Steve Williams allt annað en sáttur við Tiger Woods Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 27. júlí 2011 11:00 Steve Williams og Tiger Woods náðu vel saman á þeim 12 árum sem Williams var aðstoðarmaður bandaríska kylfingsins. AFP Steve Williams, sem nýverið var sagt upp störfum sem kylfuberi hjá Tiger Woods, segir að virðing hans á bandaríska kylfingnum hafi ekki verið upp á marga fiska eftir að upp komst um framhjáhald Woods í lok árins 2009. Willams var kylfuberi eða aðstoðarmaður Woods í alls 12 ár og á þeim tíma vann Woods 13 stórmót en alls hefur Woods unnið 14 stórmót. „Ég held að allir skilji að ég var í erfiðri stöðu. Ég sagði við Woods fyrir Mastersmótið á Augusta á þessu ári að þyrfti að vinna til baka traust mitt og virðingu,“ sagði Williams en hann hefur verið tekjuhæsti „íþróttamaður“ Nýja-Sjálands undanfarin ár og þénað vel á samstarfi sínu við Woods. Hinn 47 ára gamli Williams var í viðtali við sjónvarpsstöð í heimalandinu og þar kom m.a. fram að það hafi verið erfið ákvörðun að halda tryggð við Woods eftir að upp komst um framhjáhald kylfingsins. „Ég valdi það að styðja við bakið á Woods , og þetta var erfiður tími fyrir mig og fjölskylduna. Ég lá undir grun um að hafa hylmt yfir með Woods í þessu öllu saman og mér fannst að nafn mitt hefði átt að vera hreinsað af öllum slíkum ásökunum frá upphafi. Það var ekki gert og staðan er því mun erfiðari fyrir vikið. Það má segja að ég hafi fórnað tveimur árum af mínu lífi,“ sagði Williams og er hann allt annað en ánægður með fyrrum vinnuveitenda. Williams verður hinsvegar ekki lengi atvinnulaus en han nhefur unnið fyrir Ástralann Adam Scott að undanförnu - en eflaust eru fleiri stór nöfn í golfheiminum sem hafa áhuga á að fá hann til starfa. Golf Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Steve Williams, sem nýverið var sagt upp störfum sem kylfuberi hjá Tiger Woods, segir að virðing hans á bandaríska kylfingnum hafi ekki verið upp á marga fiska eftir að upp komst um framhjáhald Woods í lok árins 2009. Willams var kylfuberi eða aðstoðarmaður Woods í alls 12 ár og á þeim tíma vann Woods 13 stórmót en alls hefur Woods unnið 14 stórmót. „Ég held að allir skilji að ég var í erfiðri stöðu. Ég sagði við Woods fyrir Mastersmótið á Augusta á þessu ári að þyrfti að vinna til baka traust mitt og virðingu,“ sagði Williams en hann hefur verið tekjuhæsti „íþróttamaður“ Nýja-Sjálands undanfarin ár og þénað vel á samstarfi sínu við Woods. Hinn 47 ára gamli Williams var í viðtali við sjónvarpsstöð í heimalandinu og þar kom m.a. fram að það hafi verið erfið ákvörðun að halda tryggð við Woods eftir að upp komst um framhjáhald kylfingsins. „Ég valdi það að styðja við bakið á Woods , og þetta var erfiður tími fyrir mig og fjölskylduna. Ég lá undir grun um að hafa hylmt yfir með Woods í þessu öllu saman og mér fannst að nafn mitt hefði átt að vera hreinsað af öllum slíkum ásökunum frá upphafi. Það var ekki gert og staðan er því mun erfiðari fyrir vikið. Það má segja að ég hafi fórnað tveimur árum af mínu lífi,“ sagði Williams og er hann allt annað en ánægður með fyrrum vinnuveitenda. Williams verður hinsvegar ekki lengi atvinnulaus en han nhefur unnið fyrir Ástralann Adam Scott að undanförnu - en eflaust eru fleiri stór nöfn í golfheiminum sem hafa áhuga á að fá hann til starfa.
Golf Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira