Ragna Ingólfsdóttir varð Íslandsmeistari í einliðaleik í badminton í áttunda sinn í dag. Ragna vann þá öruggan sigur á Tinnu Helgadóttur í úrslitaleik.
Ragna hafði mikla yfirburði í úrslitaleiknum sem hún vann í tveim lotum - 21-16 og 21-13.
Íslandsmeistarinn lenti aldrei í neinum vandræðum á mótinu líkt og áður og er hún sem fyrr í algjörum sérflokki hér á landi.
Ragna Íslandsmeistari í áttunda sinn
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið
Fleiri fréttir
