Anna Úrsúla: Vanmetum ekki Fylki Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. mars 2011 15:15 Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, leikmaðurinn sterki í Val, var í dag valinn besti leikmaður seinni hluta tímabilsins í N1-deild kvenna. „Það eru margir góðir leikmenn í deildinni og það er mikil viðurkenning fyrir mig að fá þessi verðlaun í annað skiptið í vetur," sagði Anna en viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan. „Það er liðinu að þakka. Við höfum staðið okkur vel og ég er sátt." Anna Úrsúla er nú á sínu öðru ári hjá Val og henni líður vel í rauða búningnum. „Það er eins og ég hafi alltaf verið þarna. Það er góður félagsskapur í liðinu, gott umhverfi og góð þjálfun. Mér líður eins og ég sé heima hjá mér." Úrslitakeppnin hefst á morgun en Valur hefur þar titil að verja auk þess sem að liðið varð deildarmeistari á dögunum. „Við erum ekki með jafn mikla breidd og í fyrra en við erum samt með sterka leikmenn eins og Anett Köbli og Ragnhildi Rósu Guðmundsdóttur. Við söknum Hildigunnar (Einarsdóttur) og Ágústu (Eddu Björnsdóttur) en ég tel að við séum með jafn sterkt lið og í fyrra - ef ekki sterkara." Valur varð fyrir áfalli á dögunum er Hildigunnur meiddist illa á æfingu en talið er að hún hafi slitið krossband í hné. „Það er fyrst og fremst hrikalega leiðinlegt fyrir hana en hún ætlaði að reyna að komast út. Hún hefur þó tekið þessu með góðu geði og hefur tekist að dreifa því í hópinn. Hún mætir á allar æfingar og það er mjög góður mórall í liðinu. Svona er þetta bara í íþróttum, það er alltaf næsti leikur og það kemur maður í manns stað." Valur mætir Fylki í undanúrslitum úrslitakeppninnar en þessi lið hafa mæst þrívegis í vetur og Valur unnið alla leikina með minnst tíu marka mun. „Ég held að allir séu sammála um að Fylkir hefur ekki spilað eins vel og þær geta. Það vita þær best sjálfar. En þær sýndu gegn Stjörnunni um daginn að þær eru með þetta í sér. Þær munu mæta kolbrjálaðar í þessa leiki gegn okkur en við munum mæta hörðu með hörðu og gefa allt okkar í þetta." „Ég er ekki hrædd við vanmat. Maður þarf að vera tilbúinn í hvern einasta leik eins og um úrslitaleik væri að ræða." Olís-deild kvenna Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Fleiri fréttir Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Sjá meira
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, leikmaðurinn sterki í Val, var í dag valinn besti leikmaður seinni hluta tímabilsins í N1-deild kvenna. „Það eru margir góðir leikmenn í deildinni og það er mikil viðurkenning fyrir mig að fá þessi verðlaun í annað skiptið í vetur," sagði Anna en viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan. „Það er liðinu að þakka. Við höfum staðið okkur vel og ég er sátt." Anna Úrsúla er nú á sínu öðru ári hjá Val og henni líður vel í rauða búningnum. „Það er eins og ég hafi alltaf verið þarna. Það er góður félagsskapur í liðinu, gott umhverfi og góð þjálfun. Mér líður eins og ég sé heima hjá mér." Úrslitakeppnin hefst á morgun en Valur hefur þar titil að verja auk þess sem að liðið varð deildarmeistari á dögunum. „Við erum ekki með jafn mikla breidd og í fyrra en við erum samt með sterka leikmenn eins og Anett Köbli og Ragnhildi Rósu Guðmundsdóttur. Við söknum Hildigunnar (Einarsdóttur) og Ágústu (Eddu Björnsdóttur) en ég tel að við séum með jafn sterkt lið og í fyrra - ef ekki sterkara." Valur varð fyrir áfalli á dögunum er Hildigunnur meiddist illa á æfingu en talið er að hún hafi slitið krossband í hné. „Það er fyrst og fremst hrikalega leiðinlegt fyrir hana en hún ætlaði að reyna að komast út. Hún hefur þó tekið þessu með góðu geði og hefur tekist að dreifa því í hópinn. Hún mætir á allar æfingar og það er mjög góður mórall í liðinu. Svona er þetta bara í íþróttum, það er alltaf næsti leikur og það kemur maður í manns stað." Valur mætir Fylki í undanúrslitum úrslitakeppninnar en þessi lið hafa mæst þrívegis í vetur og Valur unnið alla leikina með minnst tíu marka mun. „Ég held að allir séu sammála um að Fylkir hefur ekki spilað eins vel og þær geta. Það vita þær best sjálfar. En þær sýndu gegn Stjörnunni um daginn að þær eru með þetta í sér. Þær munu mæta kolbrjálaðar í þessa leiki gegn okkur en við munum mæta hörðu með hörðu og gefa allt okkar í þetta." „Ég er ekki hrædd við vanmat. Maður þarf að vera tilbúinn í hvern einasta leik eins og um úrslitaleik væri að ræða."
Olís-deild kvenna Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Fleiri fréttir Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Sjá meira