Óútfyllt ávísun afstýrir uppgjöri Sigurjón Þórðarson skrifar 31. mars 2011 06:00 Hrunið er bein afleiðing af samkrulli spilltrar stjórnmálastéttar og fjárglæframannanna í útrásarbönkunum. Almenningur hefur orðið vitni að því að furðu lítið hefur breyst í íslensku samfélagi á þeim rúmu tveimur árum sem liðin eru frá hruni nema, jú, að lífskjör almennings eru stórskert. Enn eru sömu aðilar á ferðinni í viðskiptalífinu, og sömu kerfin og hagsmunabandalögin halda saman sem áður. Skýringarnar á þessari stöðnun eru þær að fjórflokkurinn sigraði í síðustu alþingiskosningum og fékk 59 sæti gegn fjórum. Sameiginlegir hagsmunir stjórnmálamanna og fjárglæframannanna hafa farið saman um að forðast hreinskiptið uppgjör og gera raunverulegar breytingar á íslensku samfélagi. Ógöngurnar sem Icesave-málið hefur ítrekað ratað í eru angi af þessu getu- og viljaleysi stjórnvalda til að verja hagsmuni íslensks almennings, enda hafa þau óhreint mjöl í pokahorninu. Á síðustu misserum hefur stór meirihluti Alþingis, svo undarlegt sem það er, miklu frekar verið harður málsvari þess að íslenskir skattgreiðendur beri einir alla ábyrgð og áhættu af Icesave-málinu í stað þess að halda á lofti málstað íslenskra skattgreiðenda. Icesave-málið er bein afleiðing af gölluðu innistæðutryggingakerfi og óvönduðu eftirliti með glæfralegu fjármálakerfi sem búið var að vara við um árabil. Ósanngjarnt er að íslenskir skattgreiðendur séu einir látnir sitja uppi með að tryggja tjón vegna kerfisins og endurgreiða fjármuni sem aldrei rötuðu til landsins. Miklu nær væri að Evrópusambandið hefði forgöngu um að tjóninu væri að einhverju leyti skipt af sanngirni í stað þess að beita Íslendinga þrýstingi og jafnvel síendurteknum hótunum. Svo rammt hefur kveðið að þessum róðri innanlands gegn hagsmunum Íslands í Icesave-málinu að margir standa í þeirri trú að sú aðgerð stjórnvalda að tryggja innistæður í bönkum á Íslandi hafi að einhverju leyti skaðað þá sem áttu fjármuni inni á Icesave-reikningum Landsbankans. Þessu er algerlega öfugt farið þar sem Bretar fá mörg hundruð milljörðum króna hærri upphæð endurgreidda en ef Íslendingar hefðu látið hjá líða að setja umdeild neyðarlög sem deilt er um, þ.e. á sjöunda hundrað milljarða króna í stað þess að fá á tólfta hundrað milljarða króna. Íslendingar hafa því gert vel við Breta í umræddu uppgjörsmáli sem snýst um fjármuni sem eins og áður segir runnu að öllum líkindum ekki frá Bretlandseyjum og skiluðu sér ekki hingað til landsins. Efnahagsörðugleikar Íslands eru miklir og víst er að samþykkt Icesave verður til þess að óréttlátar og ólögvarðar skuldbindingar sem enginn veit hvað verða háar verða að kröfum á hendur komandi kynslóðum sem hægt verður að innheimta. Íslendingar eiga að afþakka það kinnroðalaust að taka á sig skuldir fjárglæframanna þann 9. apríl nk. þó svo að stjórnmálamenn sem hafa meira og minna verið á spillingarjötunni forðist umfram allt heiðarlegt uppgjör við hrunið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Sigurjón Þórðarson Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hrunið er bein afleiðing af samkrulli spilltrar stjórnmálastéttar og fjárglæframannanna í útrásarbönkunum. Almenningur hefur orðið vitni að því að furðu lítið hefur breyst í íslensku samfélagi á þeim rúmu tveimur árum sem liðin eru frá hruni nema, jú, að lífskjör almennings eru stórskert. Enn eru sömu aðilar á ferðinni í viðskiptalífinu, og sömu kerfin og hagsmunabandalögin halda saman sem áður. Skýringarnar á þessari stöðnun eru þær að fjórflokkurinn sigraði í síðustu alþingiskosningum og fékk 59 sæti gegn fjórum. Sameiginlegir hagsmunir stjórnmálamanna og fjárglæframannanna hafa farið saman um að forðast hreinskiptið uppgjör og gera raunverulegar breytingar á íslensku samfélagi. Ógöngurnar sem Icesave-málið hefur ítrekað ratað í eru angi af þessu getu- og viljaleysi stjórnvalda til að verja hagsmuni íslensks almennings, enda hafa þau óhreint mjöl í pokahorninu. Á síðustu misserum hefur stór meirihluti Alþingis, svo undarlegt sem það er, miklu frekar verið harður málsvari þess að íslenskir skattgreiðendur beri einir alla ábyrgð og áhættu af Icesave-málinu í stað þess að halda á lofti málstað íslenskra skattgreiðenda. Icesave-málið er bein afleiðing af gölluðu innistæðutryggingakerfi og óvönduðu eftirliti með glæfralegu fjármálakerfi sem búið var að vara við um árabil. Ósanngjarnt er að íslenskir skattgreiðendur séu einir látnir sitja uppi með að tryggja tjón vegna kerfisins og endurgreiða fjármuni sem aldrei rötuðu til landsins. Miklu nær væri að Evrópusambandið hefði forgöngu um að tjóninu væri að einhverju leyti skipt af sanngirni í stað þess að beita Íslendinga þrýstingi og jafnvel síendurteknum hótunum. Svo rammt hefur kveðið að þessum róðri innanlands gegn hagsmunum Íslands í Icesave-málinu að margir standa í þeirri trú að sú aðgerð stjórnvalda að tryggja innistæður í bönkum á Íslandi hafi að einhverju leyti skaðað þá sem áttu fjármuni inni á Icesave-reikningum Landsbankans. Þessu er algerlega öfugt farið þar sem Bretar fá mörg hundruð milljörðum króna hærri upphæð endurgreidda en ef Íslendingar hefðu látið hjá líða að setja umdeild neyðarlög sem deilt er um, þ.e. á sjöunda hundrað milljarða króna í stað þess að fá á tólfta hundrað milljarða króna. Íslendingar hafa því gert vel við Breta í umræddu uppgjörsmáli sem snýst um fjármuni sem eins og áður segir runnu að öllum líkindum ekki frá Bretlandseyjum og skiluðu sér ekki hingað til landsins. Efnahagsörðugleikar Íslands eru miklir og víst er að samþykkt Icesave verður til þess að óréttlátar og ólögvarðar skuldbindingar sem enginn veit hvað verða háar verða að kröfum á hendur komandi kynslóðum sem hægt verður að innheimta. Íslendingar eiga að afþakka það kinnroðalaust að taka á sig skuldir fjárglæframanna þann 9. apríl nk. þó svo að stjórnmálamenn sem hafa meira og minna verið á spillingarjötunni forðist umfram allt heiðarlegt uppgjör við hrunið.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun