Vantraust á pólitíkina Ólafur Stephensen skrifar 14. apríl 2011 10:21 Atkvæðagreiðslan um tillögu Sjálfstæðisflokksins um vantraust á ríkisstjórnina veikti hana en felldi hana ekki. Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, varð sá þriðji úr þingflokknum til að ganga úr skaftinu. Meirihluti ríkisstjórnarinnar á þingi er nú orðinn eins naumur og hann getur orðið. Það er þó jafnljóst og áður að stór mál sundra stjórnarliðinu og þótt ágreiningurinn hafi ekki orðið til þess að fella stjórnina er hún í vandræðum með að taka ákvarðanir í ýmsum málum. Átökin um auðlindir, orkustefnu, stóriðjuframkvæmdir og Evrópumál voru undirliggjandi í málflutningi ýmissa stjórnarliða. Þótt ríkisstjórnin hafi staðið af sér þessa atlögu er ekki líklegra en áður að hún geti komið saman atvinnustefnu sem eykur fjárfestingu og fjölgar störfum í landinu eins og þarf. En þótt ríkisstjórnin sé sjálfri sér sundurþykk og búin að glata stuðningi meirihluta kjósenda samkvæmt skoðanakönnunum sýndi umræðan og atkvæðagreiðslan í gærkvöldi ekki síður fram á sundrungu stjórnarandstöðunnar. Það er ekki beysin stjórnarandstaða sem ekki getur öll staðið að því að samþykkja vantraust á ríkisstjórn. Af ræðum þingmanna var augljóst að núverandi minnihlutaflokkar bjóða ekki upp á sannfærandi kost í stað núverandi stjórnarsamstarfs, jafnvel þótt þeir næðu meirihluta í kosningum. Litla framtíðarsýn var að finna í ræðum stjórnarandstæðinga og sízt af öllu sameiginlega sýn. Hnúturnar gengu á milli andstöðuflokkanna, ekki síður en á milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Ekki var heldur neitt hugsanlegt stjórnarsamstarf milli flokka úr núverandi stjórn og núverandi stjórnarandstöðu í kortunum. Hvernig ættu til dæmis Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn að ná saman um orku- eða stóriðjustefnu? Og hvað um Evrópumálin? Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gerði harða atlögu að Samfylkingunni vegna afstöðu hennar í Evrópumálum og sagði augljóst að ESB-aðild væri "í andstöðu við meginþorra þjóðarinnar og aðildarferlið einungis til þess fallið að auka enn frekar á sundrungu og erfiðleika hennar". Með þessu er Bjarni reyndar kominn í mótsögn bæði við þann meirihluta kjósenda sem segist ítrekað í könnunum vilja halda aðildarviðræðum við ESB áfram og við sjálfan sig áður en hann varð formaður flokks síns, en þá sagði hann í grein hér í blaðinu að þjóðin ætti í kjölfar aðildarviðræðna að taka ákvörðun um aðild að ESB. Jafnvel þótt það yrði niðurstaða Sjálfstæðisflokksins að hag þjóðarinnar væri betur borgið utan ESB væri það "mjög í samræmi við ríka lýðræðishefð í Sjálfstæðisflokknum að láta málið ganga til þjóðarinnar í kjölfar viðræðna". Ein ástæða þess að málflutningur sjálfstæðismanna um kosningar er ekki sannfærandi er sá vafi sem leikur á að flokkurinn geti gengið í heilu lagi til þeirra kosninga vegna deilna um Evrópumálin. Niðurstaðan af umræðunum í gærkvöldi er því miður að öllum líkindum áframhaldandi vantraust kjósenda á pólitíkinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór
Atkvæðagreiðslan um tillögu Sjálfstæðisflokksins um vantraust á ríkisstjórnina veikti hana en felldi hana ekki. Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, varð sá þriðji úr þingflokknum til að ganga úr skaftinu. Meirihluti ríkisstjórnarinnar á þingi er nú orðinn eins naumur og hann getur orðið. Það er þó jafnljóst og áður að stór mál sundra stjórnarliðinu og þótt ágreiningurinn hafi ekki orðið til þess að fella stjórnina er hún í vandræðum með að taka ákvarðanir í ýmsum málum. Átökin um auðlindir, orkustefnu, stóriðjuframkvæmdir og Evrópumál voru undirliggjandi í málflutningi ýmissa stjórnarliða. Þótt ríkisstjórnin hafi staðið af sér þessa atlögu er ekki líklegra en áður að hún geti komið saman atvinnustefnu sem eykur fjárfestingu og fjölgar störfum í landinu eins og þarf. En þótt ríkisstjórnin sé sjálfri sér sundurþykk og búin að glata stuðningi meirihluta kjósenda samkvæmt skoðanakönnunum sýndi umræðan og atkvæðagreiðslan í gærkvöldi ekki síður fram á sundrungu stjórnarandstöðunnar. Það er ekki beysin stjórnarandstaða sem ekki getur öll staðið að því að samþykkja vantraust á ríkisstjórn. Af ræðum þingmanna var augljóst að núverandi minnihlutaflokkar bjóða ekki upp á sannfærandi kost í stað núverandi stjórnarsamstarfs, jafnvel þótt þeir næðu meirihluta í kosningum. Litla framtíðarsýn var að finna í ræðum stjórnarandstæðinga og sízt af öllu sameiginlega sýn. Hnúturnar gengu á milli andstöðuflokkanna, ekki síður en á milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Ekki var heldur neitt hugsanlegt stjórnarsamstarf milli flokka úr núverandi stjórn og núverandi stjórnarandstöðu í kortunum. Hvernig ættu til dæmis Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn að ná saman um orku- eða stóriðjustefnu? Og hvað um Evrópumálin? Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gerði harða atlögu að Samfylkingunni vegna afstöðu hennar í Evrópumálum og sagði augljóst að ESB-aðild væri "í andstöðu við meginþorra þjóðarinnar og aðildarferlið einungis til þess fallið að auka enn frekar á sundrungu og erfiðleika hennar". Með þessu er Bjarni reyndar kominn í mótsögn bæði við þann meirihluta kjósenda sem segist ítrekað í könnunum vilja halda aðildarviðræðum við ESB áfram og við sjálfan sig áður en hann varð formaður flokks síns, en þá sagði hann í grein hér í blaðinu að þjóðin ætti í kjölfar aðildarviðræðna að taka ákvörðun um aðild að ESB. Jafnvel þótt það yrði niðurstaða Sjálfstæðisflokksins að hag þjóðarinnar væri betur borgið utan ESB væri það "mjög í samræmi við ríka lýðræðishefð í Sjálfstæðisflokknum að láta málið ganga til þjóðarinnar í kjölfar viðræðna". Ein ástæða þess að málflutningur sjálfstæðismanna um kosningar er ekki sannfærandi er sá vafi sem leikur á að flokkurinn geti gengið í heilu lagi til þeirra kosninga vegna deilna um Evrópumálin. Niðurstaðan af umræðunum í gærkvöldi er því miður að öllum líkindum áframhaldandi vantraust kjósenda á pólitíkinni.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun