„Eftir alla þessa vinnu, baráttu og klókindi þá er maður heldur súr að hafa tapað þessum leik,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflvíkinga, eftir tapið í kvöld.
Keflavík tapaði gegn FH, 1-0, á Kaplakrikavelli eftir að hafa misst mann af velli eftir aðeins 5 mínútna leik. Liðið barðist allan leikinn og átti í raun meira skilið útúr leiknum.
„Það er gríðarlega góður andi í liðinu og strákarnir gefast aldrei upp. Svona vinnusemi og hugafar hjá leikmönnum liðsins mun skila sér á endanum, öll vinna skilar sér“.
Willum: Ótrúleg barátta í strákunum sem á eftir að skila sér
Stefán Árni Pálsson á Kaplakrikavelli skrifar