Eyjólfur: Ekki ákjósanlegt Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Álaborg skrifar 9. júní 2011 10:00 Eyjólfur Sverrisson var vitanlega ekki ánægður þegar ljóst varð að æfing U-21 landsliðsins í morgun gat ekki farið fram eins og áætlað var. Það hefur mikið rignt í Álaborg síðan í gærkvöldi og völlurinn á floti. Engu að síður á að reyna að æfa síðdegis. Landsliðið ætlaði einnig að æfa í gærkvöldi en þeirri æfingu var einnig aflýst þar sem að för hópsins til Danmerkur seinkaði vegna verkfallsaðgerða flugvirkja Icelandair í gærmorgun. „Þetta er ekki ákjósanlegt fyrir okkur enda höfum við ekki margar æfingar til að skerpa á okkar leik og fara yfir þau atriði sem við viljum hafa á hreinu," sagði Eyjólfur en viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan. „Það eru nokkur atriði sem við viljum hafa á hreinu - í vörn, sókn og föst leikatriði. Við verðum því að pakka þessu á færri æfingar og vera skipulagðir." Landsliðið kom seint í gærkvöldi til Álaborgar. Til stóð að fljúga frá Kaupmannahöfn en vegna seinkunnar á fluginu frá Keflavík missti hópurinn af tengifluginu. Við tók því sex tíma rútuferð til Álaborgar og voru leikmenn þreyttir í morgun að sögn Eyjólfs. „Já, þeir voru nokkuð þreyttir í morgun og nú eru tveir orðnir veikir," sagði hann og átti við þá Gylfa Þór Sigurðsson og Kolbein Sigþórsson. „Það er einhver smá pest í þeim en ég held að það sé ekkert alvarlegt og að það gangi fljótt yfir." „Það er líka þess vegna sem ég tel það ekki hentugt fyrir þá að fara út í svona veður. Ég vil heldur ekki að þetta smitist út." Hann segir þó mikla tilhlökkum ríkja í hópnum fyrir fyrsta leik Íslands á mótinu en það verður gegn Hvíta-Rússlandi á laugardaginn. „Strákarnir eru staðráðnir í að sýna sitt rétta andlit og vera Íslandi til sóma." Skroll-Íþróttir Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Eyjólfur Sverrisson var vitanlega ekki ánægður þegar ljóst varð að æfing U-21 landsliðsins í morgun gat ekki farið fram eins og áætlað var. Það hefur mikið rignt í Álaborg síðan í gærkvöldi og völlurinn á floti. Engu að síður á að reyna að æfa síðdegis. Landsliðið ætlaði einnig að æfa í gærkvöldi en þeirri æfingu var einnig aflýst þar sem að för hópsins til Danmerkur seinkaði vegna verkfallsaðgerða flugvirkja Icelandair í gærmorgun. „Þetta er ekki ákjósanlegt fyrir okkur enda höfum við ekki margar æfingar til að skerpa á okkar leik og fara yfir þau atriði sem við viljum hafa á hreinu," sagði Eyjólfur en viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan. „Það eru nokkur atriði sem við viljum hafa á hreinu - í vörn, sókn og föst leikatriði. Við verðum því að pakka þessu á færri æfingar og vera skipulagðir." Landsliðið kom seint í gærkvöldi til Álaborgar. Til stóð að fljúga frá Kaupmannahöfn en vegna seinkunnar á fluginu frá Keflavík missti hópurinn af tengifluginu. Við tók því sex tíma rútuferð til Álaborgar og voru leikmenn þreyttir í morgun að sögn Eyjólfs. „Já, þeir voru nokkuð þreyttir í morgun og nú eru tveir orðnir veikir," sagði hann og átti við þá Gylfa Þór Sigurðsson og Kolbein Sigþórsson. „Það er einhver smá pest í þeim en ég held að það sé ekkert alvarlegt og að það gangi fljótt yfir." „Það er líka þess vegna sem ég tel það ekki hentugt fyrir þá að fara út í svona veður. Ég vil heldur ekki að þetta smitist út." Hann segir þó mikla tilhlökkum ríkja í hópnum fyrir fyrsta leik Íslands á mótinu en það verður gegn Hvíta-Rússlandi á laugardaginn. „Strákarnir eru staðráðnir í að sýna sitt rétta andlit og vera Íslandi til sóma."
Skroll-Íþróttir Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira