Kvennalið Keflavíkur tryggði sér sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn með því að slá út Íslandsmeistara KR í DHL-höllinni í gærkvöldi. Keflavík vann tvo síðustu leikina og einvígið 3-1. Keflavík var að komast í lokaúrslitin í fyrsta sinn síðan 2008 en er nú komið alla leið í úrslitaeinvígið í fimmtánda sinn frá upphafi.
Keflavíkurliðið byrjaði og endaði leikinn vel en liðið vann fyrsta leikhlutann 24-14 og fjórða leikhlutann 23-14. Marina Caran skoraði 21 stig á 25 mínútum og átti sinn besta leik í Keflavíkurbúningnum.
Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leiknum í DHL-höllinni í gærkvöldi og náði þessum flottu myndum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.
