Alvarleg ógn Ólafur Þ. Stephensen skrifar 4. mars 2011 10:02 Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur skipt um skoðun á auknum heimildum lögreglunnar til að fylgjast með skipulagðri glæpastarfsemi, meðal annars með svokölluðum forvirkum rannsóknum. Þær fela það í sér að taka megi einstakling eða hóp manna til rannsóknar, jafnvel þótt viðkomandi sé ekki grunaður um að hafa framið afbrot, heldur nægi grunur um að viðkomandi hafi slíkt á prjónunum eða tengist skipulagðri glæpastarfsemi. Í umræðum á Alþingi í fyrradag rifjaði Ögmundur upp að hann hefði verið í hópi þeirra sem vildu fara varlega í að auka heimildir lögreglunnar og væri enn. Hins vegar hefði lögreglan fært rök fyrir því að núverandi rannsóknarheimildir hennar væru of þröngar og torvelduðu henni að rannsaka skipulögð glæpagengi. Hann féllist á þau sjónarmið að rýmka yrði heimildir lögreglunnar, þó með því skilyrði að þær yrðu áfram veittar á grundvelli dómsúrskurðar. Ástæða sinnaskipta ráðherrans er nýtt hættumat greiningardeildar ríkislögreglustjóra, sem telur hættu á að senn komi til uppgjörs eða átaka á milli harðsvíraðra glæpagengja, Vítisengla og Útlaga, hér á landi. Á blaðamannafundi í gær greindi Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri frá því að klúbburinn MC Ísland fengi væntanlega um næstu helgi fulla aðild að heimssamtökum Vítisengla og þar með aðgang að stuðningi og fjármunum glæpasamtakanna. Eins og Fréttablaðið sagði frá í gær hefur klúbbur tengdur Útlögum verið stofnaður hér til höfuðs Vítisenglum. Þetta er grafalvarleg þróun. Ögmundur Jónasson hefur greinilega áttað sig á alvöru málsins og bregst við í samræmi við það. Eins og ráðherrann benti á í ræðu sinni á Alþingi fylgir alls konar andstyggileg glæpastarfsemi þeim samtökum sem byrjuð eru að skjóta rótum hér á landi, þar á meðal mansal, fíkniefnasala, vopnasala og -smygl og fjárkúganir með ofbeldi. Starfsemi þessara samtaka ógnar öryggi almennings víða í nágrannalöndum okkar og hún er ekki síður alvarleg ógn við okkar friðsama samfélag. Á Alþingi lýsti Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra stuðningi við áform innanríkisráðherrans. Hann fór áður ásamt Ögmundi Jónassyni einna fremstur í flokki þeirra sem kölluðu það tilburði til njósna og leyniþjónustustarfsemi þegar lagt var til að lögreglan fengi auknar heimildir. Össur rifjaði upp fyrri áhyggjur af að heimildir lögreglu yrðu notaðar til einhvers konar pólitískra njósna og sagði að það væri alger forsenda fyrir samþykki Samfylkingarinnar við þeim að þær yrðu bundnar þinglegu eftirliti. Það er eðlileg krafa – og hefur raunar verið ráð fyrir slíku gert í öllum þeim tillögum sem hingað til hafa verið lagðar fram um auknar heimildir lögreglu. Vonandi er nú loks að myndast breið pólitísk samstaða um að grípa til þeirra ráða sem duga gegn skipulögðum glæpasamtökum áður en þau ná að festa hér rætur. Hér er við að eiga menn sem verður að mæta af fullri hörku. Það er gott að þeir sem nú bera ábyrgð á heill almennings skuli horfast í augu við alvarlega stððu og vera reiðubúnir að gera það sem gera þarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur skipt um skoðun á auknum heimildum lögreglunnar til að fylgjast með skipulagðri glæpastarfsemi, meðal annars með svokölluðum forvirkum rannsóknum. Þær fela það í sér að taka megi einstakling eða hóp manna til rannsóknar, jafnvel þótt viðkomandi sé ekki grunaður um að hafa framið afbrot, heldur nægi grunur um að viðkomandi hafi slíkt á prjónunum eða tengist skipulagðri glæpastarfsemi. Í umræðum á Alþingi í fyrradag rifjaði Ögmundur upp að hann hefði verið í hópi þeirra sem vildu fara varlega í að auka heimildir lögreglunnar og væri enn. Hins vegar hefði lögreglan fært rök fyrir því að núverandi rannsóknarheimildir hennar væru of þröngar og torvelduðu henni að rannsaka skipulögð glæpagengi. Hann féllist á þau sjónarmið að rýmka yrði heimildir lögreglunnar, þó með því skilyrði að þær yrðu áfram veittar á grundvelli dómsúrskurðar. Ástæða sinnaskipta ráðherrans er nýtt hættumat greiningardeildar ríkislögreglustjóra, sem telur hættu á að senn komi til uppgjörs eða átaka á milli harðsvíraðra glæpagengja, Vítisengla og Útlaga, hér á landi. Á blaðamannafundi í gær greindi Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri frá því að klúbburinn MC Ísland fengi væntanlega um næstu helgi fulla aðild að heimssamtökum Vítisengla og þar með aðgang að stuðningi og fjármunum glæpasamtakanna. Eins og Fréttablaðið sagði frá í gær hefur klúbbur tengdur Útlögum verið stofnaður hér til höfuðs Vítisenglum. Þetta er grafalvarleg þróun. Ögmundur Jónasson hefur greinilega áttað sig á alvöru málsins og bregst við í samræmi við það. Eins og ráðherrann benti á í ræðu sinni á Alþingi fylgir alls konar andstyggileg glæpastarfsemi þeim samtökum sem byrjuð eru að skjóta rótum hér á landi, þar á meðal mansal, fíkniefnasala, vopnasala og -smygl og fjárkúganir með ofbeldi. Starfsemi þessara samtaka ógnar öryggi almennings víða í nágrannalöndum okkar og hún er ekki síður alvarleg ógn við okkar friðsama samfélag. Á Alþingi lýsti Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra stuðningi við áform innanríkisráðherrans. Hann fór áður ásamt Ögmundi Jónassyni einna fremstur í flokki þeirra sem kölluðu það tilburði til njósna og leyniþjónustustarfsemi þegar lagt var til að lögreglan fengi auknar heimildir. Össur rifjaði upp fyrri áhyggjur af að heimildir lögreglu yrðu notaðar til einhvers konar pólitískra njósna og sagði að það væri alger forsenda fyrir samþykki Samfylkingarinnar við þeim að þær yrðu bundnar þinglegu eftirliti. Það er eðlileg krafa – og hefur raunar verið ráð fyrir slíku gert í öllum þeim tillögum sem hingað til hafa verið lagðar fram um auknar heimildir lögreglu. Vonandi er nú loks að myndast breið pólitísk samstaða um að grípa til þeirra ráða sem duga gegn skipulögðum glæpasamtökum áður en þau ná að festa hér rætur. Hér er við að eiga menn sem verður að mæta af fullri hörku. Það er gott að þeir sem nú bera ábyrgð á heill almennings skuli horfast í augu við alvarlega stððu og vera reiðubúnir að gera það sem gera þarf.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun