Jón Ólafur: Ofboðslega stoltur af ungu stelpunum í liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2011 22:21 Jón Ólafur Daníelsson, þjálfari nýliða ÍBV, var að vonum kátur eftir 2-0 sigur á Breiðabliki í Kópavoginum í kvöld. Stelpurnar hans hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína með markatölunni 12-0 og sitja einar í toppsætinu í Pepsi-deild kvenna eftir þrjár umferðir. „Þetta var stórglæsilegt hjá stelpunum í kvöld," sagði Jón Ólafur sem segir það vera ekkert mál að halda þeim á jörðinni. „Ég hef sagt það áður að þetta eru mjög vel gefnar stelpur og þær vita sigur í leik í dag telur ekkert þegar það er flautað til leiks í næsta leik," sagði Jón Ólafur. „Þetta er frábær staða og gefur þeim meira sjálfstraust og enn meiri trú á sjálfum sér. Þær vita það samt að þetta telur ekkert þegar það verður flautað til leiks á móti Þrótti í næstu viku," sagði Jón Ólafur. „Ég sá ekki þessa stöðu fyrir mér fyrir mót. Fyrr í vetur gerði ég mér vonir um að við yrðum með fínt lið en svo gekk okkur skelfilega rétt fyrir mót. Ég var því orðinn verulega svartsýnn og hélt að við yrðum svona jó-jó lið sem gæti reyndar komið í ljós að við erum. Við skulum vona ekki og ég vona að við látum enn meira að okkur kveða í framhaldinu," sagði Jón Ólafur sem átti greina góða hálfleiksræðu því Eyjaliðið hafði lent í vandræðum í lok fyrri hálfleiksins. „Við vorum yfirspilaðar síðustu 20 mínúturnar í fyrri hálfleik og þá fór allur baráttuandi úr þessu hjá okkur. Við ræddum því aðeins saman í hálfleik," sagði Jón Ólafur en hann vill ekki of mikið úr því að liðið hans hafi haldið hreinu í fyrstu þremur leikjum sínum. „Það er mjög sterkt að halda hreinu í fyrstu þremur leikjunum og það eru margir þjálfarar sem leggja mikið upp úr því að halda hreinu. Að halda hreinu getur farið á sálina á þér og loksins að þú færð á þig mark þá bresta allar brýr. Ég á ekki von á því að það verði svo slæmt hjá okkur, Ég held að við séum vel skipulagðar og með mjög góða vörn," sagði Jón Ólafur sem er á því að Breiðablik verði í efri hlutanum þrátt fyrir erfiða byrjun. „Mér finnst þessar stelpur í Breiðablik vera svakalega góðar í fótbolta, með góða tækni og fínan leikskilning. Þetta eru miklar fótboltakonur en það er eitthvað að plaga þær þessa stundina. Þær rífa sig upp úr þessu það er klárt," sagði Jón Ólafur en liðið hans er í góðum gír. „Við erum alveg geysilega vel mannaðar og ég er ofboðslega stoltur af ungu stelpunum í liðinu mínu. Þær eru frábærar," sagði Jón Ólafur en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Sjá meira
Jón Ólafur Daníelsson, þjálfari nýliða ÍBV, var að vonum kátur eftir 2-0 sigur á Breiðabliki í Kópavoginum í kvöld. Stelpurnar hans hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína með markatölunni 12-0 og sitja einar í toppsætinu í Pepsi-deild kvenna eftir þrjár umferðir. „Þetta var stórglæsilegt hjá stelpunum í kvöld," sagði Jón Ólafur sem segir það vera ekkert mál að halda þeim á jörðinni. „Ég hef sagt það áður að þetta eru mjög vel gefnar stelpur og þær vita sigur í leik í dag telur ekkert þegar það er flautað til leiks í næsta leik," sagði Jón Ólafur. „Þetta er frábær staða og gefur þeim meira sjálfstraust og enn meiri trú á sjálfum sér. Þær vita það samt að þetta telur ekkert þegar það verður flautað til leiks á móti Þrótti í næstu viku," sagði Jón Ólafur. „Ég sá ekki þessa stöðu fyrir mér fyrir mót. Fyrr í vetur gerði ég mér vonir um að við yrðum með fínt lið en svo gekk okkur skelfilega rétt fyrir mót. Ég var því orðinn verulega svartsýnn og hélt að við yrðum svona jó-jó lið sem gæti reyndar komið í ljós að við erum. Við skulum vona ekki og ég vona að við látum enn meira að okkur kveða í framhaldinu," sagði Jón Ólafur sem átti greina góða hálfleiksræðu því Eyjaliðið hafði lent í vandræðum í lok fyrri hálfleiksins. „Við vorum yfirspilaðar síðustu 20 mínúturnar í fyrri hálfleik og þá fór allur baráttuandi úr þessu hjá okkur. Við ræddum því aðeins saman í hálfleik," sagði Jón Ólafur en hann vill ekki of mikið úr því að liðið hans hafi haldið hreinu í fyrstu þremur leikjum sínum. „Það er mjög sterkt að halda hreinu í fyrstu þremur leikjunum og það eru margir þjálfarar sem leggja mikið upp úr því að halda hreinu. Að halda hreinu getur farið á sálina á þér og loksins að þú færð á þig mark þá bresta allar brýr. Ég á ekki von á því að það verði svo slæmt hjá okkur, Ég held að við séum vel skipulagðar og með mjög góða vörn," sagði Jón Ólafur sem er á því að Breiðablik verði í efri hlutanum þrátt fyrir erfiða byrjun. „Mér finnst þessar stelpur í Breiðablik vera svakalega góðar í fótbolta, með góða tækni og fínan leikskilning. Þetta eru miklar fótboltakonur en það er eitthvað að plaga þær þessa stundina. Þær rífa sig upp úr þessu það er klárt," sagði Jón Ólafur en liðið hans er í góðum gír. „Við erum alveg geysilega vel mannaðar og ég er ofboðslega stoltur af ungu stelpunum í liðinu mínu. Þær eru frábærar," sagði Jón Ólafur en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Sjá meira