Íslenskt fyrirtæki gerir konunglegt brúðkaupsforrit 18. apríl 2011 13:41 Smáforritið The Royal Wedding; Your Personal Guide hefur litið dagsins ljós í netverslun Apple en forritið er gefið út af íslenska sprotafyrirtækinu Locatify. Með forritinu er hægt að fræðast um allt sem viðkemur fyrirhuguðu brúðkaupi Vilhjálms Bretaprins og Kate Middleton. Um er að ræða samstarfsverkefni nokkurra sérhæfðra fyrirtækja sem leggja fram reynsluríka sérfræðinga, hverja á sínu sviði, að því er fram kemur í tilkynningu. „Með innblæstri og sameinuðum sköpunarkrafti varð til smáforrit um fyrirhugað brúðkaup Kate Middleton and Prince William sem veitir einstaka og gagnvirka upplifun í formi margmiðlunar." Forritið byggir á gagnvirku viðmóti og kortum, áhugaverðum frásögnum, GPS staðsetningu, tónlist og ljósmyndum sem fléttast saman og skapa heildstæða mynd af þessari hátíðlegu viðhöfn sem talið er að um 28 milljónir manna fylgist með. „Leifur Björn Björnsson framkvæmdastjóri Locatify hafði umsjón með þróun brúðkaupsforritsins en verkið var unnið í samstarfi við íslenska fyrirtækið Fansy Pants Global. Hugmyndin að forritinu kom frá félaga Locatify í Bretlandi, Nicholas Craig eiganda StrollOn, efnisvinna var í höndum leikkonunnar Flora Montgomery en grafísk hönnun var unnin af Matthew Proud," segir í tilkynningu. „Í forritinu er einstakt, gagnvirkt viðmót þar sem leikmaður er áfram um slóðir brúðhjónanna. Frumlegt kortahjól sýnir framvindu dagskrár konunglega parsins, stund fyrir stund, á meðan á viðhöfninni stendur. Á sama tíma sést staðsetning notanda á kortinu, sé hann staddur í London, samtímis getur hann séð för brúðhjónanna á kortinu. Bent á hvar bestu útsýnisstaðirnir eru ásamt öðrum nauðsynlegum upplýsingar sem auðvelda skipulagningu þáttakenda í hátíðardagskránni," segir einnig en með „frásögnum, texta og ljósmyndum, sem kynda undir ímyndunaraflið, er allt það sem leikmenn hafa áhuga á að vita um konunglega brúðkaupið kynnt til sögunnar; dagskrá, gestalisti, smáatriði, forsaga og ýmislegt fleira sem aðdáendur konungsfjölskyldunnar þyrstir í að vita." Meðal annars er hægt að fræðast um menntun Kate og tískusmekk, „lesa um hennar uppáhaldshönnuði, hárgreiðsu og förðun. Í forritinu er að finna frásagnir af hvernig parið kynntist og varð ástfangið, saga sambands þess er rakin. Sagðar eru sögur af fjölskyldum parsins og vinum jafnt og öðru lykilfólki eins og brúðarmeyjum, hringberum og erkibiskupnum af Canterbury." Þá er fjölskrúðug saga Westminster Abbey þar sem brúðkaupið fer fram rakin og hægt er að hlusta á þá tónlist sem leikin verður í athöfninni og á meðan hestvagninn flytur brúðhjóninn til Buckingham hallarinnar. „Hér er að finna margvísleg smáatriði eins og leyndarmálið um brúðarvönd Kate, sögu giftingarhringsins og ýmislegt fleira sem gefur rétta stemningu og veitir heildstæða mynd af þessari hátíðlegu stund. Þetta er persónuleg leiðsögn um allt sem tengist konunglega brúðkaupinu og er í senn fræðandi, vönduð, gangvirk og skemmtileg." Forritið er til sölu í netverslun Apple og kostar 1.99 dali.Hægt er að skoða myndir frá forritinu hér. William & Kate Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sjá meira
Smáforritið The Royal Wedding; Your Personal Guide hefur litið dagsins ljós í netverslun Apple en forritið er gefið út af íslenska sprotafyrirtækinu Locatify. Með forritinu er hægt að fræðast um allt sem viðkemur fyrirhuguðu brúðkaupi Vilhjálms Bretaprins og Kate Middleton. Um er að ræða samstarfsverkefni nokkurra sérhæfðra fyrirtækja sem leggja fram reynsluríka sérfræðinga, hverja á sínu sviði, að því er fram kemur í tilkynningu. „Með innblæstri og sameinuðum sköpunarkrafti varð til smáforrit um fyrirhugað brúðkaup Kate Middleton and Prince William sem veitir einstaka og gagnvirka upplifun í formi margmiðlunar." Forritið byggir á gagnvirku viðmóti og kortum, áhugaverðum frásögnum, GPS staðsetningu, tónlist og ljósmyndum sem fléttast saman og skapa heildstæða mynd af þessari hátíðlegu viðhöfn sem talið er að um 28 milljónir manna fylgist með. „Leifur Björn Björnsson framkvæmdastjóri Locatify hafði umsjón með þróun brúðkaupsforritsins en verkið var unnið í samstarfi við íslenska fyrirtækið Fansy Pants Global. Hugmyndin að forritinu kom frá félaga Locatify í Bretlandi, Nicholas Craig eiganda StrollOn, efnisvinna var í höndum leikkonunnar Flora Montgomery en grafísk hönnun var unnin af Matthew Proud," segir í tilkynningu. „Í forritinu er einstakt, gagnvirkt viðmót þar sem leikmaður er áfram um slóðir brúðhjónanna. Frumlegt kortahjól sýnir framvindu dagskrár konunglega parsins, stund fyrir stund, á meðan á viðhöfninni stendur. Á sama tíma sést staðsetning notanda á kortinu, sé hann staddur í London, samtímis getur hann séð för brúðhjónanna á kortinu. Bent á hvar bestu útsýnisstaðirnir eru ásamt öðrum nauðsynlegum upplýsingar sem auðvelda skipulagningu þáttakenda í hátíðardagskránni," segir einnig en með „frásögnum, texta og ljósmyndum, sem kynda undir ímyndunaraflið, er allt það sem leikmenn hafa áhuga á að vita um konunglega brúðkaupið kynnt til sögunnar; dagskrá, gestalisti, smáatriði, forsaga og ýmislegt fleira sem aðdáendur konungsfjölskyldunnar þyrstir í að vita." Meðal annars er hægt að fræðast um menntun Kate og tískusmekk, „lesa um hennar uppáhaldshönnuði, hárgreiðsu og förðun. Í forritinu er að finna frásagnir af hvernig parið kynntist og varð ástfangið, saga sambands þess er rakin. Sagðar eru sögur af fjölskyldum parsins og vinum jafnt og öðru lykilfólki eins og brúðarmeyjum, hringberum og erkibiskupnum af Canterbury." Þá er fjölskrúðug saga Westminster Abbey þar sem brúðkaupið fer fram rakin og hægt er að hlusta á þá tónlist sem leikin verður í athöfninni og á meðan hestvagninn flytur brúðhjóninn til Buckingham hallarinnar. „Hér er að finna margvísleg smáatriði eins og leyndarmálið um brúðarvönd Kate, sögu giftingarhringsins og ýmislegt fleira sem gefur rétta stemningu og veitir heildstæða mynd af þessari hátíðlegu stund. Þetta er persónuleg leiðsögn um allt sem tengist konunglega brúðkaupinu og er í senn fræðandi, vönduð, gangvirk og skemmtileg." Forritið er til sölu í netverslun Apple og kostar 1.99 dali.Hægt er að skoða myndir frá forritinu hér.
William & Kate Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sjá meira