Fjöldamorðinginn Anders Breivik var færður úr einangrunarvist í öryggisfangelsinu Ila í morgun til yfirheyrslu í höfuðstöðvum lögreglunnar. Þar er ætlunin að fara yfir síðasta vitnisburð mannsins síðan á laugardag og þær upplýsingar um ódæðisverkin sem fram hafa komið síðan þá.
„Við næstu yfirheyrslu, sem verður einhvern tímann í næstu viku, ætlum við að spyrja hvassari spurninga. Að sjálfsögðu verður þetta mjög mikilvægt fyrir okkur," segir Paal-Fredrick Hjort Kraby, saksóknari lögreglunnar í Osló.

