Meðfylgjandi myndir voru teknar á íslensku auglýsingaverðlaunahátíðinni sem fram fór á Hilton Reykjavík Nordica í gærkvöldi. ÍMARK, félag íslensk markaðsfólks, í samráði við Samband íslenskra auglýsingastofa, verðlaunar árlega auglýsingar, sem sendar eru inn í keppnina sem ber heitið Lúðurinn.
Íslenska auglýsingastofan, Fíton og Hvíta húsið hlutu flesta lúðra. Sjá úrslitin hér.
Athygli vakti að Steindi Jr var áberandi smart klæddur. Hann var í jakkafötum með bindi eins og sjá má á myndunum.
