NBA: Miami komið í 3-1 eftir sigur á Chicago í framlengingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2011 09:00 LeBron James og Dwyane Wade. Mynd/AP Miami Heat er einum sigri frá því að komast í lokaúrslitin í NBA-deildinni í körfubolta eftir 101-93 heimasigur á Chicago Bulls í framlengdum fjórða leik liðanna í nótt. Miami-liðið er þar með búið að vinna þrjá leiki í röð í einvíginu eftir skellinn í fyrsta leik. Næsti leikur er í Chicago. Derrick Rose fékk tækifæri til að tryggja Chicago sigurinn í lok fjórða leikhlutans í stöðunni 85-85 en hitti þá ekki körfuna. LeBron James hafði fengið dæmdan á sig ruðning þegar aðeins átta sekúndur voru eftir. Miami slapp því með skrekkinn, vann framlenginguna 16-8 og hefur því unnið alla átta heimaleiki sína í úrslitakeppninni. „Hann klikkaði," sagði Tom Thibodeau, þjálfari Chicago Bulls og bætti við: „En hlustið á mig. Ég vildi ekki hafa neinn annan leikmann en Derrick Rose. Ég stend við bakið á honum alla leið. Hann er frábær leikmaður, mikill keppnismaður og ég hef fulla trú á honum," sagði Thibodeau. LeBron James var öflugur með 35 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar og Chris Bosh hélt áfram að leika vel í einvíginu og bætti við 22 stigum. Það kom ekki að sök að Dwyane Wade skoraði bara 14 stig en var aðeins með átta stig frá öðrum leikhluta fram í framlengingu. „Okkur vantar bara einn leik í viðbót en við getum ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut," sagði LeBron James eftir leikinn.Derrick Rose.Mynd/APDerrick Rose skoraði 23 stig en hann hitti aðeins 8 af 27 skotum sínum og tapaði 7 boltum. Luol Deng og Carlos Boozer skoruðu báðir 20 stig fyrir Chicago sem tapað þriðja leiknum í röð í fyrsta sinn á öllu tímabilinu. „Þetta var án nokkurs vafa mér að kenna í kvöld. Ég þarf að læra af þessum leik en þetta er ekki búið," sagði Derrick Rose. „Við verðum bara að vera áfram jákvæðir því það er alveg hægt að vinna þá," sagði Rose. James og félagar hafa fundið lausnina á móti Rose. „Við verðum bara að halda honum út úr teignum. Það eina sem við getum gert er að láta hann hafa fyrir hverju skoti," sagði James sem spilaði vörnina á Rose í lokaskotinu í fjórða. „Ég elska það meira að spila vörn en að spila sókn. Ég set allt mitt stolt í vörnina," sagði James. Chicago fékk tækifærin til að vinna þennan leik í nótt. Þeir komust 11 stigum yfir í byrjun og Miami-liðið var aðeins með forystuna í 4 og hálfa mínútu í þriðja og fjórða leikhlutanum.Mynd/APÞað var samt vítanýtingin (hittu úr 24 síðustu vítum sínum) og vörnin sem lagði grunninn að sigri Miami. „Vörnin okkar er ástæðan fyrir því að við erum í þessari stöðu. Við vinnum alla leiki á vörninni og það verður henni að þakka að við eigum möguleika á að vinna leik fimm," sagði Chris Bosh. „Við lendum oft í slæmum köflum í sókninni en við gefum okkur tækifæri til að vinna leikina með því að spila góða vörn," sagði James. Mike Miller, Udonis Haslem og Mario Chalmers áttu allir góða innkomu af bekknum einkum Miller sem skoraði 12 stig og tók 9 fráköst en Miami-liðið vann þær 26 mínútur sem hann spilaði með 36 stigum. Haslem skoraði ekki en tók 9 fráköst og Chalmers var með 9 stig og 4 stolna bolta. NBA Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Njarðvík - Grindavík | Halda þær gulu fluginu áfram? Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Sjá meira
Miami Heat er einum sigri frá því að komast í lokaúrslitin í NBA-deildinni í körfubolta eftir 101-93 heimasigur á Chicago Bulls í framlengdum fjórða leik liðanna í nótt. Miami-liðið er þar með búið að vinna þrjá leiki í röð í einvíginu eftir skellinn í fyrsta leik. Næsti leikur er í Chicago. Derrick Rose fékk tækifæri til að tryggja Chicago sigurinn í lok fjórða leikhlutans í stöðunni 85-85 en hitti þá ekki körfuna. LeBron James hafði fengið dæmdan á sig ruðning þegar aðeins átta sekúndur voru eftir. Miami slapp því með skrekkinn, vann framlenginguna 16-8 og hefur því unnið alla átta heimaleiki sína í úrslitakeppninni. „Hann klikkaði," sagði Tom Thibodeau, þjálfari Chicago Bulls og bætti við: „En hlustið á mig. Ég vildi ekki hafa neinn annan leikmann en Derrick Rose. Ég stend við bakið á honum alla leið. Hann er frábær leikmaður, mikill keppnismaður og ég hef fulla trú á honum," sagði Thibodeau. LeBron James var öflugur með 35 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar og Chris Bosh hélt áfram að leika vel í einvíginu og bætti við 22 stigum. Það kom ekki að sök að Dwyane Wade skoraði bara 14 stig en var aðeins með átta stig frá öðrum leikhluta fram í framlengingu. „Okkur vantar bara einn leik í viðbót en við getum ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut," sagði LeBron James eftir leikinn.Derrick Rose.Mynd/APDerrick Rose skoraði 23 stig en hann hitti aðeins 8 af 27 skotum sínum og tapaði 7 boltum. Luol Deng og Carlos Boozer skoruðu báðir 20 stig fyrir Chicago sem tapað þriðja leiknum í röð í fyrsta sinn á öllu tímabilinu. „Þetta var án nokkurs vafa mér að kenna í kvöld. Ég þarf að læra af þessum leik en þetta er ekki búið," sagði Derrick Rose. „Við verðum bara að vera áfram jákvæðir því það er alveg hægt að vinna þá," sagði Rose. James og félagar hafa fundið lausnina á móti Rose. „Við verðum bara að halda honum út úr teignum. Það eina sem við getum gert er að láta hann hafa fyrir hverju skoti," sagði James sem spilaði vörnina á Rose í lokaskotinu í fjórða. „Ég elska það meira að spila vörn en að spila sókn. Ég set allt mitt stolt í vörnina," sagði James. Chicago fékk tækifærin til að vinna þennan leik í nótt. Þeir komust 11 stigum yfir í byrjun og Miami-liðið var aðeins með forystuna í 4 og hálfa mínútu í þriðja og fjórða leikhlutanum.Mynd/APÞað var samt vítanýtingin (hittu úr 24 síðustu vítum sínum) og vörnin sem lagði grunninn að sigri Miami. „Vörnin okkar er ástæðan fyrir því að við erum í þessari stöðu. Við vinnum alla leiki á vörninni og það verður henni að þakka að við eigum möguleika á að vinna leik fimm," sagði Chris Bosh. „Við lendum oft í slæmum köflum í sókninni en við gefum okkur tækifæri til að vinna leikina með því að spila góða vörn," sagði James. Mike Miller, Udonis Haslem og Mario Chalmers áttu allir góða innkomu af bekknum einkum Miller sem skoraði 12 stig og tók 9 fráköst en Miami-liðið vann þær 26 mínútur sem hann spilaði með 36 stigum. Haslem skoraði ekki en tók 9 fráköst og Chalmers var með 9 stig og 4 stolna bolta.
NBA Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Njarðvík - Grindavík | Halda þær gulu fluginu áfram? Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Sjá meira