Fótbolti

Ballack neitaði að sitja á bekknum

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Ballack óánægður á bekknum.
Ballack óánægður á bekknum. Nordic Photos/Getty Images
Þýski landsliðsfyrirliðinn Michael Ballack neitaði að sitja á bekknum hjá Bayern Leverkusen í leiknum gegn Wolfsburg í gær og æfði þess í stað einn á meðan leiknum stóð.

Ballack hefur ekki verið í byrjunarliðinu hjá Leverkusen að undanförnu eftir að hann náði sér af meiðslum og hefur því vermt tréverkið.

"Hann sagði mér hvernig hlutirnir eru frá hans sjónarhorni og taldi sig ekki getað hjálpað liðinu af bekknum. Michael er ekki vanur því að sitja á bekknum. Hann hefur alltaf verið í byrjunarliðinu," sagði Jupp Heynckes, knattspyrnustjóri Leverkusen sem var ósáttur með viðhorf Ballack.

Fjarvera hans kom þó ekki mikið af sök því Leverkusen vann leikinn 3-0 og er nú komið upp í annað sæti þýsku deildarinnar. Leverkusen er í góðri stöðu með að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×