Körfubolti

Sundsvall tapaði á heimavelli í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jakob Örn Sigurðarson og Hlynur Bæringsson.
Jakob Örn Sigurðarson og Hlynur Bæringsson. Mynd/Valli
Sundsvall Dragons tapaði með tíu stigum á heimavelli á móti LF Basket, 89-99, í uppgjöri tveggja efstu liðanna í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Þetta var aðeins þriðja tap Sundsvall á heimavelli á tímabilinu en liðið er fyrir nokkru búið að tryggja sér deildarmeistaratitilinn.

Jakob Örn Sigurðarson var með 16 stig hjá Sundsvall og Hlynur Bæringsson bætti við 12 stigum, 15 fráköstum og 2 stoðsendingum. Sundsvall er þrátt fyrir tapið með sex stiga forskot á LF Basket en liðin eiga aðeins eftir að spila einn leik.

Helgi Már Magnússon og félagar í Uppsala Basket unnu 20 stiga heimasigur á Södertälje Kings, 87-67, en sigurinn var mjög mikilvægur í baráttu liðsins um fjórða sætið við Solna Vikings.

Helgi Már var með 4 stig, 8 fráköst og 2 stoðsendingar á 24 mínútum í leiknum. Uppsala er með 36 stig alveg eins og Solna þegar liðin eiga aðeins einn leik eftir og það verður því mikil spenna í lokaumferðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×