„Erum í leit af goði og gyðju Íslands þar sem hæð, þyngd og skóstærð skipta engu máli. Erum aðeins í leit af glæsilegu fólki með frábæra útgeislun," stóð í auglýsingu fyrirsætunnar Ósk Norðfjörð þegar hún hóf leit sína að keppendum fyrir viðburð sem nefnist Goð og Gyðjur og fer fram á skemmtistaðnum Spot í Kópavogi í kvöld.
Um er að ræða keppni í útgeislun þar sem innri manneskjan skiptir máli. Í meðfylgjandi myndskeiði segir Ósk frá keppninni og kynnir til leiks nokkra keppendur.
Goð og gyðjur á Facebook.
