NBA í nótt: Allt undir hjá Miami sem vann Lakers Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. mars 2011 09:00 Chris Bosh var öflugur í nótt. Mynd/AP Miami Heat vann í nótt gríðarlega mikilvægan sigur á LA Lakers í NBA-deildinni í körfubolta, 94-88, og tryggði sér um leið öruggt sæti í úrslitakeppni deildarinnar. Miami hafði tapað fimm leikjum í röð og var komið í mikil vandræði, sérstaklega þar sem liðið hafði unnið aðeins einn leik af níu gegn fimm sterkustu liðum deildarinnar. Leikmenn Miami þurftu því að sanna sig - að þeir gætu unnið bestu liðin og ættu þar með erindi í úrslitakeppnina. Þessi eini áðurnefndi sigur kom reyndar gegn Lakers fyrr í vetur og hefur því Miami unnið báða leiki sína gegn ríkjandi meisturum deildarinnar. Miami batt þar að auki enda á átta leikja sigurgöngu Lakers með sigrinum í nótt. „Það var allt undir í þessum leik, í sannleika sagt," sagði Chris Bosh sem hefur einna helst verið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína í vetur af leikmönnum liðsins. Hann sagði eftir síðasta leik, þegar að Miami tapaði fyrir Chicago, að hann vildi fá fleiri skot og hann fékk þau í nótt. Hann skoraði alls 24 stig í leiknum. Dwyane Wade var einnig öflugur og skoraði 20 stig. LeBron James var með nítján stig og troðsla hans þegar ein og hálf mínúta var til leiksloka kom Miami yfir í síðasta sinn í leiknum. Miami komst þá yfir, 90-88, en Lakers átti ekki eftir að ná að svara fyrir sig og Miami kláraði leikinn með því að skora síðustu sex stigin. Varamenn Miami skiluðu aðeins átta stigum af sér í leiknum gegn Chicago en þau urðu alls 22 í kvöld. Hjá Lakers var Kobe Bryant stigahæstur með 24 stig og Pau Gasol kom næstur með 20. Þrjú efstu liðin í Austurdeildinni - Boston, Chicago og Miami - eru nú komin áfram í úrslitakeppnina og sömuleiðis San Antonio, toppliðið í Vesturdeildinni. Dallas vann New York, 127-109. Dirk Nowitzky skoraði 23 stig, Shawn Marion var með 22 og Jason Terry 21 fyrir Dallas. Denver vann Phoenix, 116-91. Nene skoraði 22 stig á 26 mínútum fyrir Denver sem hafði tapað fyrir Phoenix þrettán sinnum í röð fyrir leik liðanna í nótt. NBA Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Fleiri fréttir Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? Sjá meira
Miami Heat vann í nótt gríðarlega mikilvægan sigur á LA Lakers í NBA-deildinni í körfubolta, 94-88, og tryggði sér um leið öruggt sæti í úrslitakeppni deildarinnar. Miami hafði tapað fimm leikjum í röð og var komið í mikil vandræði, sérstaklega þar sem liðið hafði unnið aðeins einn leik af níu gegn fimm sterkustu liðum deildarinnar. Leikmenn Miami þurftu því að sanna sig - að þeir gætu unnið bestu liðin og ættu þar með erindi í úrslitakeppnina. Þessi eini áðurnefndi sigur kom reyndar gegn Lakers fyrr í vetur og hefur því Miami unnið báða leiki sína gegn ríkjandi meisturum deildarinnar. Miami batt þar að auki enda á átta leikja sigurgöngu Lakers með sigrinum í nótt. „Það var allt undir í þessum leik, í sannleika sagt," sagði Chris Bosh sem hefur einna helst verið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína í vetur af leikmönnum liðsins. Hann sagði eftir síðasta leik, þegar að Miami tapaði fyrir Chicago, að hann vildi fá fleiri skot og hann fékk þau í nótt. Hann skoraði alls 24 stig í leiknum. Dwyane Wade var einnig öflugur og skoraði 20 stig. LeBron James var með nítján stig og troðsla hans þegar ein og hálf mínúta var til leiksloka kom Miami yfir í síðasta sinn í leiknum. Miami komst þá yfir, 90-88, en Lakers átti ekki eftir að ná að svara fyrir sig og Miami kláraði leikinn með því að skora síðustu sex stigin. Varamenn Miami skiluðu aðeins átta stigum af sér í leiknum gegn Chicago en þau urðu alls 22 í kvöld. Hjá Lakers var Kobe Bryant stigahæstur með 24 stig og Pau Gasol kom næstur með 20. Þrjú efstu liðin í Austurdeildinni - Boston, Chicago og Miami - eru nú komin áfram í úrslitakeppnina og sömuleiðis San Antonio, toppliðið í Vesturdeildinni. Dallas vann New York, 127-109. Dirk Nowitzky skoraði 23 stig, Shawn Marion var með 22 og Jason Terry 21 fyrir Dallas. Denver vann Phoenix, 116-91. Nene skoraði 22 stig á 26 mínútum fyrir Denver sem hafði tapað fyrir Phoenix þrettán sinnum í röð fyrir leik liðanna í nótt.
NBA Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Fleiri fréttir Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? Sjá meira