Vaðlaheiðarvegavinna Mörður Árnason skrifar 31. mars 2011 06:00 Það er ekkert skrýtið að gera góðlátlegt grín þegar þingmaður spyr ráðherra um það á Alþingi hvað gerist eftir mörg ár í Vaðlaheiðargöngum þegar eftir mörg ár verður ófært um Víkurskarð – og grínið um þessa fyrirspurn mína hér í blaðinu í gær var hreint ágætt. Samt er spurningin góð. Miklar efasemdir eru uppi um að Vaðlaheiðargöngin standi undir sér, og margir – fremst í flokki FÍB – halda að þegar til stykkisins kemur verði sótt í almannasjóði það sem út af stendur í þessu reikningsdæmi. Svo sem í ljósi fréttanna af fjárhagslegri niðurstöðu Héðinsfjarðarframkvæmda. Forsvarsmenn gangagerðarinnar vísa þessu á bug. Þetta sé einkaframkvæmd á viðskiptaforsendum. Engin einokun af því fólk getur alltaf farið hina leiðina – um Víkurskarð – en viðskiptavinirnir sjái til þess að göngin standi undir sér: Ef umferð samkvæmt áætlun dugir ekki – þá bara rukkum við bara einn áratug í viðbót. Grundvöllur þessarar röksemdafærslu er sá að um raunverulegt einkamál sé að ræða – að ökumenn hafi sífellt val um að borga göngin eða fara skarðið ókeypis (les: fyrir venjulegt skattfé) – nema þá þennan hálfa annan dag á vetri sem nú er að jafnaði ófært um Víkurskarð. Það er Vegagerðin sem sér um að halda opnum erfiðum vegum, og tekur hverju sinni ákvörðun um þær framkvæmdir, meðal annars um mokstur í Víkurskarði. Það er líka Vegagerðin sem fyrir hönd ríkisins er ráðandi hluthafi í Vaðlaheiðargöngum hf. Vegagerðin verður þess vegna fyrir hönd ríkisins í þeirri sérkennilegu stöðu í vondum veðrum að taka ákvörðun um að borga mokstur til að standa í samkeppni við sjálfa sig. Þess vegna er spurt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mörður Árnason Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Það er ekkert skrýtið að gera góðlátlegt grín þegar þingmaður spyr ráðherra um það á Alþingi hvað gerist eftir mörg ár í Vaðlaheiðargöngum þegar eftir mörg ár verður ófært um Víkurskarð – og grínið um þessa fyrirspurn mína hér í blaðinu í gær var hreint ágætt. Samt er spurningin góð. Miklar efasemdir eru uppi um að Vaðlaheiðargöngin standi undir sér, og margir – fremst í flokki FÍB – halda að þegar til stykkisins kemur verði sótt í almannasjóði það sem út af stendur í þessu reikningsdæmi. Svo sem í ljósi fréttanna af fjárhagslegri niðurstöðu Héðinsfjarðarframkvæmda. Forsvarsmenn gangagerðarinnar vísa þessu á bug. Þetta sé einkaframkvæmd á viðskiptaforsendum. Engin einokun af því fólk getur alltaf farið hina leiðina – um Víkurskarð – en viðskiptavinirnir sjái til þess að göngin standi undir sér: Ef umferð samkvæmt áætlun dugir ekki – þá bara rukkum við bara einn áratug í viðbót. Grundvöllur þessarar röksemdafærslu er sá að um raunverulegt einkamál sé að ræða – að ökumenn hafi sífellt val um að borga göngin eða fara skarðið ókeypis (les: fyrir venjulegt skattfé) – nema þá þennan hálfa annan dag á vetri sem nú er að jafnaði ófært um Víkurskarð. Það er Vegagerðin sem sér um að halda opnum erfiðum vegum, og tekur hverju sinni ákvörðun um þær framkvæmdir, meðal annars um mokstur í Víkurskarði. Það er líka Vegagerðin sem fyrir hönd ríkisins er ráðandi hluthafi í Vaðlaheiðargöngum hf. Vegagerðin verður þess vegna fyrir hönd ríkisins í þeirri sérkennilegu stöðu í vondum veðrum að taka ákvörðun um að borga mokstur til að standa í samkeppni við sjálfa sig. Þess vegna er spurt.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar