Þormóður Jónsson úr Júdófélagi Reykjavíkur varð í dag tvöfaldur Íslandsmeistari í júdó en Íslandsmótið fór fram í Laugardalshöll í dag.
Þormóður vann í 100+ kg flokki í morgun og endurtók svo leikinn í opnum flokki nú síðdegis. Anna Soffía vann sömuleiðis í opnum flokki kvenna sem og í -78 kg flokki.
Þormóður bar sigurorð af Ingþóri Erni Valdimarssyni, KA, í úrslitaglímunni og vann hann á ippon eftir eina mínútu og þrettán sekúndur.
Hann hafði þó nokkra yfirburði í opna flokknum og vann alla andstæðinga sína á ippon.
Sigurvegarar dagsins:
Opinn flokkur kvenna: Anna Soffía Víkingsdóttir, Ármanni
Opinn flokkur karla: Þormóður Jónsson, JR
Þyngdarflokkar kvenna:
-57: Ásta Lovísa Arnórsdóttir, JR
-63: Helga Hansdóttir, KA
-78: Anna Soffía Víkingsdóttir, Ármanni
Þyngdarflokkar karla:
-60: Axel Kristinsson, Ármanni
-66: Vilhelm Halldór Svansson, Ármanni
-73: Ingi Þór Kristjánsson, JR
-81: Sveinbjörn Iura, Ármanni
-90: Þorvaldur Blöndal, Ármanni
-100: Jón B. Björgvinsson, Ármanni
+100: Þormóður Jónsson, JR
Þormóður og Anna Soffía unnu tvöfalt
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Sniðganga var rædd innan HSÍ
Handbolti




Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju
Enski boltinn




Afturelding mætir Val í undanúrslitum
Handbolti
