Boston fékk aðeins á sig 56 stig gegn Milwaukee Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 14. mars 2011 09:00 Carlos Delfino leikmaður Milwaukee og Paul Pierce. AP Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í gær. Boston setti félagsmet með því að fá aðeins á sig 56 stig gegn Milwaukee. Kevin Love leikmaður Minnesota skoraði aðeins 6 stig gegn Golden State en hann hafði náð tvöfaldri tvennu í 53 leikjum í röð. Indiana kom verulega á óvart með góðum sigri gegn New York á útivelli.Boston – Milwaukee 87-56 Boston Celtics setti nýtt félagsmet þegar liðið fékk aðeins á sig 56 stig gegn Milwaukee á heimavelli. Frá því að NBA deildin hóf að nota skotklukku hefur Boston ekki fengið jafn fá stig á sig í leik. Milwaukee setti einnig með en liðið hefur aldrei skorað jafn fá stig í leik. Skotnýting liðsins var skelfileg – 31,4%. Earl Brandon var stigahæstur með 10 stig í liði Milwaukee. Boston fékk aðeins 38 stig á sig í fyrstu þremur leikhlunum sem er NBA met. Ray Allen var stigahæstur í liði Boston með 17 stig en hann lék aðeins í þremur leikhlutum af alls fjórum.New York – Indiana 93-106 Indiana mætti til leiks í Madison Square Garden án þess að vera með stigahæsta leikmann liðsins í leikmannahónum. Þrátt fyrir það náði Indiana að ljúka sex leikja taphrinu á erfiðum útivelli. Tyler Hansbrough var stigahæstur í liði Indiana með 29 stig sem er persónulegt met. Amar'e Stoudemire skoraði 28 fyrir heimamenn og Carmelo Anthony skoraði 25. Þjálfari Cleveland ósáttur við hugarfar leikmannaKevin Durant er lykilmaður í Oklahoma-liðinu.APCleveland – Oklahoma 75-95 Russell Westbrook skoraði 20 stig fyrir Oklahoma 95-75 sigri á útivelli gegn Cleveland Cavaliers. Kevin Durant skoraði 19. Byron Scott þjálfari Cleveland sagði á fundi með fréttamönnum eftir leikinn að hann væri farinn að efast um að leikmenn liðsins væru með það hugarfar sem þyrfti til að leika í NBA deildinni.Toronto – Charlotte 90-95 Það var mikið í húfi fyrir Charlotte liðið að landa sigri í Toronto þar sem að Charlotte er í harðri baráttu gegn Indiana um áttunda sætið í Austurdeildinni og þar með sæti í úrslitakeppninni. D.J. Augustin's 23 skoraði 23 stig fyrir Charlotte, og Gerald Henderson skoraði 18. Andrea Bargnani var stigahæstur í lið Toronto með 17 stig.Phoenix – Orlando 88-111 Dwight Howard miðherji Orlando náði að rjúfa 10.000 stiga múrinn í stórsigri liðsins gegn Phoenix. Howard skoraði 26 stig og tók 15 fráköst. Phoenix átti aldrei möguleika þar sem að liðið lék án Steve Nash og Channing Frey. Tölfræðin segir allt sem segja þarf um mikilvægi Nash. Suns er með 67% vinningshlutfall í þeim leikjum þar sem Nash er á leiksskýrslu, en liðið er aðeins með 31% vinningshlutfall í þeim 29 leikjum þar sem hann hefur ekki verið með liðinu.Golden State – Minnesota 100-77 Kevin Love leikmaður Minnesota náði ekki tvöfaldri tvennu eins og hann hafði gert í 53 leikjum í röð. Love skoraði aðeins 6 stig í 100-77 tapleik en hann hefur skorað a.m.k. 10 stig og tekið fleiri en 10 fráköst í öllum leikjum liðsins frá 19. nóvember. Met Elvin Hayes stendur því enn en Hayes náði tvöfaldri tvennu í 55 leikjum í röð tímabilið 1973-1974. Stephen Curry var stigahæstur í liði Golden State með 24 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar.Staðan í Austurdeild: Boston 47 – 17 (73,4%) Chicago 47 - 18 (72,3%) Miami 45 – 21 (68,2%) Orlando 42 – 25 (62,7%) Atlanta 38 – 28 (57,6%) New York 34 – 31 (52,3%) Philadelphia 34 - 32 (51,5%) Indiana 28 – 38 (42,4%) ------------------------------- Charlotte 28 – 38 (42,4%) Milwaukee 26 – 39 (40,0%) Detroit 23 – 44 (34,3%) New Jersey 21 – 43 (32,8%) Toronto 18 – 48 (27,3%) Washington 16 – 48 (25,0%) Cleveland 12 - 53 (18,5%)Staðan í Vesturdeild: San Antonio 54 – 12 (81,8%) Dallas 47 – 19 (71,2%) L.A. Lakers 47 – 20 (70,1%) Oklahoma City 42 – 23 (64,6%) Denver 39 – 27 (59,1%) New Orleans 39 – 29 (57,4%) Portland 37 – 29 (56,1%) Memphis 36 – 31 (53,7%) ----------------------------------- Phoenix 33 – 31 (51,6%) Utah 34 – 33 (50,7%) Houston 33 – 34 (49,3%) Golden State 30 – 36 (45,5%) L.A. Clippers 26 – 41 (38,8%) Minnesota 17 – 51 (25,0%) Sacramento 15 – 49 (23,4%) NBA Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fleiri fréttir Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Sjá meira
Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í gær. Boston setti félagsmet með því að fá aðeins á sig 56 stig gegn Milwaukee. Kevin Love leikmaður Minnesota skoraði aðeins 6 stig gegn Golden State en hann hafði náð tvöfaldri tvennu í 53 leikjum í röð. Indiana kom verulega á óvart með góðum sigri gegn New York á útivelli.Boston – Milwaukee 87-56 Boston Celtics setti nýtt félagsmet þegar liðið fékk aðeins á sig 56 stig gegn Milwaukee á heimavelli. Frá því að NBA deildin hóf að nota skotklukku hefur Boston ekki fengið jafn fá stig á sig í leik. Milwaukee setti einnig með en liðið hefur aldrei skorað jafn fá stig í leik. Skotnýting liðsins var skelfileg – 31,4%. Earl Brandon var stigahæstur með 10 stig í liði Milwaukee. Boston fékk aðeins 38 stig á sig í fyrstu þremur leikhlunum sem er NBA met. Ray Allen var stigahæstur í liði Boston með 17 stig en hann lék aðeins í þremur leikhlutum af alls fjórum.New York – Indiana 93-106 Indiana mætti til leiks í Madison Square Garden án þess að vera með stigahæsta leikmann liðsins í leikmannahónum. Þrátt fyrir það náði Indiana að ljúka sex leikja taphrinu á erfiðum útivelli. Tyler Hansbrough var stigahæstur í liði Indiana með 29 stig sem er persónulegt met. Amar'e Stoudemire skoraði 28 fyrir heimamenn og Carmelo Anthony skoraði 25. Þjálfari Cleveland ósáttur við hugarfar leikmannaKevin Durant er lykilmaður í Oklahoma-liðinu.APCleveland – Oklahoma 75-95 Russell Westbrook skoraði 20 stig fyrir Oklahoma 95-75 sigri á útivelli gegn Cleveland Cavaliers. Kevin Durant skoraði 19. Byron Scott þjálfari Cleveland sagði á fundi með fréttamönnum eftir leikinn að hann væri farinn að efast um að leikmenn liðsins væru með það hugarfar sem þyrfti til að leika í NBA deildinni.Toronto – Charlotte 90-95 Það var mikið í húfi fyrir Charlotte liðið að landa sigri í Toronto þar sem að Charlotte er í harðri baráttu gegn Indiana um áttunda sætið í Austurdeildinni og þar með sæti í úrslitakeppninni. D.J. Augustin's 23 skoraði 23 stig fyrir Charlotte, og Gerald Henderson skoraði 18. Andrea Bargnani var stigahæstur í lið Toronto með 17 stig.Phoenix – Orlando 88-111 Dwight Howard miðherji Orlando náði að rjúfa 10.000 stiga múrinn í stórsigri liðsins gegn Phoenix. Howard skoraði 26 stig og tók 15 fráköst. Phoenix átti aldrei möguleika þar sem að liðið lék án Steve Nash og Channing Frey. Tölfræðin segir allt sem segja þarf um mikilvægi Nash. Suns er með 67% vinningshlutfall í þeim leikjum þar sem Nash er á leiksskýrslu, en liðið er aðeins með 31% vinningshlutfall í þeim 29 leikjum þar sem hann hefur ekki verið með liðinu.Golden State – Minnesota 100-77 Kevin Love leikmaður Minnesota náði ekki tvöfaldri tvennu eins og hann hafði gert í 53 leikjum í röð. Love skoraði aðeins 6 stig í 100-77 tapleik en hann hefur skorað a.m.k. 10 stig og tekið fleiri en 10 fráköst í öllum leikjum liðsins frá 19. nóvember. Met Elvin Hayes stendur því enn en Hayes náði tvöfaldri tvennu í 55 leikjum í röð tímabilið 1973-1974. Stephen Curry var stigahæstur í liði Golden State með 24 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar.Staðan í Austurdeild: Boston 47 – 17 (73,4%) Chicago 47 - 18 (72,3%) Miami 45 – 21 (68,2%) Orlando 42 – 25 (62,7%) Atlanta 38 – 28 (57,6%) New York 34 – 31 (52,3%) Philadelphia 34 - 32 (51,5%) Indiana 28 – 38 (42,4%) ------------------------------- Charlotte 28 – 38 (42,4%) Milwaukee 26 – 39 (40,0%) Detroit 23 – 44 (34,3%) New Jersey 21 – 43 (32,8%) Toronto 18 – 48 (27,3%) Washington 16 – 48 (25,0%) Cleveland 12 - 53 (18,5%)Staðan í Vesturdeild: San Antonio 54 – 12 (81,8%) Dallas 47 – 19 (71,2%) L.A. Lakers 47 – 20 (70,1%) Oklahoma City 42 – 23 (64,6%) Denver 39 – 27 (59,1%) New Orleans 39 – 29 (57,4%) Portland 37 – 29 (56,1%) Memphis 36 – 31 (53,7%) ----------------------------------- Phoenix 33 – 31 (51,6%) Utah 34 – 33 (50,7%) Houston 33 – 34 (49,3%) Golden State 30 – 36 (45,5%) L.A. Clippers 26 – 41 (38,8%) Minnesota 17 – 51 (25,0%) Sacramento 15 – 49 (23,4%)
NBA Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fleiri fréttir Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Sjá meira