Niðurstaða Icesavekosninga skilyrði lánasamnings 23. mars 2011 18:45 Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar Mynd/Stefán Karlsson Lánshæfismat ríkisins og þar með niðurstaða Icesavekosninga er skilyrði lánasamnings sem Landsvirkjun og Evrópski fjárfestingarbankinn skrifuðu undir í dag. Búið er að fjármagna um sjötíu prósent Búðarhálsvirkjunar. Lánasamningurinn er að upphæð 70 milljón evrur eða um 11,3 milljarðar króna. Hann er þó háður ákveðnum skilyrðum. „Það sem er svona óhefðbundið skilyrði er að bankinn hefur sett sem skilyrði að lánshæfi íslenska ríkisins haldist ásættanlegt að mati bankans, það þýðir það að þar sem íslenska ríkið er með frekar lágt lánshæfismat ef það yrði lækkað. Þannig bankinn yrði ekki sáttur við það þá yrði lánið í raun og veru ekki afgreitt," segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Ísland er nú þegar metið í ruslflokki hjá matsfyrirtækinu Fitch Ratins en hjá Standard & Poor's og Moody's er lánshæfið einu haki frá ruslinu. Í síðasta mánuði sagði Moody's allar líkur á því að þeir setji íslensk ríkisskuldabréf í ruslflokk fari svo að þjóðin hafni Icesave samkomulaginu. Samþykki þjóðin hins vegar samninginn er líklegast að horfum verði breytt úr neikvæðum í stöðugar. Hörður segir að Landsvirkjun muni því bíða eftir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar áður en dregið verði á þessi lán. Samningurinn sem undirritaður var í dag er til tuttugu ára með hagstæðu álagi á millibankavexti. Hörður segir lánið vera mikilvægan áfanga í fjármögnun Búðarhálsvirkjunar og að svona langt lán styrki fyrirtækið fjárhagslega. „Ef við tökum lánið sem vil tilkynntum um í síðustu viku og þetta lán, þá erum við búin að fjármagna svona 70 prósent þannig að við sjáum í land með fjármögnunina og ef þetta lán fengist afgreitt þá myndi ég segja að fjármögnunin væri nánast kláruð," segir Hörður. Hörður segir framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun vera í fullum gangi og vonast er til að halda upphaflegri áætlun. Icesave Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Lánshæfismat ríkisins og þar með niðurstaða Icesavekosninga er skilyrði lánasamnings sem Landsvirkjun og Evrópski fjárfestingarbankinn skrifuðu undir í dag. Búið er að fjármagna um sjötíu prósent Búðarhálsvirkjunar. Lánasamningurinn er að upphæð 70 milljón evrur eða um 11,3 milljarðar króna. Hann er þó háður ákveðnum skilyrðum. „Það sem er svona óhefðbundið skilyrði er að bankinn hefur sett sem skilyrði að lánshæfi íslenska ríkisins haldist ásættanlegt að mati bankans, það þýðir það að þar sem íslenska ríkið er með frekar lágt lánshæfismat ef það yrði lækkað. Þannig bankinn yrði ekki sáttur við það þá yrði lánið í raun og veru ekki afgreitt," segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Ísland er nú þegar metið í ruslflokki hjá matsfyrirtækinu Fitch Ratins en hjá Standard & Poor's og Moody's er lánshæfið einu haki frá ruslinu. Í síðasta mánuði sagði Moody's allar líkur á því að þeir setji íslensk ríkisskuldabréf í ruslflokk fari svo að þjóðin hafni Icesave samkomulaginu. Samþykki þjóðin hins vegar samninginn er líklegast að horfum verði breytt úr neikvæðum í stöðugar. Hörður segir að Landsvirkjun muni því bíða eftir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar áður en dregið verði á þessi lán. Samningurinn sem undirritaður var í dag er til tuttugu ára með hagstæðu álagi á millibankavexti. Hörður segir lánið vera mikilvægan áfanga í fjármögnun Búðarhálsvirkjunar og að svona langt lán styrki fyrirtækið fjárhagslega. „Ef við tökum lánið sem vil tilkynntum um í síðustu viku og þetta lán, þá erum við búin að fjármagna svona 70 prósent þannig að við sjáum í land með fjármögnunina og ef þetta lán fengist afgreitt þá myndi ég segja að fjármögnunin væri nánast kláruð," segir Hörður. Hörður segir framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun vera í fullum gangi og vonast er til að halda upphaflegri áætlun.
Icesave Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira