Hamilton og Button á McLaren stefna á sigur 31. júlí 2011 10:03 Lewis Hamilton á mótssvæðinu í Ungverjalandi. AP mynd: Bela Szandelszky Lewis Hamilton er annar á ráslínu í ungverska Formúlu 1 kappakstrinum í dag og Jenson Button þriðji, en báðir aka á McLaren. Þeir eru staðráðnir í að skáka Sebastian Vettel á Red Bull sem er fremstur á ráslinu, en mótið Ungverjalandi verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11.40 í dag. Vettel er með 77 stiga forskot í stigamóti ökumanna, en níu mót eru enn eftir af keppnstímabilinu, en tíu þegar lokið. „Ég er mjög spenntur fyrir kappakstrinum og í ljósi þess að vel gekk á æfingum munum við leggja allt í sölurnar í að halda hraðanum sem við höfum sýnt. Við erum í slagnum og ef ég næ góðu starti þá getum við barist til sigurs", sagði Hamilton um mótið í dag. Hann vann síðustu keppni sem var í Þýskalandi, en Button féll úr leik. Button á möguleika á góðri ræsingu þar sem hann ræsir af stað fyrir aftan Vettel, en þeirra megin er meira grip á brautinnni. Í keppninni í Þýskalandi komst Hamilton framúr Mark Webber á Red Bull í ræsingunni. „Mér hefur ekki gengið vel í tímatökum og menn eiga erfitt um vik ef þeir eru aftar en í fyrstu fjórum sætunum. Það er því jákvætt að vera í stöðu til að stefna á sigur og það er það sem ég mun stefna á", sagði Button eftir tímatökuna í gær. Brautarlýsingu og tölfræði um Hungaroring brautina má finna á kappakstur.is. Formúla Íþróttir Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Lewis Hamilton er annar á ráslínu í ungverska Formúlu 1 kappakstrinum í dag og Jenson Button þriðji, en báðir aka á McLaren. Þeir eru staðráðnir í að skáka Sebastian Vettel á Red Bull sem er fremstur á ráslinu, en mótið Ungverjalandi verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11.40 í dag. Vettel er með 77 stiga forskot í stigamóti ökumanna, en níu mót eru enn eftir af keppnstímabilinu, en tíu þegar lokið. „Ég er mjög spenntur fyrir kappakstrinum og í ljósi þess að vel gekk á æfingum munum við leggja allt í sölurnar í að halda hraðanum sem við höfum sýnt. Við erum í slagnum og ef ég næ góðu starti þá getum við barist til sigurs", sagði Hamilton um mótið í dag. Hann vann síðustu keppni sem var í Þýskalandi, en Button féll úr leik. Button á möguleika á góðri ræsingu þar sem hann ræsir af stað fyrir aftan Vettel, en þeirra megin er meira grip á brautinnni. Í keppninni í Þýskalandi komst Hamilton framúr Mark Webber á Red Bull í ræsingunni. „Mér hefur ekki gengið vel í tímatökum og menn eiga erfitt um vik ef þeir eru aftar en í fyrstu fjórum sætunum. Það er því jákvætt að vera í stöðu til að stefna á sigur og það er það sem ég mun stefna á", sagði Button eftir tímatökuna í gær. Brautarlýsingu og tölfræði um Hungaroring brautina má finna á kappakstur.is.
Formúla Íþróttir Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira