Umfjöllun: Stjörnumenn fyrstir til að vinna í Hólminum í vetur Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 27. mars 2011 20:54 Justin Shouse. Mynd/Valli Stjarnan sýndi mikinn styrk í kvöld þegar liðið lagði Íslandsmeistaralið Snæfells á útivelli í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfuknattleik. Lokakafli leiksins var æsispennandi en tvær þriggja stiga körfur frá Justin Shouse á lokamínútu leiksins tryggður Stjörnunni 75-73 sigur. Ryan Amaroso miðherji Snæfells fékk tækifæri til þess að jafna metin þegar hann náði sóknarfrákasti einni sekúndu fyrir leikslok en skotið misheppnaðist. Staðan er því 1-0 fyrir Stjörnuna gegn deildarmeistaraliði Snæfells og það er ljóst að það verður heitt í kolunum þegar liðin mætast öðru sinni á þriðjudaginn. Það sauð næstum því upp úr í „Fjárhúsinu“ í leikslok þegar ýmis orð voru látin falla í hita leiksins. Ryan Amaroso og Teitur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar eiga örugglega eftir að horfa í augun á hvorum öðrum í næsta leik en þeir lentu í orðaskaki eftir leikinn og munaði minnstu að það endaði með slagsmálum. Jón Ólafur Jónsson opnaði leikinn með þriggja stiga körfu fyrir Íslandsmeistarana. Ryan Amoroso bætti við tveimur stigum og staðan var 5-0 eftir 2 mínútur. Þeir gáfu tóninn og í stöðunni 10-1 tók Teitur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar leikhlé. Það breytti litlu því heimamenn skoruðu næstu 6 stig og staðan var 16-1. Jovan Zdravevski skoraði fyrstu stig Stjörnunnar utan af velli, með þriggja stiga körfu og fékk víti að auki, staðan 16-5. Eftir það breyttist sóknarleikur Stjörnunnar til hins betra eftir skelfilega byrjun. Staðan var 27-15 að loknum fyrsta leikhluta fyrir Snæfell. Stjarnan gerði ótrúlega mörg mistök á upphafsmínútum annars leikhluta. Bandaríski miðherjinn Ryan Amaroso fékk sína þriðju villu í liði Snæfells strax í upphafi annars leikhluta. Smátt og smátt náði Stjörnuliðið að minnka niður forskot heimamanna og staðan var 34-27 þegar 2.20 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Fannar Helgason skoraði tvær þriggja stiga körfur í röð og Marvin Valdimarsson skoraði eina í viðbót og munurinn var aðeins 1 stig, 34-33. Jovan Zdravevski bætti enn einum í safnið um leið og leiktíminn rann út – spjaldið og ofaní. Staðan í hálfleik 40-38 fyrir Snæfell. Renato Lindmets jafnaði metin fyrir Stjörnuna í fyrstu sókninni, 40-40. Hann kom Stjörnunni yfir 42-40. Amaroso skoraði með troðslu 42-42. Justin Shouse skoraði þrist í kjölfarið, 47-45. Daníel skoraði þrist 52-45 fyrir Stjörnuna og að þriðja leikhluta loknum var staðan 58-54 fyrir Stjörnuna. Snæfell jafnaði strax í upphafi með því að sækja að körfunni. Eitthvað sem liðið gerði lítið af í fyrstu þremur leikhlutunum. Lindmets fékk sína fimmtu villu þegar staðan var 69-67 fyrir Snæfell og 1.55 eftir. Pálmi Freyr Sigurgeirsson skoraði þriggja stiga körfu og breytti stöðunni í 72-67. Justin Shouse svaraði með með þriggja stiga skoti, 72-70,og 40 sekúndur voru eftir. Hann bætti við öðrum þristi þegar 18 sekúndum voru eftir og kom Stjörnunni yfir 73-72. Snæfell fékk innkast og Jovan Zdravevski stal boltanum af Sean Burton. Brotið var á Zdravevski sem hitti úr báðum skotunum. Zeljko Bojovic fór á vítalínuna fyrir Snæfell þegar 1,6 sek. voru eftir af leiknum - hann hitti úr fyrra skotinu en reyndi ekki að skora úr því síðara. Amaroso náði frákastinu en skot hans úr erfiðri stöðu fór framhjá. Snæfell-Stjarnan 73-75 (27-15, 13-23, 14-20, 19-17)Snæfell: Ryan Amaroso 19/13 fráköst, Sean Burton 18/5 fráköst/5 stoðsendingar, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 12, Zeljko Bojovic 9/6 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 7/9 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 6, Emil Þór Jóhannsson 2.Stjarnan: Jovan Zdravevski 20/9 fráköst, Justin Shouse 19/5 fráköst, Renato Lindmets 13/12 fráköst, Fannar Freyr Helgason 8/5 fráköst, Daníel G. Guðmundsson 6, Marvin Valdimarsson 5, Ólafur Aron Ingvason 2, Guðjón Lárusson 2/9 fráköst. Dominos-deild karla Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Sjá meira
Stjarnan sýndi mikinn styrk í kvöld þegar liðið lagði Íslandsmeistaralið Snæfells á útivelli í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfuknattleik. Lokakafli leiksins var æsispennandi en tvær þriggja stiga körfur frá Justin Shouse á lokamínútu leiksins tryggður Stjörnunni 75-73 sigur. Ryan Amaroso miðherji Snæfells fékk tækifæri til þess að jafna metin þegar hann náði sóknarfrákasti einni sekúndu fyrir leikslok en skotið misheppnaðist. Staðan er því 1-0 fyrir Stjörnuna gegn deildarmeistaraliði Snæfells og það er ljóst að það verður heitt í kolunum þegar liðin mætast öðru sinni á þriðjudaginn. Það sauð næstum því upp úr í „Fjárhúsinu“ í leikslok þegar ýmis orð voru látin falla í hita leiksins. Ryan Amaroso og Teitur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar eiga örugglega eftir að horfa í augun á hvorum öðrum í næsta leik en þeir lentu í orðaskaki eftir leikinn og munaði minnstu að það endaði með slagsmálum. Jón Ólafur Jónsson opnaði leikinn með þriggja stiga körfu fyrir Íslandsmeistarana. Ryan Amoroso bætti við tveimur stigum og staðan var 5-0 eftir 2 mínútur. Þeir gáfu tóninn og í stöðunni 10-1 tók Teitur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar leikhlé. Það breytti litlu því heimamenn skoruðu næstu 6 stig og staðan var 16-1. Jovan Zdravevski skoraði fyrstu stig Stjörnunnar utan af velli, með þriggja stiga körfu og fékk víti að auki, staðan 16-5. Eftir það breyttist sóknarleikur Stjörnunnar til hins betra eftir skelfilega byrjun. Staðan var 27-15 að loknum fyrsta leikhluta fyrir Snæfell. Stjarnan gerði ótrúlega mörg mistök á upphafsmínútum annars leikhluta. Bandaríski miðherjinn Ryan Amaroso fékk sína þriðju villu í liði Snæfells strax í upphafi annars leikhluta. Smátt og smátt náði Stjörnuliðið að minnka niður forskot heimamanna og staðan var 34-27 þegar 2.20 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Fannar Helgason skoraði tvær þriggja stiga körfur í röð og Marvin Valdimarsson skoraði eina í viðbót og munurinn var aðeins 1 stig, 34-33. Jovan Zdravevski bætti enn einum í safnið um leið og leiktíminn rann út – spjaldið og ofaní. Staðan í hálfleik 40-38 fyrir Snæfell. Renato Lindmets jafnaði metin fyrir Stjörnuna í fyrstu sókninni, 40-40. Hann kom Stjörnunni yfir 42-40. Amaroso skoraði með troðslu 42-42. Justin Shouse skoraði þrist í kjölfarið, 47-45. Daníel skoraði þrist 52-45 fyrir Stjörnuna og að þriðja leikhluta loknum var staðan 58-54 fyrir Stjörnuna. Snæfell jafnaði strax í upphafi með því að sækja að körfunni. Eitthvað sem liðið gerði lítið af í fyrstu þremur leikhlutunum. Lindmets fékk sína fimmtu villu þegar staðan var 69-67 fyrir Snæfell og 1.55 eftir. Pálmi Freyr Sigurgeirsson skoraði þriggja stiga körfu og breytti stöðunni í 72-67. Justin Shouse svaraði með með þriggja stiga skoti, 72-70,og 40 sekúndur voru eftir. Hann bætti við öðrum þristi þegar 18 sekúndum voru eftir og kom Stjörnunni yfir 73-72. Snæfell fékk innkast og Jovan Zdravevski stal boltanum af Sean Burton. Brotið var á Zdravevski sem hitti úr báðum skotunum. Zeljko Bojovic fór á vítalínuna fyrir Snæfell þegar 1,6 sek. voru eftir af leiknum - hann hitti úr fyrra skotinu en reyndi ekki að skora úr því síðara. Amaroso náði frákastinu en skot hans úr erfiðri stöðu fór framhjá. Snæfell-Stjarnan 73-75 (27-15, 13-23, 14-20, 19-17)Snæfell: Ryan Amaroso 19/13 fráköst, Sean Burton 18/5 fráköst/5 stoðsendingar, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 12, Zeljko Bojovic 9/6 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 7/9 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 6, Emil Þór Jóhannsson 2.Stjarnan: Jovan Zdravevski 20/9 fráköst, Justin Shouse 19/5 fráköst, Renato Lindmets 13/12 fráköst, Fannar Freyr Helgason 8/5 fráköst, Daníel G. Guðmundsson 6, Marvin Valdimarsson 5, Ólafur Aron Ingvason 2, Guðjón Lárusson 2/9 fráköst.
Dominos-deild karla Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Sjá meira