Keflavíkurkonur Íslandsmeistarar Óskar Ófeigur Jónsson í Sláturhúsinu skrifar 8. apríl 2011 20:50 Keflavíkurkonur eru Íslandsmeistarar í kvennakörfunni í fjórtánda sinn eftir tíu stiga sigur á Njarðvík, 61-51, í Toyota-höllinni í kvöld í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Iceland Express deildar kvenna. Keflavík vann einvígið 3-0 og alls 6 af 7 leikjum sínum í úrslitakeppninni í ár. Keflavíkurkonur eru þar með fyrsta liðið í fjögur ár sem vinnur tvöfalt í kvennaboltanum, það er tekur báða stóru titlana, Íslandsmótið og bikarinn, en Haukar höfðu afrekað það síðast árið 2007. Þetta er annars í tíunda sinn sem Keflavíkurliðið vinnur tvöfalt á tímabili en Keflavíkurkonur eru að ná þeim árangri í fyrsta sinn síðan tímabilið 2003-2004. Í myndbandi með þessarri frétt má hjá Keflavíkurdömur taka á móti Íslandbikarnum í kvöld en það var fyrirliðinn Birna Valgarðsdóttir sem lyfti bikarnum. Keflavík komst í 17-2 í fyrsta leikhluta og var alltaf skrefinu á undan þrátt fyrir að Njarðvíkurliðið hafi nokkrum sinnum náð að minnka muninn niður í tvö stig. Pálína Gunnlaugsdóttir fór fyrir Keflavíkurliðinu í kvöld og var með 17 stig og 7 fráköst. Ingibjörg Jakobsdóttir skoraði 14 stig og Lisa Karcic var með 14 stig og 16 fráköst. Julia Demirer (14 stig og 14 fráköst), Dita Liepkalne (10 stig og 13 fráköst) og Shayla Fields (12 stig) fóru fyrir Njarðvíkurliðinu að venju en það vantaði tilfinnanlega meira framlag frá öðrum leikmönnum. Keflavíkuliðið byrjaði leikinn á mikilli skotsýningu og var komið í 11-2 eftir rúmar þrjár mínútur eftir að hafa sett niður þrjá þrista í röð. Ingibjörg Jakobsdóttir skoraði tvo þeirra. Keflavík skoraði á endanum 17 af fyrstu 19 stigum leiksins og Njarðvík skoraði ekki sína aðra körfu í leiknum fyrr en eftir rúmar sjö mínútur. Þá var orðinn á brattann að sækja fyrir Njarðvíkurkonur sem náðu þó að minnka muninn í ellefu stig fyrir lok leikhlutans, en staðan var þá 19-8 fyrir Keflavík. Njarðvík skoraði sex fyrstu stig annars leikshluta og kom muninum niður í fimm stig, 19-14. Pálína Gunnlaugsdóttir fór þá fyrir öðrum góðum kafla Keflavíkur og skoraði 8 af 11 stigum liðsins á þremur mínútum á meðan Keflavík komst í 30-18 forystu. Njarðvíkurliðið kom sér hinsvegar aftur inn í leikinn með því að skora ellefu stig gegn tveimur á næstu tveimur og hálfri mínútu og minnkaði muninn niður í þrjú sitg, 32-29. Bryndís Guðmundsdóttir skoraði síðustu tvö stig fyrri hálfleiks af vítalínunni og Keflavík var því 34-29 yfir í leikhléi. Pálína Gunnlaugsdóttir (10 stig) og Ingibjörg Jakbsdóttir (9 stig) voru saman með 19 stig í fyrri hálfleiknum en Shayla Fields skoraði mest fyrir Njarðvík eða 9 stig. Njarðvíkurliðið náði muninum niður í tvö stig í upphafi þriðja leikhluta, 34-32, en Keflavík svaraði strax með góðum spretti og komst í 40-32 og 45-37. Njarðvík náði aftur að minnka muninn í tvö stig, 45-43, þegar 72 sekúndur voru eftir af þriðja leikhlutanum en Keflavík skoraði fimm síðustu sig leikjlutans og var 50-43 yfir fyrir lokaleikhlutann. Keflavíkurliðið var skrefinu á undan í fjórða leikhlutanum og þriggja stiga karfa Lisu Karcic kom þeim níu stigum yfir, 56-47, þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. Pálína Gunnlaugsdóttir fór síðan langt með því að klára leikinn þegar hún skoraði körfu og setti niður víti að auki og kom Keflavík í 59-51 þegar 2 mínútur og 26 sekúndur voru eftir. Keflavík-Njarðvík 61-51 (19-8, 15-21, 16-14, 11-8)Keflavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 17/7 fráköst, Lisa Karcic 14/16 fráköst/4 varin skot, Ingibjörg Jakobsdóttir 14, Bryndís Guðmundsdóttir 7/5 fráköst/5 stoðsendingar, Marina Caran 7/4 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 2/9 fráköst.Njarðvík : Julia Demirer 14/14 fráköst, Shayla Fields 12/7 fráköst, Dita Liepkalne 10/13 fráköst/5 stoðsendingar, Ólöf Helga Pálsdóttir 8, Auður R. Jónsdóttir 4/4 fráköst, Eyrún Líf Sigurðardóttir 3. Dominos-deild kvenna Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Sjá meira
Keflavíkurkonur eru Íslandsmeistarar í kvennakörfunni í fjórtánda sinn eftir tíu stiga sigur á Njarðvík, 61-51, í Toyota-höllinni í kvöld í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Iceland Express deildar kvenna. Keflavík vann einvígið 3-0 og alls 6 af 7 leikjum sínum í úrslitakeppninni í ár. Keflavíkurkonur eru þar með fyrsta liðið í fjögur ár sem vinnur tvöfalt í kvennaboltanum, það er tekur báða stóru titlana, Íslandsmótið og bikarinn, en Haukar höfðu afrekað það síðast árið 2007. Þetta er annars í tíunda sinn sem Keflavíkurliðið vinnur tvöfalt á tímabili en Keflavíkurkonur eru að ná þeim árangri í fyrsta sinn síðan tímabilið 2003-2004. Í myndbandi með þessarri frétt má hjá Keflavíkurdömur taka á móti Íslandbikarnum í kvöld en það var fyrirliðinn Birna Valgarðsdóttir sem lyfti bikarnum. Keflavík komst í 17-2 í fyrsta leikhluta og var alltaf skrefinu á undan þrátt fyrir að Njarðvíkurliðið hafi nokkrum sinnum náð að minnka muninn niður í tvö stig. Pálína Gunnlaugsdóttir fór fyrir Keflavíkurliðinu í kvöld og var með 17 stig og 7 fráköst. Ingibjörg Jakobsdóttir skoraði 14 stig og Lisa Karcic var með 14 stig og 16 fráköst. Julia Demirer (14 stig og 14 fráköst), Dita Liepkalne (10 stig og 13 fráköst) og Shayla Fields (12 stig) fóru fyrir Njarðvíkurliðinu að venju en það vantaði tilfinnanlega meira framlag frá öðrum leikmönnum. Keflavíkuliðið byrjaði leikinn á mikilli skotsýningu og var komið í 11-2 eftir rúmar þrjár mínútur eftir að hafa sett niður þrjá þrista í röð. Ingibjörg Jakobsdóttir skoraði tvo þeirra. Keflavík skoraði á endanum 17 af fyrstu 19 stigum leiksins og Njarðvík skoraði ekki sína aðra körfu í leiknum fyrr en eftir rúmar sjö mínútur. Þá var orðinn á brattann að sækja fyrir Njarðvíkurkonur sem náðu þó að minnka muninn í ellefu stig fyrir lok leikhlutans, en staðan var þá 19-8 fyrir Keflavík. Njarðvík skoraði sex fyrstu stig annars leikshluta og kom muninum niður í fimm stig, 19-14. Pálína Gunnlaugsdóttir fór þá fyrir öðrum góðum kafla Keflavíkur og skoraði 8 af 11 stigum liðsins á þremur mínútum á meðan Keflavík komst í 30-18 forystu. Njarðvíkurliðið kom sér hinsvegar aftur inn í leikinn með því að skora ellefu stig gegn tveimur á næstu tveimur og hálfri mínútu og minnkaði muninn niður í þrjú sitg, 32-29. Bryndís Guðmundsdóttir skoraði síðustu tvö stig fyrri hálfleiks af vítalínunni og Keflavík var því 34-29 yfir í leikhléi. Pálína Gunnlaugsdóttir (10 stig) og Ingibjörg Jakbsdóttir (9 stig) voru saman með 19 stig í fyrri hálfleiknum en Shayla Fields skoraði mest fyrir Njarðvík eða 9 stig. Njarðvíkurliðið náði muninum niður í tvö stig í upphafi þriðja leikhluta, 34-32, en Keflavík svaraði strax með góðum spretti og komst í 40-32 og 45-37. Njarðvík náði aftur að minnka muninn í tvö stig, 45-43, þegar 72 sekúndur voru eftir af þriðja leikhlutanum en Keflavík skoraði fimm síðustu sig leikjlutans og var 50-43 yfir fyrir lokaleikhlutann. Keflavíkurliðið var skrefinu á undan í fjórða leikhlutanum og þriggja stiga karfa Lisu Karcic kom þeim níu stigum yfir, 56-47, þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. Pálína Gunnlaugsdóttir fór síðan langt með því að klára leikinn þegar hún skoraði körfu og setti niður víti að auki og kom Keflavík í 59-51 þegar 2 mínútur og 26 sekúndur voru eftir. Keflavík-Njarðvík 61-51 (19-8, 15-21, 16-14, 11-8)Keflavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 17/7 fráköst, Lisa Karcic 14/16 fráköst/4 varin skot, Ingibjörg Jakobsdóttir 14, Bryndís Guðmundsdóttir 7/5 fráköst/5 stoðsendingar, Marina Caran 7/4 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 2/9 fráköst.Njarðvík : Julia Demirer 14/14 fráköst, Shayla Fields 12/7 fráköst, Dita Liepkalne 10/13 fráköst/5 stoðsendingar, Ólöf Helga Pálsdóttir 8, Auður R. Jónsdóttir 4/4 fráköst, Eyrún Líf Sigurðardóttir 3.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Sjá meira