ef gengi krónunnar myndi veikjast myndi mismunurinn á eignum búsins og kröfunum hugsanlega verða meiri. Talsverðar líkur væru á að eignirnar myndu duga fyrir allri upphæðinni og aðeins ef það yrði einhvers konar stórslys (e. catastrophic situation)vmyndi há fjárhæð lenda á íslenskum skattgreiðendum. Buchheit sagði að gengið væri út frá því að eignirnar myndu duga. Hins vegar hafi þurft að hafa ákvæði í samningnum sem tækju á því ef eignirnar dygðu ekki. Buchheit sagði varðandi vextina, sem eru 3,3 prósent á nýju samningunum, að samninganefndin hefði stillt málinu þannig upp að samningsaðilarnir allir, Ísland, Bretland og Holland bæru ábyrgð sameiginlega á málinu. Ekki væri hægt að ganga út frá því að um hefðbundna lánasamninga væri að ræða. Buccheit sagði að vextirnir á nýju samningunum væru eingöngu miðaðir út frá kostnaði ríkjanna við fjármögnun, engu öðru. Síðar á upptökunni má síðan heyra spurningar úr sal, en Buchheit svaraði spurningum um ýmis álitaefni frá fræðimönnum og öðrum gestum á fyrirlestrinum. Tekið skal fram að síðari hluti myndbandsins er á köflum hrár og óklipptur. thorbjorn@stod2.is
Icesave Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels