Hæstaréttarlögmenn: Megum ekki leika okkur að framtíð barnanna 16. mars 2011 17:53 Hæstaréttarlögmennirnir Garðar Garðarsson, Gestur Jónsson, Guðrún Björg Birgisdóttir, Gunnar Jónsson, Jakob R. Möller, Lára V. Júlíusdóttir, Ragnar H. Hall og Sigurmar K. Albertsson skrifuðu grein, sem þeir hafa sent fjölmiðlum, þar sem þeir lýsa því yfir að þeir muni segja já í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave. Greinin ber heitið: Dýrkeyptur glannaskapur. Í greininni segja lögmennirnir meðal annars: „Órökrétt er að halda því fram að valið í þjóðaratkvæðagreiðslunni standi á milli þess kostnaðar sem felst í samningnum með sínum óvissuþáttum og þess að enginn kostnaður falli á Ísland. Aðeins annar kosturinn markar lok Icesave-málsins og þá með skilmálum og áhættu sem við áttum þátt í að semja um og lágmarka. Nei við þeirri leið þýðir að endanleg niðurstaða málsins er úr okkar höndum. Fórnarkostnaður atvinnulífs og samfélags af áframhaldandi ófriði er óþekktur." Svo skrifa þeir að lokum: „Væru íslensk rök og sjónarmið hin einu réttu eða viðurkenndu í þessari deilu þyrftum við ekki að hafa miklar áhyggjur. Því miður er svo ekki. Við höfum engan rétt til þess að leika okkur að efnahagslegri framtíð barna okkar með því að halda áfram að þykjast ósigrandi og geta boðið hvaða aðstæðum sem er byrginn." Þessi grein kemur í kjölfar greinarflokks sem hefur birst eftir hæstaréttarlögmenn í Fréttablaðinu undanfarna daga og þeir lýsa yfir andstöðu við samningnum. Hægt er að nálgast grein hæstaréttarlögmannanna, sem er fylgjandi samningnum, í heild sinni hér fyrir neðan. Icesave Tengdar fréttir Hæstaréttarlögmenn: Dýrkeyptur glannaskapur Þjóðaratkvæðagreiðslan 9. apríl snýst um það hvort við ljúkum Icesavemálinu með samningum eða höfnum frekari samningum og höldum deilunni gangandi næstu ár fyrir dómstólum með tilheyrandi kostnaði og áhættu. Með þeim samningum sem þverpólitísk samninganefnd náði og aukinn meirihluti Alþingis studdi er bæði áhætta Íslands og kostnaður lágmarkaður. 16. mars 2011 17:23 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
Hæstaréttarlögmennirnir Garðar Garðarsson, Gestur Jónsson, Guðrún Björg Birgisdóttir, Gunnar Jónsson, Jakob R. Möller, Lára V. Júlíusdóttir, Ragnar H. Hall og Sigurmar K. Albertsson skrifuðu grein, sem þeir hafa sent fjölmiðlum, þar sem þeir lýsa því yfir að þeir muni segja já í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave. Greinin ber heitið: Dýrkeyptur glannaskapur. Í greininni segja lögmennirnir meðal annars: „Órökrétt er að halda því fram að valið í þjóðaratkvæðagreiðslunni standi á milli þess kostnaðar sem felst í samningnum með sínum óvissuþáttum og þess að enginn kostnaður falli á Ísland. Aðeins annar kosturinn markar lok Icesave-málsins og þá með skilmálum og áhættu sem við áttum þátt í að semja um og lágmarka. Nei við þeirri leið þýðir að endanleg niðurstaða málsins er úr okkar höndum. Fórnarkostnaður atvinnulífs og samfélags af áframhaldandi ófriði er óþekktur." Svo skrifa þeir að lokum: „Væru íslensk rök og sjónarmið hin einu réttu eða viðurkenndu í þessari deilu þyrftum við ekki að hafa miklar áhyggjur. Því miður er svo ekki. Við höfum engan rétt til þess að leika okkur að efnahagslegri framtíð barna okkar með því að halda áfram að þykjast ósigrandi og geta boðið hvaða aðstæðum sem er byrginn." Þessi grein kemur í kjölfar greinarflokks sem hefur birst eftir hæstaréttarlögmenn í Fréttablaðinu undanfarna daga og þeir lýsa yfir andstöðu við samningnum. Hægt er að nálgast grein hæstaréttarlögmannanna, sem er fylgjandi samningnum, í heild sinni hér fyrir neðan.
Icesave Tengdar fréttir Hæstaréttarlögmenn: Dýrkeyptur glannaskapur Þjóðaratkvæðagreiðslan 9. apríl snýst um það hvort við ljúkum Icesavemálinu með samningum eða höfnum frekari samningum og höldum deilunni gangandi næstu ár fyrir dómstólum með tilheyrandi kostnaði og áhættu. Með þeim samningum sem þverpólitísk samninganefnd náði og aukinn meirihluti Alþingis studdi er bæði áhætta Íslands og kostnaður lágmarkaður. 16. mars 2011 17:23 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
Hæstaréttarlögmenn: Dýrkeyptur glannaskapur Þjóðaratkvæðagreiðslan 9. apríl snýst um það hvort við ljúkum Icesavemálinu með samningum eða höfnum frekari samningum og höldum deilunni gangandi næstu ár fyrir dómstólum með tilheyrandi kostnaði og áhættu. Með þeim samningum sem þverpólitísk samninganefnd náði og aukinn meirihluti Alþingis studdi er bæði áhætta Íslands og kostnaður lágmarkaður. 16. mars 2011 17:23