Nadal og Federer áfram - Söderling úr leik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. júní 2011 18:28 Roger Federer frá Sviss. Nordic Photos / AFP Rafael Nadal og Roger Federer komust báðir áfram í 16-manna úrslit í einliðaleik karla á Wimbledon-mótinu í tennis í dag. Öllum viðureignum í 32-manna úrslitum í kvenna- og karlaflokki er lokið. Nadal vann Gilles Müller frá Lúxemborg í þremur settum, 7-6, 7-6 og 6-0. Viðureignin hófst reyndar í gær en þá þurfti að hætta leik vegna rigningar. Nadal mætir Juan Martin Del Potro frá Argentínu í næstu umferð. Nadal gæti mætt Roger Federer í úrslitunum en sá síðarnefndi vann fremur þægilegan sigur á David Nalbandian frá Argentínu í dag, 6-4, 6-2 og 6-4. Federer féll úr leik í fjórðungsúrslitum Wimbledon-mótsins í fyrra en hann hefur alls sex sinnum unnið þennan titil. Í ár fær hann því aftur tækifæri til að jafna met Bandaríkjamannsins Pete Sampras sem vann Wimbledon-titilinn alls sjö sinnum á ferlinum. Federer hefur reyndar verið í lægð að undanförnu og ekki unnið stórmót síðan hann fann opna ástralska meistaramótið í janúar í fyrra. Af öðrum úrslitum má nefna að Svíinn Robin Söderling, fimmti efsti maður á styrkleikalistanum, féll úr leik þegar hann tapaði fyrir Ástralanum Bernard Tomic, 6-1, 6-4 og 7-5. Tomic er aðeins átján ára gamall og í 158. sæti heimslistans. Þá vann Novak Djokovic sigur á Kýpverjanum Marcos Baghdatis, 4-6, 6-4, 6-3 og 6-4 í frábærri viðureign en það tók Djokovic meira en tíu mínútur að vinna síðustu lotuna. Í kvennaflokki eru fjórar af tíu efstu á styrkleikalistanum fallnar úr leik en Williams-systurnar, Venus og Serena, eru enn á meðal keppenda sem og þær Caroline Wozniacki frá Danmörku og Maria Sharapova frá Rússlandi. Williams-systur hafa nánast einokað þetta mót síðustu ár og unnið í níu skipti af síðustu ellefu. Venus í alls fimm skipti og Serena fjögur.16-manna úrslit karla: Rafael Nadal (Spáni) - JM del Potro (Argentínu) Mardy Fish (Bandaríkjunum) - Tomas Berdych (Tékklandi) Andy Murray (Bretlandi) - Richard Gasquet (Frakklandi) Lukas Kubot (Póllandi) - Feliciano Lopez (Spáni) David Ferrer (Spáni) - Jo-Wilfried Tsonga (Frakklandi) Mikhail Youzhny (Rússlandi) - Roger Federer (Sviss) Bernard Tomic (Ástralíu) - Xavier Malisse (Belgíu) Michael Llodra (Frakklandi) - Novak Djokovic (Serbíu)16-manna úrslit kvenna: Caroline Wozniacki (Danmörku) - Dominika Cibulkova (Slóvakíu) Shuai Peng (Kína) - Maria Sharapova (Rússlandi) Sabine Lisicki (Belgíu) - Petra Cetkovska (Tékklandi) Marion Bartoli (Frakklandi) - Serena Williams (Bandaríkjunum) Tamira Baszek (Austurríki) - Ksenia Pervak (Rússlandi) Nadia Petrova (Rússlandi) - Victoria Azarenka (Hvíta-Rússlandi) Petra Kvitova (Tékklandi) - Yanina Wickmayer (Belgíu) Venus Williams (Bandaríkjunum) - Tsvetana Pironkova (Búlgaríu) Erlendar Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Fleiri fréttir Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Sjá meira
Rafael Nadal og Roger Federer komust báðir áfram í 16-manna úrslit í einliðaleik karla á Wimbledon-mótinu í tennis í dag. Öllum viðureignum í 32-manna úrslitum í kvenna- og karlaflokki er lokið. Nadal vann Gilles Müller frá Lúxemborg í þremur settum, 7-6, 7-6 og 6-0. Viðureignin hófst reyndar í gær en þá þurfti að hætta leik vegna rigningar. Nadal mætir Juan Martin Del Potro frá Argentínu í næstu umferð. Nadal gæti mætt Roger Federer í úrslitunum en sá síðarnefndi vann fremur þægilegan sigur á David Nalbandian frá Argentínu í dag, 6-4, 6-2 og 6-4. Federer féll úr leik í fjórðungsúrslitum Wimbledon-mótsins í fyrra en hann hefur alls sex sinnum unnið þennan titil. Í ár fær hann því aftur tækifæri til að jafna met Bandaríkjamannsins Pete Sampras sem vann Wimbledon-titilinn alls sjö sinnum á ferlinum. Federer hefur reyndar verið í lægð að undanförnu og ekki unnið stórmót síðan hann fann opna ástralska meistaramótið í janúar í fyrra. Af öðrum úrslitum má nefna að Svíinn Robin Söderling, fimmti efsti maður á styrkleikalistanum, féll úr leik þegar hann tapaði fyrir Ástralanum Bernard Tomic, 6-1, 6-4 og 7-5. Tomic er aðeins átján ára gamall og í 158. sæti heimslistans. Þá vann Novak Djokovic sigur á Kýpverjanum Marcos Baghdatis, 4-6, 6-4, 6-3 og 6-4 í frábærri viðureign en það tók Djokovic meira en tíu mínútur að vinna síðustu lotuna. Í kvennaflokki eru fjórar af tíu efstu á styrkleikalistanum fallnar úr leik en Williams-systurnar, Venus og Serena, eru enn á meðal keppenda sem og þær Caroline Wozniacki frá Danmörku og Maria Sharapova frá Rússlandi. Williams-systur hafa nánast einokað þetta mót síðustu ár og unnið í níu skipti af síðustu ellefu. Venus í alls fimm skipti og Serena fjögur.16-manna úrslit karla: Rafael Nadal (Spáni) - JM del Potro (Argentínu) Mardy Fish (Bandaríkjunum) - Tomas Berdych (Tékklandi) Andy Murray (Bretlandi) - Richard Gasquet (Frakklandi) Lukas Kubot (Póllandi) - Feliciano Lopez (Spáni) David Ferrer (Spáni) - Jo-Wilfried Tsonga (Frakklandi) Mikhail Youzhny (Rússlandi) - Roger Federer (Sviss) Bernard Tomic (Ástralíu) - Xavier Malisse (Belgíu) Michael Llodra (Frakklandi) - Novak Djokovic (Serbíu)16-manna úrslit kvenna: Caroline Wozniacki (Danmörku) - Dominika Cibulkova (Slóvakíu) Shuai Peng (Kína) - Maria Sharapova (Rússlandi) Sabine Lisicki (Belgíu) - Petra Cetkovska (Tékklandi) Marion Bartoli (Frakklandi) - Serena Williams (Bandaríkjunum) Tamira Baszek (Austurríki) - Ksenia Pervak (Rússlandi) Nadia Petrova (Rússlandi) - Victoria Azarenka (Hvíta-Rússlandi) Petra Kvitova (Tékklandi) - Yanina Wickmayer (Belgíu) Venus Williams (Bandaríkjunum) - Tsvetana Pironkova (Búlgaríu)
Erlendar Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Fleiri fréttir Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Sjá meira