Masters: Rástímarnir fyrstu tvo keppnisdagana Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 6. apríl 2011 19:30 Phil Mickelson, sem hefur titil að verja á Mastersmótinu í golfi, verður í ráshóp með Geoff Ogilvy og áhugamanninum Peter Uihlein á fyrstu tveimur keppnisdögunum á fyrsta risamóti ársins. AP Phil Mickelson, sem hefur titil að verja á Mastersmótinu í golfi, verður í ráshóp með Geoff Ogilvy og áhugamanninum Peter Uihlein á fyrstu tveimur keppnisdögunum á fyrsta risamóti ársins. Uihlein sigraði á opna bandaríska áhugamannamótinu á síðasta ári og samkvæmt venju fær hann þann heiður að leika með sigurvegaranum á Mastersmótinu þegar hann hefur titilvörnina. Tiger Woods mun eflaust fá mikla athygli þrátt fyrir að hann hafi lítið getað í golfi undanfarna mánuði. Hann verður í ráshóp með Graeme McDowell og Robert Allenby fyrstu tvo keppnisdagana. Mótshaldarar reyna eftir bestu getu að setja saman áhugaverða ráshópa áður en á síðustu tveimur keppnisdögunum er kylfingum raðað í ráshópa eftir skori. Dustin Johnson, Adam Scott og Nick Watney verða saman í ráshóp en Johnson er einn „heitasti" kylfingur PGA-mótaraðarinnar. Norður-Írinn Rory McIlroy verður með Rickie Fowler og Jason Day, en McIlroy og Fowler voru báðir á meðal þeirra yngstu sem tóku þátt í Ryderkeppninni á Celtic Manor í Wales s.l. haust. Tveir efstu kylfingar heimslistans eru í þeirri óvenjulegu stöðu að fá að vera í „skugganum" í aðdraganda fyrsta risamóts ársins. Þjóðverjinn Martin Kaymer, sem er efstur á heimslistanum, verður með Englendingum Lee Westwood í ráshóp en hann er annar í röðinni á heimslistanum.Ráshóparnir fyrstu tvo keppnisdagana: Fyrri talan er rástíminn að íslenskum tíma á fyrsta keppnisdegi og þar á eftir kemur rástíminn á öðrum keppnisdegi. Þeir kylfingar sem eru með a-fyrir framan nafnið sitt eru áhugamenn. • 11:45 / 14:52 - Jonathan Byrd, Ross Fisher, Sean O'Hair • 11:56 / 15:03 - Sandy Lyle, Alex Cejka, a-David Chung • 12:07 / 15:14 - Jerry Kelly, Camilo Villegas, Jeff Overton • 12:18 / 15:25 - Ben Crenshaw, Brandt Snedeker, Kevin Na • 12:29 / 15:36 - Mark O'Meara, Anders Hansen, Heath Slocum • 12:40 / 15:47 - Dustin Johnson, Adam Scott, Nick Watney • 12:51 / 16:09 - Vijay Singh, Tim Clark, Aaron Baddeley • 13:02 /16:20 - Gregory Havret, Carl Pettersen, Ryan Palmer • 13:14 / 16:31 - Martin Laird, Mark Wilson, Bo Van Pelt • 13:24 / 16:42 - Rory McIlroy, Rickie Fowler, Jason Day • 13:35 / 16:53 - Mike Weir, Hiroyuki Fujita, Retief Goosen • 13:57 / 17:04 - Padraig Harrington, Ryo Ishikawa, Bill Haas • 14:08 / 17:15 Larry Mize, Rory Sabbatini, a-Jin Jeong • 14:19 / 17:26 - Martin Kaymer, Lee Westwood, Matt Kuchar • 14:30 / 17:37 - Hunter Mahan, Ernie Els, Francesco Molinari • 14:41 / 17:48 - Tiger Woods, Graeme McDowell, Robert Allenby • 14:52 / 17:59 - Arjun Atwal, Sergio Garcia, Robert Karlsson • 15:03 / 11:45 - Charl Schwartzel, Stuart Appleby, Charley Hoffman • 15:14 / 11:56 - Ian Woosnam, D.A. Points, Ben Crane • 15:25 / 12:07 - Craig Stadler, Kevin Streelman, a-Nathan Smith • 15:36 /12:18 - Peter Hanson, Kyung-Tae Kim, Ryan Moore • 15:47 / 12:29 - Angel Cabrera, Ian Poulter, David Toms • 16:09 / 12:40 - Trevor Immelman, Lucas Glover, a-Hideki Matsuyama • 16:20 / 12:51 - Zach Johnson, Y.E. Yang, Migual Angel Jimenez • 16:31 / 13:02. - Jose Maria Olazabal, Davis Love III, a-Lion Kim • 16:42 / 13:13 - Tom Watson, Ricky Barnes, Jason Bohn • 16:53 / 13:24 - Fred Couples, Luke Donald, Steve Stricker • 17:04 / 13:35 - Anthony Kim, Henrik Stenson, Steve Marino • 17:15 / 13:57 - Bubba Watson, Paul Casey, Edoardo Molinari • 17:26 / 14:08 - Stewart Cink, Jim Furyk, Yuta Ikeda • 17:37 / 14:19 - Justin Rose, K.J. Choi, Louis Oosthuizen • 17:48 / 14:30 - Phil Mickelson, Geoff Ogilvy, a-Peter Uihlein • 17:59 / 14:41 - Jhonattan Vegas, Gary Woodland, Alvaro Quiros Golf Tengdar fréttir Kylfusveinn á Masters í 50 ár Masters-mótið um helgina verður afar sérstakt fyrir Carl Jackson, kylfusvein Ben Crenshaw. Mótið um helgina verður það fimmtugasta í röðinni hjá þessum aldna heiðursmanni. 5. apríl 2011 22:45 Veðbankar hafa trú á Tiger fyrir Masters Þrátt fyrir að Tiger Woods hafi verið langt frá sínu besta að undanförnu á golfvellinum þá virðast veðbankar hafa óbilandi trú á því að hann blandi sér í baráttuna um sigurinn í fyrsta risamóti ársins í golfinu, Masters mótinu sem hefst næsta fimmtudag. 3. apríl 2011 17:30 Mickelson sjóðheitur fyrir titilvörnina á Masters Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson var sjóðheitur í gær á Houston Open mótinu sem fram fer á bandarísku PGA-mótaröðinni í Texas. Mickelson er efstur í mótinu ásamt landa sínum Scott Verplank eftir að hafa leikið á 63 höggum í gær eða níu höggum undir pari. Hann jafnaði þar með vallarmetið á Redstone vellinum í Houston. 3. apríl 2011 15:45 Kviknaði í einkaþotu Lee Westwood Breski kylfingurinn Lee Westwood komst heldur betur í hann krappann um helgina þegar einkaþota hans varð að nauðlenda er eldur kom upp í flugvélinni. 5. apríl 2011 15:15 Westwood púttar á teppinu heima fyrir Masters Enski kylfingurinn Lee Westwood æfir sig nú að kappi fyrir Masters mótið í golfi sem hefst næsta fimmtudag. Undirbúningur hans fyrir mótið felst meðal annars í því að pútta á teppi til fá tilfinningu fyrir þeim mikla hraða sem er á flötunum á Augusta National vellinum í Georgíu-fylki, Bandaríkjunum. 3. apríl 2011 22:15 Masters: Íslenskir kylfingar hafa enn tröllatrú á Tiger Woods Þrátt fyrir að Tiger Woods hafi ekki sýnt neina snilldartakta á atvinnumótum í golfi á undanförnum mánuðum eru enn margir sem hafa trölltrú á bandaríska kylfingnum fyrir Mastersmótið sem hefst á morgun á Augusta vellinum. Þorsteinn Hallgrímsson, golfsérfræðingur Stöðvar 2 sport, hitti nokkra íslenska kylfinga á dögunum í Hraunkoti í Hafnarfirði þar sem Mastersmótið var umræðuefnið og er greinilegt að Tiger Woods er enn ofarlega á blaði hjá flestum. 6. apríl 2011 08:15 Mickelson fagnaði sigri í Houston Phil Mickelson vann í dag sigur á Houston Open mótinu í golfi. Þetta var í fyrsta sinn sem hann vinnur mót síðan hann fagnaði sigri á Masters í fyrra en það hefst nú á fimmtudaginn. 3. apríl 2011 23:07 McDowell tekur Meistaradeildina fram yfir par þrjú mótið á Masters Norður-Írinn Graeme McDowell mun ekki taka þátt í par þrjú-mótinu á Masters, sem markar upphaf Masters-vikunnar, því hann getur ekki hugsað sér að missa af leik Chelsea og Man. Utd í Meistaradeildinni í kvöld. 6. apríl 2011 13:15 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Phil Mickelson, sem hefur titil að verja á Mastersmótinu í golfi, verður í ráshóp með Geoff Ogilvy og áhugamanninum Peter Uihlein á fyrstu tveimur keppnisdögunum á fyrsta risamóti ársins. Uihlein sigraði á opna bandaríska áhugamannamótinu á síðasta ári og samkvæmt venju fær hann þann heiður að leika með sigurvegaranum á Mastersmótinu þegar hann hefur titilvörnina. Tiger Woods mun eflaust fá mikla athygli þrátt fyrir að hann hafi lítið getað í golfi undanfarna mánuði. Hann verður í ráshóp með Graeme McDowell og Robert Allenby fyrstu tvo keppnisdagana. Mótshaldarar reyna eftir bestu getu að setja saman áhugaverða ráshópa áður en á síðustu tveimur keppnisdögunum er kylfingum raðað í ráshópa eftir skori. Dustin Johnson, Adam Scott og Nick Watney verða saman í ráshóp en Johnson er einn „heitasti" kylfingur PGA-mótaraðarinnar. Norður-Írinn Rory McIlroy verður með Rickie Fowler og Jason Day, en McIlroy og Fowler voru báðir á meðal þeirra yngstu sem tóku þátt í Ryderkeppninni á Celtic Manor í Wales s.l. haust. Tveir efstu kylfingar heimslistans eru í þeirri óvenjulegu stöðu að fá að vera í „skugganum" í aðdraganda fyrsta risamóts ársins. Þjóðverjinn Martin Kaymer, sem er efstur á heimslistanum, verður með Englendingum Lee Westwood í ráshóp en hann er annar í röðinni á heimslistanum.Ráshóparnir fyrstu tvo keppnisdagana: Fyrri talan er rástíminn að íslenskum tíma á fyrsta keppnisdegi og þar á eftir kemur rástíminn á öðrum keppnisdegi. Þeir kylfingar sem eru með a-fyrir framan nafnið sitt eru áhugamenn. • 11:45 / 14:52 - Jonathan Byrd, Ross Fisher, Sean O'Hair • 11:56 / 15:03 - Sandy Lyle, Alex Cejka, a-David Chung • 12:07 / 15:14 - Jerry Kelly, Camilo Villegas, Jeff Overton • 12:18 / 15:25 - Ben Crenshaw, Brandt Snedeker, Kevin Na • 12:29 / 15:36 - Mark O'Meara, Anders Hansen, Heath Slocum • 12:40 / 15:47 - Dustin Johnson, Adam Scott, Nick Watney • 12:51 / 16:09 - Vijay Singh, Tim Clark, Aaron Baddeley • 13:02 /16:20 - Gregory Havret, Carl Pettersen, Ryan Palmer • 13:14 / 16:31 - Martin Laird, Mark Wilson, Bo Van Pelt • 13:24 / 16:42 - Rory McIlroy, Rickie Fowler, Jason Day • 13:35 / 16:53 - Mike Weir, Hiroyuki Fujita, Retief Goosen • 13:57 / 17:04 - Padraig Harrington, Ryo Ishikawa, Bill Haas • 14:08 / 17:15 Larry Mize, Rory Sabbatini, a-Jin Jeong • 14:19 / 17:26 - Martin Kaymer, Lee Westwood, Matt Kuchar • 14:30 / 17:37 - Hunter Mahan, Ernie Els, Francesco Molinari • 14:41 / 17:48 - Tiger Woods, Graeme McDowell, Robert Allenby • 14:52 / 17:59 - Arjun Atwal, Sergio Garcia, Robert Karlsson • 15:03 / 11:45 - Charl Schwartzel, Stuart Appleby, Charley Hoffman • 15:14 / 11:56 - Ian Woosnam, D.A. Points, Ben Crane • 15:25 / 12:07 - Craig Stadler, Kevin Streelman, a-Nathan Smith • 15:36 /12:18 - Peter Hanson, Kyung-Tae Kim, Ryan Moore • 15:47 / 12:29 - Angel Cabrera, Ian Poulter, David Toms • 16:09 / 12:40 - Trevor Immelman, Lucas Glover, a-Hideki Matsuyama • 16:20 / 12:51 - Zach Johnson, Y.E. Yang, Migual Angel Jimenez • 16:31 / 13:02. - Jose Maria Olazabal, Davis Love III, a-Lion Kim • 16:42 / 13:13 - Tom Watson, Ricky Barnes, Jason Bohn • 16:53 / 13:24 - Fred Couples, Luke Donald, Steve Stricker • 17:04 / 13:35 - Anthony Kim, Henrik Stenson, Steve Marino • 17:15 / 13:57 - Bubba Watson, Paul Casey, Edoardo Molinari • 17:26 / 14:08 - Stewart Cink, Jim Furyk, Yuta Ikeda • 17:37 / 14:19 - Justin Rose, K.J. Choi, Louis Oosthuizen • 17:48 / 14:30 - Phil Mickelson, Geoff Ogilvy, a-Peter Uihlein • 17:59 / 14:41 - Jhonattan Vegas, Gary Woodland, Alvaro Quiros
Golf Tengdar fréttir Kylfusveinn á Masters í 50 ár Masters-mótið um helgina verður afar sérstakt fyrir Carl Jackson, kylfusvein Ben Crenshaw. Mótið um helgina verður það fimmtugasta í röðinni hjá þessum aldna heiðursmanni. 5. apríl 2011 22:45 Veðbankar hafa trú á Tiger fyrir Masters Þrátt fyrir að Tiger Woods hafi verið langt frá sínu besta að undanförnu á golfvellinum þá virðast veðbankar hafa óbilandi trú á því að hann blandi sér í baráttuna um sigurinn í fyrsta risamóti ársins í golfinu, Masters mótinu sem hefst næsta fimmtudag. 3. apríl 2011 17:30 Mickelson sjóðheitur fyrir titilvörnina á Masters Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson var sjóðheitur í gær á Houston Open mótinu sem fram fer á bandarísku PGA-mótaröðinni í Texas. Mickelson er efstur í mótinu ásamt landa sínum Scott Verplank eftir að hafa leikið á 63 höggum í gær eða níu höggum undir pari. Hann jafnaði þar með vallarmetið á Redstone vellinum í Houston. 3. apríl 2011 15:45 Kviknaði í einkaþotu Lee Westwood Breski kylfingurinn Lee Westwood komst heldur betur í hann krappann um helgina þegar einkaþota hans varð að nauðlenda er eldur kom upp í flugvélinni. 5. apríl 2011 15:15 Westwood púttar á teppinu heima fyrir Masters Enski kylfingurinn Lee Westwood æfir sig nú að kappi fyrir Masters mótið í golfi sem hefst næsta fimmtudag. Undirbúningur hans fyrir mótið felst meðal annars í því að pútta á teppi til fá tilfinningu fyrir þeim mikla hraða sem er á flötunum á Augusta National vellinum í Georgíu-fylki, Bandaríkjunum. 3. apríl 2011 22:15 Masters: Íslenskir kylfingar hafa enn tröllatrú á Tiger Woods Þrátt fyrir að Tiger Woods hafi ekki sýnt neina snilldartakta á atvinnumótum í golfi á undanförnum mánuðum eru enn margir sem hafa trölltrú á bandaríska kylfingnum fyrir Mastersmótið sem hefst á morgun á Augusta vellinum. Þorsteinn Hallgrímsson, golfsérfræðingur Stöðvar 2 sport, hitti nokkra íslenska kylfinga á dögunum í Hraunkoti í Hafnarfirði þar sem Mastersmótið var umræðuefnið og er greinilegt að Tiger Woods er enn ofarlega á blaði hjá flestum. 6. apríl 2011 08:15 Mickelson fagnaði sigri í Houston Phil Mickelson vann í dag sigur á Houston Open mótinu í golfi. Þetta var í fyrsta sinn sem hann vinnur mót síðan hann fagnaði sigri á Masters í fyrra en það hefst nú á fimmtudaginn. 3. apríl 2011 23:07 McDowell tekur Meistaradeildina fram yfir par þrjú mótið á Masters Norður-Írinn Graeme McDowell mun ekki taka þátt í par þrjú-mótinu á Masters, sem markar upphaf Masters-vikunnar, því hann getur ekki hugsað sér að missa af leik Chelsea og Man. Utd í Meistaradeildinni í kvöld. 6. apríl 2011 13:15 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Kylfusveinn á Masters í 50 ár Masters-mótið um helgina verður afar sérstakt fyrir Carl Jackson, kylfusvein Ben Crenshaw. Mótið um helgina verður það fimmtugasta í röðinni hjá þessum aldna heiðursmanni. 5. apríl 2011 22:45
Veðbankar hafa trú á Tiger fyrir Masters Þrátt fyrir að Tiger Woods hafi verið langt frá sínu besta að undanförnu á golfvellinum þá virðast veðbankar hafa óbilandi trú á því að hann blandi sér í baráttuna um sigurinn í fyrsta risamóti ársins í golfinu, Masters mótinu sem hefst næsta fimmtudag. 3. apríl 2011 17:30
Mickelson sjóðheitur fyrir titilvörnina á Masters Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson var sjóðheitur í gær á Houston Open mótinu sem fram fer á bandarísku PGA-mótaröðinni í Texas. Mickelson er efstur í mótinu ásamt landa sínum Scott Verplank eftir að hafa leikið á 63 höggum í gær eða níu höggum undir pari. Hann jafnaði þar með vallarmetið á Redstone vellinum í Houston. 3. apríl 2011 15:45
Kviknaði í einkaþotu Lee Westwood Breski kylfingurinn Lee Westwood komst heldur betur í hann krappann um helgina þegar einkaþota hans varð að nauðlenda er eldur kom upp í flugvélinni. 5. apríl 2011 15:15
Westwood púttar á teppinu heima fyrir Masters Enski kylfingurinn Lee Westwood æfir sig nú að kappi fyrir Masters mótið í golfi sem hefst næsta fimmtudag. Undirbúningur hans fyrir mótið felst meðal annars í því að pútta á teppi til fá tilfinningu fyrir þeim mikla hraða sem er á flötunum á Augusta National vellinum í Georgíu-fylki, Bandaríkjunum. 3. apríl 2011 22:15
Masters: Íslenskir kylfingar hafa enn tröllatrú á Tiger Woods Þrátt fyrir að Tiger Woods hafi ekki sýnt neina snilldartakta á atvinnumótum í golfi á undanförnum mánuðum eru enn margir sem hafa trölltrú á bandaríska kylfingnum fyrir Mastersmótið sem hefst á morgun á Augusta vellinum. Þorsteinn Hallgrímsson, golfsérfræðingur Stöðvar 2 sport, hitti nokkra íslenska kylfinga á dögunum í Hraunkoti í Hafnarfirði þar sem Mastersmótið var umræðuefnið og er greinilegt að Tiger Woods er enn ofarlega á blaði hjá flestum. 6. apríl 2011 08:15
Mickelson fagnaði sigri í Houston Phil Mickelson vann í dag sigur á Houston Open mótinu í golfi. Þetta var í fyrsta sinn sem hann vinnur mót síðan hann fagnaði sigri á Masters í fyrra en það hefst nú á fimmtudaginn. 3. apríl 2011 23:07
McDowell tekur Meistaradeildina fram yfir par þrjú mótið á Masters Norður-Írinn Graeme McDowell mun ekki taka þátt í par þrjú-mótinu á Masters, sem markar upphaf Masters-vikunnar, því hann getur ekki hugsað sér að missa af leik Chelsea og Man. Utd í Meistaradeildinni í kvöld. 6. apríl 2011 13:15