Virkjunarlónin gleyptu gríðarstóra flóðbylgjuna 13. júlí 2011 19:02 Hlaupið sem kom úr vestanverðum Vatnajökli reyndist gríðarstórt og fór vatnsrennslið yfir tvöþúsund rúmmetra á sekúndu í nótt, sem er meira en í stærstu Skaftárhlaupum. Líklegast þykir að hlaupið komi úr jarðhitakatli undir jöklinum. Vísindamenn telja ekki bein tengsl milli þessa atburðar og hlaupsins úr Kötlu um síðustu helgi. Merki um oróa í vestanverðum Vatnajökli komu fram á jarðskjálftamælum í gær og bentu til þess að hlaup væri að hefjast. Upp úr miðnætti tók vatnsyfirborð Hágöngulóns að hækka hratt en flóðvatnið fór síðan niður Köldukvísl, til Sauðafellslóns og loks í Þórisvatn. Í fyrstu var talið að hlaupið væri ættað úr Hamarslóni við jökuljaðarinn, en Helgi Björnsson jöklafræðingur segir að ljósmynd sem tekin var fyrir mánuði sýni að þar var ekkert vatn. Augun beinist því að jarðhitakatli sem er vestan við Skaftárkatlana tvo en úr þeim hleypur í Skaftárhlaupum. Ekki hefur gefist færi á að fljúga þar yfir í dag en einnig er vonast til að efnagreiningar á hlaupvatninu gefið vísbendingar um hvort hlaupið sé runnið undan katlinum. Helgi segir að lengi hafi verið vitað um þennan ketil. Hann hafi verið talinn lítill og meinlaust en Helgi telur nokkuð ljóst að ef þar bráðnaði vatn færi það niður í Hamarslón og Köldukvísl. Rennslismælar Landsvirkjunar sýna að hlaupgusan sem kom niður í Hágöngulón í nótt var gríðarstór og mældist rennslið mest um 2.200 rúmmetrar á sekúndu um þrjúleytið. Til samanburðar má geta þess að rennslistoppurinn í síðasta Skaftárhlaupi, sem var eitt hið stærsta í seinni tíð, var um tveir þriðju af þessu. Þrjú miðlunarlón Landsvirkjunar náðu hins vegar alfarið að dempa flóðbylgjuna, Hágöngulón hafði síðdegis hækkað um 120 sentímetra, Sauðafellslón um 80 sentímetra og Þórisvatn um 20 sentímetra. Hvorki brýr né stíflumannvirki skemmdust. Þessi atburður nú gerist aðeins fjórum sólarhringum eftir að sambærilegt hlaup kom niður úr Mýrdalsjökli og sópaði burt brúnni á Múlakvísl, en sá hlauptoppur er talinn hafa verið ívið minni, eða tæplega tvöþúsund rúmmetrar á sekúndu. En eru þessir atburðir tengdir? Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur segir ekkert benda til neinna tengsla í jarðskorpunni. Ef einhver tenging væri gæti það verið veðurfarsleg skýring. Skyndileg hlýnun og og mikil bráðnun gæti hafa opnað rásir í jöklunum og hleypt af stað jökulhlaupum. Hlaup í Skaftá Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Hlaupið sem kom úr vestanverðum Vatnajökli reyndist gríðarstórt og fór vatnsrennslið yfir tvöþúsund rúmmetra á sekúndu í nótt, sem er meira en í stærstu Skaftárhlaupum. Líklegast þykir að hlaupið komi úr jarðhitakatli undir jöklinum. Vísindamenn telja ekki bein tengsl milli þessa atburðar og hlaupsins úr Kötlu um síðustu helgi. Merki um oróa í vestanverðum Vatnajökli komu fram á jarðskjálftamælum í gær og bentu til þess að hlaup væri að hefjast. Upp úr miðnætti tók vatnsyfirborð Hágöngulóns að hækka hratt en flóðvatnið fór síðan niður Köldukvísl, til Sauðafellslóns og loks í Þórisvatn. Í fyrstu var talið að hlaupið væri ættað úr Hamarslóni við jökuljaðarinn, en Helgi Björnsson jöklafræðingur segir að ljósmynd sem tekin var fyrir mánuði sýni að þar var ekkert vatn. Augun beinist því að jarðhitakatli sem er vestan við Skaftárkatlana tvo en úr þeim hleypur í Skaftárhlaupum. Ekki hefur gefist færi á að fljúga þar yfir í dag en einnig er vonast til að efnagreiningar á hlaupvatninu gefið vísbendingar um hvort hlaupið sé runnið undan katlinum. Helgi segir að lengi hafi verið vitað um þennan ketil. Hann hafi verið talinn lítill og meinlaust en Helgi telur nokkuð ljóst að ef þar bráðnaði vatn færi það niður í Hamarslón og Köldukvísl. Rennslismælar Landsvirkjunar sýna að hlaupgusan sem kom niður í Hágöngulón í nótt var gríðarstór og mældist rennslið mest um 2.200 rúmmetrar á sekúndu um þrjúleytið. Til samanburðar má geta þess að rennslistoppurinn í síðasta Skaftárhlaupi, sem var eitt hið stærsta í seinni tíð, var um tveir þriðju af þessu. Þrjú miðlunarlón Landsvirkjunar náðu hins vegar alfarið að dempa flóðbylgjuna, Hágöngulón hafði síðdegis hækkað um 120 sentímetra, Sauðafellslón um 80 sentímetra og Þórisvatn um 20 sentímetra. Hvorki brýr né stíflumannvirki skemmdust. Þessi atburður nú gerist aðeins fjórum sólarhringum eftir að sambærilegt hlaup kom niður úr Mýrdalsjökli og sópaði burt brúnni á Múlakvísl, en sá hlauptoppur er talinn hafa verið ívið minni, eða tæplega tvöþúsund rúmmetrar á sekúndu. En eru þessir atburðir tengdir? Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur segir ekkert benda til neinna tengsla í jarðskorpunni. Ef einhver tenging væri gæti það verið veðurfarsleg skýring. Skyndileg hlýnun og og mikil bráðnun gæti hafa opnað rásir í jöklunum og hleypt af stað jökulhlaupum.
Hlaup í Skaftá Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira