Ragnheiður Ragnarsdóttir endaði í 34. sæti af alls 87 keppendum í 100 metra skriðsundi á heimsmeistaramótinu í sundi sem fram fer í Sjanghæ í Kína. Ragnheiður kom í mark á 56,28 sekúndum en hún hefði þurft að synda á 54,86 til þess að komast í undanúrslitariðil.
Íslandsmet Ragnheiðar er 55,66 sek., en Ólympíulágmarkið er 54,57 sek.

