Meðfylgjandi myndir voru teknar á fegurðarsamkeppni Ungfrú Ísland á Broadway á föstudagskvöldið þegar Sigrún Eva Ármannsdóttir, 18 ára, landaði titlinum.
Stúlkurnar sýndu bað- og undirföt við góðar undirtektir gesta.
Guðlaug Dagmar Jónasdóttir varð í 2. sæti.
Þá má einnig sjá myndir af poppgrúbbunni Galaxies sem fluttu nýtt popplag í myndasafni.
