Sætir furðu að forseti Landsdóms láti töfina viðgangast Helga Arnardóttir skrifar 11. maí 2011 12:11 Geir Haarde segir furðu sæta að saksóknari hafi tekið sér sjö mánuði í að skrifa upp nánast orðrétta þingsályktunartillögu Alþingis. Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra segir það sæta furðu að Saksóknari Alþingis hafi tekið sér sjö mánuði til að skrifa upp nánast orðrétta þingsályktunartillögu Alþingis á nýjan leik og telur með ólíkindum að forseti Landsdóms láti viðgangast svona langa töf á málsmeðferðinni. Saksóknari Alþingis gaf í gær út ákæru á hendur Geir H. Haarde fyrir meint brot á lögum um ráðherraábyrgð. Í henni er Geir meðal annars gefið að sök að hafa sýnt af sér alvarlega vanrækslu í aðdraganda hrunsins á tímum þegar stórfelld hætta vofði yfir íslenskum fjármálastofnunum og ríkissjóði. Geir Haarde baðst undan viðtali við fréttastofu vegna málsins en sagði þó að sér fyndist furðu sæta að það hafi tekið saksóknara Alþingis sjö mánuði að skrifa upp nánast orðrétta þingsályktunartillögu frá því í september í fyrra. Ákæran sé ein og hálf blaðsíða að lengd og sakarefnin ekki rökstudd með neinum hætti. Hann telur með ólíkindum að forseti Landsdóms skuli hafa látið það viðgangast að málsmeðferðin hafi tafist um sjö mánuði. Geir telur að ákæruskjalið hefði átti að gefa út um miðjan október, strax eftir ákæru Alþingis og með því móti hefði verið hægt að ljúka málinu á skömmum tíma og sparað málsaðilum tíma, fyrirhöfn og kostnað. Þess í stað blasir við að málsmeðferðin dragist fram til ársins 2012. Andri Árnason verjandi Geirs segir við Fréttablaðið í dag að hann hafi búist við rökstuddum málatilbúnaði eftir 7 mánaða rannsókn hjá saksóknara Alþingis, eins og lög geri ráð fyrir þegar um flókin ákæruatriði sé að ræða. Ákæruatriðin séu vægast sagt loðin, teygjanleg og óljós. Ekki sé hægt að ákæra mann fyrir óljós sakarefni. Í lögum er gert ráð fyrir að saksóknari sé bundinn við ákæru Alþingis og þær upplýsingar fengust frá saksóknaraembættinu að ekki tíðkaðist að rökstyðja sakarefni í ákærum. Rökstuðningur sakarefna fari fram í málflutningi fyrir dómstólum. Verjandi Geirs á von á því að fá tæplega fjögur þúsund blaðsíður af fylgiskjölum í hendur fljótlega. Saksóknari hefur lagt fram vitnalista. Á honum eru 43 nöfn, meðal annars fyrrverandi ráðherrar, ráðuneytisstjórar, seðlabankastjórar og bankastjórar allra föllnu bankanna þriggja. Landsdómur Tengdar fréttir Saksóknari hefur ákært Geir Saksóknari Alþingis hefur gefið út ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, vegna meintra brota hans á tímabilinu febrúar 2008 og fram í októberbyrjun sama ár. Í ákærunni er Geir sakaður um að hafa framið brotin af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi. Ákæran er í tveimur liðum og skiptist fyrri liðurinn í fimm undirliði. 10. maí 2011 16:07 Gagnrýnir ákæruna á Geir Andri Árnason verjandi Geirs Haarde fyrrverandi forsætisráðherra er gagnrýninn á ákæruna gegn Geir sem gefin var út í gær fyrir brot á lögum um ráðherraábyrgð. Í samtali við Fréttablaðið segir hann að ákæran sé nánast orðrétt upp úr þingsályktunartillögunni um ákæruna á hendur Geir og engum rökstuðningi sé bætt við, eins og lög geri þó ráð fyrir þegar um flókin ákæruatriði sé að ræða. 11. maí 2011 08:00 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra segir það sæta furðu að Saksóknari Alþingis hafi tekið sér sjö mánuði til að skrifa upp nánast orðrétta þingsályktunartillögu Alþingis á nýjan leik og telur með ólíkindum að forseti Landsdóms láti viðgangast svona langa töf á málsmeðferðinni. Saksóknari Alþingis gaf í gær út ákæru á hendur Geir H. Haarde fyrir meint brot á lögum um ráðherraábyrgð. Í henni er Geir meðal annars gefið að sök að hafa sýnt af sér alvarlega vanrækslu í aðdraganda hrunsins á tímum þegar stórfelld hætta vofði yfir íslenskum fjármálastofnunum og ríkissjóði. Geir Haarde baðst undan viðtali við fréttastofu vegna málsins en sagði þó að sér fyndist furðu sæta að það hafi tekið saksóknara Alþingis sjö mánuði að skrifa upp nánast orðrétta þingsályktunartillögu frá því í september í fyrra. Ákæran sé ein og hálf blaðsíða að lengd og sakarefnin ekki rökstudd með neinum hætti. Hann telur með ólíkindum að forseti Landsdóms skuli hafa látið það viðgangast að málsmeðferðin hafi tafist um sjö mánuði. Geir telur að ákæruskjalið hefði átti að gefa út um miðjan október, strax eftir ákæru Alþingis og með því móti hefði verið hægt að ljúka málinu á skömmum tíma og sparað málsaðilum tíma, fyrirhöfn og kostnað. Þess í stað blasir við að málsmeðferðin dragist fram til ársins 2012. Andri Árnason verjandi Geirs segir við Fréttablaðið í dag að hann hafi búist við rökstuddum málatilbúnaði eftir 7 mánaða rannsókn hjá saksóknara Alþingis, eins og lög geri ráð fyrir þegar um flókin ákæruatriði sé að ræða. Ákæruatriðin séu vægast sagt loðin, teygjanleg og óljós. Ekki sé hægt að ákæra mann fyrir óljós sakarefni. Í lögum er gert ráð fyrir að saksóknari sé bundinn við ákæru Alþingis og þær upplýsingar fengust frá saksóknaraembættinu að ekki tíðkaðist að rökstyðja sakarefni í ákærum. Rökstuðningur sakarefna fari fram í málflutningi fyrir dómstólum. Verjandi Geirs á von á því að fá tæplega fjögur þúsund blaðsíður af fylgiskjölum í hendur fljótlega. Saksóknari hefur lagt fram vitnalista. Á honum eru 43 nöfn, meðal annars fyrrverandi ráðherrar, ráðuneytisstjórar, seðlabankastjórar og bankastjórar allra föllnu bankanna þriggja.
Landsdómur Tengdar fréttir Saksóknari hefur ákært Geir Saksóknari Alþingis hefur gefið út ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, vegna meintra brota hans á tímabilinu febrúar 2008 og fram í októberbyrjun sama ár. Í ákærunni er Geir sakaður um að hafa framið brotin af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi. Ákæran er í tveimur liðum og skiptist fyrri liðurinn í fimm undirliði. 10. maí 2011 16:07 Gagnrýnir ákæruna á Geir Andri Árnason verjandi Geirs Haarde fyrrverandi forsætisráðherra er gagnrýninn á ákæruna gegn Geir sem gefin var út í gær fyrir brot á lögum um ráðherraábyrgð. Í samtali við Fréttablaðið segir hann að ákæran sé nánast orðrétt upp úr þingsályktunartillögunni um ákæruna á hendur Geir og engum rökstuðningi sé bætt við, eins og lög geri þó ráð fyrir þegar um flókin ákæruatriði sé að ræða. 11. maí 2011 08:00 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Saksóknari hefur ákært Geir Saksóknari Alþingis hefur gefið út ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, vegna meintra brota hans á tímabilinu febrúar 2008 og fram í októberbyrjun sama ár. Í ákærunni er Geir sakaður um að hafa framið brotin af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi. Ákæran er í tveimur liðum og skiptist fyrri liðurinn í fimm undirliði. 10. maí 2011 16:07
Gagnrýnir ákæruna á Geir Andri Árnason verjandi Geirs Haarde fyrrverandi forsætisráðherra er gagnrýninn á ákæruna gegn Geir sem gefin var út í gær fyrir brot á lögum um ráðherraábyrgð. Í samtali við Fréttablaðið segir hann að ákæran sé nánast orðrétt upp úr þingsályktunartillögunni um ákæruna á hendur Geir og engum rökstuðningi sé bætt við, eins og lög geri þó ráð fyrir þegar um flókin ákæruatriði sé að ræða. 11. maí 2011 08:00