NBA: Miami komið í 3-1 eftir sigur á Chicago í framlengingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2011 09:00 LeBron James og Dwyane Wade. Mynd/AP Miami Heat er einum sigri frá því að komast í lokaúrslitin í NBA-deildinni í körfubolta eftir 101-93 heimasigur á Chicago Bulls í framlengdum fjórða leik liðanna í nótt. Miami-liðið er þar með búið að vinna þrjá leiki í röð í einvíginu eftir skellinn í fyrsta leik. Næsti leikur er í Chicago. Derrick Rose fékk tækifæri til að tryggja Chicago sigurinn í lok fjórða leikhlutans í stöðunni 85-85 en hitti þá ekki körfuna. LeBron James hafði fengið dæmdan á sig ruðning þegar aðeins átta sekúndur voru eftir. Miami slapp því með skrekkinn, vann framlenginguna 16-8 og hefur því unnið alla átta heimaleiki sína í úrslitakeppninni. „Hann klikkaði," sagði Tom Thibodeau, þjálfari Chicago Bulls og bætti við: „En hlustið á mig. Ég vildi ekki hafa neinn annan leikmann en Derrick Rose. Ég stend við bakið á honum alla leið. Hann er frábær leikmaður, mikill keppnismaður og ég hef fulla trú á honum," sagði Thibodeau. LeBron James var öflugur með 35 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar og Chris Bosh hélt áfram að leika vel í einvíginu og bætti við 22 stigum. Það kom ekki að sök að Dwyane Wade skoraði bara 14 stig en var aðeins með átta stig frá öðrum leikhluta fram í framlengingu. „Okkur vantar bara einn leik í viðbót en við getum ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut," sagði LeBron James eftir leikinn.Derrick Rose.Mynd/APDerrick Rose skoraði 23 stig en hann hitti aðeins 8 af 27 skotum sínum og tapaði 7 boltum. Luol Deng og Carlos Boozer skoruðu báðir 20 stig fyrir Chicago sem tapað þriðja leiknum í röð í fyrsta sinn á öllu tímabilinu. „Þetta var án nokkurs vafa mér að kenna í kvöld. Ég þarf að læra af þessum leik en þetta er ekki búið," sagði Derrick Rose. „Við verðum bara að vera áfram jákvæðir því það er alveg hægt að vinna þá," sagði Rose. James og félagar hafa fundið lausnina á móti Rose. „Við verðum bara að halda honum út úr teignum. Það eina sem við getum gert er að láta hann hafa fyrir hverju skoti," sagði James sem spilaði vörnina á Rose í lokaskotinu í fjórða. „Ég elska það meira að spila vörn en að spila sókn. Ég set allt mitt stolt í vörnina," sagði James. Chicago fékk tækifærin til að vinna þennan leik í nótt. Þeir komust 11 stigum yfir í byrjun og Miami-liðið var aðeins með forystuna í 4 og hálfa mínútu í þriðja og fjórða leikhlutanum.Mynd/APÞað var samt vítanýtingin (hittu úr 24 síðustu vítum sínum) og vörnin sem lagði grunninn að sigri Miami. „Vörnin okkar er ástæðan fyrir því að við erum í þessari stöðu. Við vinnum alla leiki á vörninni og það verður henni að þakka að við eigum möguleika á að vinna leik fimm," sagði Chris Bosh. „Við lendum oft í slæmum köflum í sókninni en við gefum okkur tækifæri til að vinna leikina með því að spila góða vörn," sagði James. Mike Miller, Udonis Haslem og Mario Chalmers áttu allir góða innkomu af bekknum einkum Miller sem skoraði 12 stig og tók 9 fráköst en Miami-liðið vann þær 26 mínútur sem hann spilaði með 36 stigum. Haslem skoraði ekki en tók 9 fráköst og Chalmers var með 9 stig og 4 stolna bolta. NBA Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Sjá meira
Miami Heat er einum sigri frá því að komast í lokaúrslitin í NBA-deildinni í körfubolta eftir 101-93 heimasigur á Chicago Bulls í framlengdum fjórða leik liðanna í nótt. Miami-liðið er þar með búið að vinna þrjá leiki í röð í einvíginu eftir skellinn í fyrsta leik. Næsti leikur er í Chicago. Derrick Rose fékk tækifæri til að tryggja Chicago sigurinn í lok fjórða leikhlutans í stöðunni 85-85 en hitti þá ekki körfuna. LeBron James hafði fengið dæmdan á sig ruðning þegar aðeins átta sekúndur voru eftir. Miami slapp því með skrekkinn, vann framlenginguna 16-8 og hefur því unnið alla átta heimaleiki sína í úrslitakeppninni. „Hann klikkaði," sagði Tom Thibodeau, þjálfari Chicago Bulls og bætti við: „En hlustið á mig. Ég vildi ekki hafa neinn annan leikmann en Derrick Rose. Ég stend við bakið á honum alla leið. Hann er frábær leikmaður, mikill keppnismaður og ég hef fulla trú á honum," sagði Thibodeau. LeBron James var öflugur með 35 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar og Chris Bosh hélt áfram að leika vel í einvíginu og bætti við 22 stigum. Það kom ekki að sök að Dwyane Wade skoraði bara 14 stig en var aðeins með átta stig frá öðrum leikhluta fram í framlengingu. „Okkur vantar bara einn leik í viðbót en við getum ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut," sagði LeBron James eftir leikinn.Derrick Rose.Mynd/APDerrick Rose skoraði 23 stig en hann hitti aðeins 8 af 27 skotum sínum og tapaði 7 boltum. Luol Deng og Carlos Boozer skoruðu báðir 20 stig fyrir Chicago sem tapað þriðja leiknum í röð í fyrsta sinn á öllu tímabilinu. „Þetta var án nokkurs vafa mér að kenna í kvöld. Ég þarf að læra af þessum leik en þetta er ekki búið," sagði Derrick Rose. „Við verðum bara að vera áfram jákvæðir því það er alveg hægt að vinna þá," sagði Rose. James og félagar hafa fundið lausnina á móti Rose. „Við verðum bara að halda honum út úr teignum. Það eina sem við getum gert er að láta hann hafa fyrir hverju skoti," sagði James sem spilaði vörnina á Rose í lokaskotinu í fjórða. „Ég elska það meira að spila vörn en að spila sókn. Ég set allt mitt stolt í vörnina," sagði James. Chicago fékk tækifærin til að vinna þennan leik í nótt. Þeir komust 11 stigum yfir í byrjun og Miami-liðið var aðeins með forystuna í 4 og hálfa mínútu í þriðja og fjórða leikhlutanum.Mynd/APÞað var samt vítanýtingin (hittu úr 24 síðustu vítum sínum) og vörnin sem lagði grunninn að sigri Miami. „Vörnin okkar er ástæðan fyrir því að við erum í þessari stöðu. Við vinnum alla leiki á vörninni og það verður henni að þakka að við eigum möguleika á að vinna leik fimm," sagði Chris Bosh. „Við lendum oft í slæmum köflum í sókninni en við gefum okkur tækifæri til að vinna leikina með því að spila góða vörn," sagði James. Mike Miller, Udonis Haslem og Mario Chalmers áttu allir góða innkomu af bekknum einkum Miller sem skoraði 12 stig og tók 9 fráköst en Miami-liðið vann þær 26 mínútur sem hann spilaði með 36 stigum. Haslem skoraði ekki en tók 9 fráköst og Chalmers var með 9 stig og 4 stolna bolta.
NBA Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Sjá meira