Var í sms-sambandi við móður sína allan tímann 25. júlí 2011 21:30 Hjálparstarfsmenn fylgja ungmennum frá Útey. Mynd/AP „Mamma, segðu lögreglunni að flýta sér. Fólk er að deyja hérna!". Svo hljóðar fyrsta sms-skeytið sem hin sextán ára gamla Julie Bremnes sendi móður sinni frá Útey síðastliðinn föstudag. Öll sms-samskipti mæðranna hafa verið birt á vef Verdens Gang, en Julie faldi sig bak við kletta á eyjunni og komst þannig lífs af. Julie hringdi fyrst í móður sína og sagði henni að brjálaður maður væri að hleypa skotum af byssu, en mamma hennar bað hana að senda sér sms á fimm mínútna fresti svo hún gæti vitað að hún væri enn á lífi. Einn klukkutími og tuttugu mínútur liðu frá fyrsta skeyti Julie til mömmu sinnar, til þess síðasta.Sms-sendingarnar í heild sinni:Julie: „Mamma, segðu lögreglunni að flýta sér. Fólk er að deyja hérna!"Móðir hennar: „Ég er að vinna í því, Julie. Lögreglan er á leiðinni. Þorirðu að hringja í mig?"Julie: „Nei"Julie: „Segðu lögreglunni að það sé brjálaður maður hérna sem hleypur um og skýtur fólk"Julie: „Þau verða að flýta sér!"Móðir hennar: „Lögreglan veit það og þau hafa fengið margar tilkynningar. Þetta gengur ágætlega, Julie. Lögreglan er að hringja í okkur. Láttu okkur vita að þú sért á lífi á fimm mínútna fresti, gerðu það?"Julie: „Ok"Julie: „Við erum dauðhrædd!"Móðir hennar: „Ég skil það vel, stúlkan mín. Haltu þig í skjóli, ekki hreyfa þig neitt! Lögreglan er nú þegar á leiðinni, ef hún er ekki þegar komin! Sérðu slasaða eða dauða?"Julie: „Við erum í felum í klettunum meðfram ströndinni."Móðir hennar: „Gott! Á ég að biðja afa að koma og sækja þig þegar allt verður öruggt aftur? Við getum gert það."Julie: „Já"Móðir hennar: „Við höfum samband við afa undir eins."Julie: „Ég elska þig, þó svo ég gargi kannski stundum á þig :-*"Julie: „Og ég örvænti ekki, þó ég sé skíthrædd."Móðir hennar: „Ég veit það, stelpan mín. Okkur þykir líka ótrúlega vænt um þig! Heyrirðu ennþá skothvelli?"Julie: „Nei"Móðir hennar: „Hefurðu eitthvað heyrt frá hinum frá Troms? Afi er á leiðinni suður."Julie: „Lögreglan er hérna"Móðir hennar: „Maðurinn sem er að skjóta er víst klæddur í lögreglubúning. Farðu varlega! Hvað verður um þig núna?"Julie: „Við vitum það ekki"Móðir hennar: „Geturðu talað núna?"Julie: „Hann skýtur enn!"Móðir hennar: „Jørgen synti í land. Ég talaði við pabba hans."Móðir hennar: „Þetta er út um allt í fréttunum núna, öll athygli á Útey núna. Farðu varlega! Þegar þú getur, komdu þér á meginlandið og komdu með afa til Hamars."Julie: „Ég er enn á lífi."Móðir hennar: „Og guði sé lof fyrir það."Julie: „Við bíðum eftir að vera sótt af lögreglunni."Julie: „Við heyrðum skothvelli, svo við þorðum ekki að fara upp."Móðir hennar: „Gott! Þeir segja í sjónvarpinu að verið sé að flytja fólk af eyjunni núna."Julie: „Við vonum að við verðum sótt af einhverjum fljótt. Geta þau ekki náð honum bráðum?!!"Móðir hennar: „Hryðjuverkalögreglan er þarna, og þeir eru að vinna að því að ná honum."Julie: „OK"Móðir hennar: „Eigum við að reyna að kaupa flugmiða heim á morgun?"Julie: „Ég hef ekki tíma til að hugsa um það núna."Móðir hennar: „Ég skil það"Julie: „Veistu eitthvað hvort þeir hafi náð honum?"Móðir hennar: „Ég læt þig vita, stelpan mín. Við fylgjumst stanslaust með sjónvarpinu."Móðir hennar: „Hæ, ertu þarna?"Julie: „Já, þyrlurnar eru að fljúga í kringum okkur."Móðir hennar: „Hafa þeir þá komið auga á þig?"Julie: „Þeir eru að leita að fólki í vatninu, það er ekki búið að ná í okkur ennþá!"Julie: „Hvað segja fréttirnar?"Móðir hennar: „Lögreglan er líka farin á bát til Úteyjar, annars ekkert nýtt. Það er ekki komið í ljós með manninn sem skaut, svo haltu þér í ró. Bíddu eftir að einhver sækji þig."Móðir hennar: „Nú hafa þeir tekið hann!" Hægt er að nálgast frekari umfjöllun og lesa skeytasendingarnar á norsku á vef Verdens Gang. Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Sjá meira
„Mamma, segðu lögreglunni að flýta sér. Fólk er að deyja hérna!". Svo hljóðar fyrsta sms-skeytið sem hin sextán ára gamla Julie Bremnes sendi móður sinni frá Útey síðastliðinn föstudag. Öll sms-samskipti mæðranna hafa verið birt á vef Verdens Gang, en Julie faldi sig bak við kletta á eyjunni og komst þannig lífs af. Julie hringdi fyrst í móður sína og sagði henni að brjálaður maður væri að hleypa skotum af byssu, en mamma hennar bað hana að senda sér sms á fimm mínútna fresti svo hún gæti vitað að hún væri enn á lífi. Einn klukkutími og tuttugu mínútur liðu frá fyrsta skeyti Julie til mömmu sinnar, til þess síðasta.Sms-sendingarnar í heild sinni:Julie: „Mamma, segðu lögreglunni að flýta sér. Fólk er að deyja hérna!"Móðir hennar: „Ég er að vinna í því, Julie. Lögreglan er á leiðinni. Þorirðu að hringja í mig?"Julie: „Nei"Julie: „Segðu lögreglunni að það sé brjálaður maður hérna sem hleypur um og skýtur fólk"Julie: „Þau verða að flýta sér!"Móðir hennar: „Lögreglan veit það og þau hafa fengið margar tilkynningar. Þetta gengur ágætlega, Julie. Lögreglan er að hringja í okkur. Láttu okkur vita að þú sért á lífi á fimm mínútna fresti, gerðu það?"Julie: „Ok"Julie: „Við erum dauðhrædd!"Móðir hennar: „Ég skil það vel, stúlkan mín. Haltu þig í skjóli, ekki hreyfa þig neitt! Lögreglan er nú þegar á leiðinni, ef hún er ekki þegar komin! Sérðu slasaða eða dauða?"Julie: „Við erum í felum í klettunum meðfram ströndinni."Móðir hennar: „Gott! Á ég að biðja afa að koma og sækja þig þegar allt verður öruggt aftur? Við getum gert það."Julie: „Já"Móðir hennar: „Við höfum samband við afa undir eins."Julie: „Ég elska þig, þó svo ég gargi kannski stundum á þig :-*"Julie: „Og ég örvænti ekki, þó ég sé skíthrædd."Móðir hennar: „Ég veit það, stelpan mín. Okkur þykir líka ótrúlega vænt um þig! Heyrirðu ennþá skothvelli?"Julie: „Nei"Móðir hennar: „Hefurðu eitthvað heyrt frá hinum frá Troms? Afi er á leiðinni suður."Julie: „Lögreglan er hérna"Móðir hennar: „Maðurinn sem er að skjóta er víst klæddur í lögreglubúning. Farðu varlega! Hvað verður um þig núna?"Julie: „Við vitum það ekki"Móðir hennar: „Geturðu talað núna?"Julie: „Hann skýtur enn!"Móðir hennar: „Jørgen synti í land. Ég talaði við pabba hans."Móðir hennar: „Þetta er út um allt í fréttunum núna, öll athygli á Útey núna. Farðu varlega! Þegar þú getur, komdu þér á meginlandið og komdu með afa til Hamars."Julie: „Ég er enn á lífi."Móðir hennar: „Og guði sé lof fyrir það."Julie: „Við bíðum eftir að vera sótt af lögreglunni."Julie: „Við heyrðum skothvelli, svo við þorðum ekki að fara upp."Móðir hennar: „Gott! Þeir segja í sjónvarpinu að verið sé að flytja fólk af eyjunni núna."Julie: „Við vonum að við verðum sótt af einhverjum fljótt. Geta þau ekki náð honum bráðum?!!"Móðir hennar: „Hryðjuverkalögreglan er þarna, og þeir eru að vinna að því að ná honum."Julie: „OK"Móðir hennar: „Eigum við að reyna að kaupa flugmiða heim á morgun?"Julie: „Ég hef ekki tíma til að hugsa um það núna."Móðir hennar: „Ég skil það"Julie: „Veistu eitthvað hvort þeir hafi náð honum?"Móðir hennar: „Ég læt þig vita, stelpan mín. Við fylgjumst stanslaust með sjónvarpinu."Móðir hennar: „Hæ, ertu þarna?"Julie: „Já, þyrlurnar eru að fljúga í kringum okkur."Móðir hennar: „Hafa þeir þá komið auga á þig?"Julie: „Þeir eru að leita að fólki í vatninu, það er ekki búið að ná í okkur ennþá!"Julie: „Hvað segja fréttirnar?"Móðir hennar: „Lögreglan er líka farin á bát til Úteyjar, annars ekkert nýtt. Það er ekki komið í ljós með manninn sem skaut, svo haltu þér í ró. Bíddu eftir að einhver sækji þig."Móðir hennar: „Nú hafa þeir tekið hann!" Hægt er að nálgast frekari umfjöllun og lesa skeytasendingarnar á norsku á vef Verdens Gang.
Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Sjá meira