Grindavík dregur sig úr Iceland Express-deild kvenna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. ágúst 2011 15:30 Úr leik með Grindavík. Mynd/Anton Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur ákveðið að draga lið sitt úr keppni í Iceland Express-deild kvenna í vetur og keppa í staðinn í 1. deildinni. Samkvæmt tilkynningu frá KKÍ mun Fjölnir taka sæti Grindavíkur í efstu deild sem verður því skipuð átta liðum eins og áður. Þá mun Grindavík ekki heldur taka þátt í Lengjubikarkeppni kvenna sem hefst í september. Fjölnir lék í Iceland Express-deild kvenna síðastliðinn vetur en féll úr deildinni í vor. Magnús Andri Hjaltason, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, sendi frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: „Eins og öllum er ljóst þá hefur meistaraflokkur kvenna orðið fyrir mikilli blóðtöku annað árið í röð. Systurnar Harpa og Helga hafa ákveðið að skipta úr Grindavík og ætla sér að spila með liðunum á norðanverðum Reykjanesskaganum. Reyndar fengum við Petrúnellu til baka og við þann liðsstyrk þá voru allir bjartir. Sami hópur og í fyrra og hún sem viðbót, það lofaði góðu. En !!! Þegar þetta var ljóst fundaði stjórnin um framhaldið og var þjálfarinn Jóhann Þ Ólafssons hafður með í ráðum. Niðurstaðan af formlegum og óformlegum fundum var sú að afturkalla skráningu meistaraflokks kvenna úr Iceland Express deildinni og skrá liðið í 1 deildina. Við erum með mjög efnilega leikmenn sem eru að koma upp núna og við teljum að þær geti þroskast vel og fengið mikla reynslu í 1. deildinni og komið sterkar upp að ári. Auðvitað setjum við stefnuna á efstu deild því að þar eigum við að vera og þar viljum við vera. Þetta var ekki auðveld ákvörðun fyrir stjórn að taka, sem telur sig hafa gert vel fyrir báða meistarflokkana. Þegar svona hlutir gerast,þá fer maður að velta ýmsu fyrir sér. Hvað erum við að gera vitlaust ? Er eitthvað að okkar starfi ? Er umgjörð meistarflokks röng ? Sjö þjálfarar á níu árum,er það eitthvað óeðlilegt, leikmenn hafa reyndar verið þar með í ráðum. Hugarfar leikmanna ? Hugarfar stjórnarfólks ? Það er greinilegt að eitthvað þarf að gera og eru allar góðar ábendingar vel þegnar. Baráttukveðja Magnús Andri Hjaltason" Dominos-deild kvenna Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Sjá meira
Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur ákveðið að draga lið sitt úr keppni í Iceland Express-deild kvenna í vetur og keppa í staðinn í 1. deildinni. Samkvæmt tilkynningu frá KKÍ mun Fjölnir taka sæti Grindavíkur í efstu deild sem verður því skipuð átta liðum eins og áður. Þá mun Grindavík ekki heldur taka þátt í Lengjubikarkeppni kvenna sem hefst í september. Fjölnir lék í Iceland Express-deild kvenna síðastliðinn vetur en féll úr deildinni í vor. Magnús Andri Hjaltason, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, sendi frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: „Eins og öllum er ljóst þá hefur meistaraflokkur kvenna orðið fyrir mikilli blóðtöku annað árið í röð. Systurnar Harpa og Helga hafa ákveðið að skipta úr Grindavík og ætla sér að spila með liðunum á norðanverðum Reykjanesskaganum. Reyndar fengum við Petrúnellu til baka og við þann liðsstyrk þá voru allir bjartir. Sami hópur og í fyrra og hún sem viðbót, það lofaði góðu. En !!! Þegar þetta var ljóst fundaði stjórnin um framhaldið og var þjálfarinn Jóhann Þ Ólafssons hafður með í ráðum. Niðurstaðan af formlegum og óformlegum fundum var sú að afturkalla skráningu meistaraflokks kvenna úr Iceland Express deildinni og skrá liðið í 1 deildina. Við erum með mjög efnilega leikmenn sem eru að koma upp núna og við teljum að þær geti þroskast vel og fengið mikla reynslu í 1. deildinni og komið sterkar upp að ári. Auðvitað setjum við stefnuna á efstu deild því að þar eigum við að vera og þar viljum við vera. Þetta var ekki auðveld ákvörðun fyrir stjórn að taka, sem telur sig hafa gert vel fyrir báða meistarflokkana. Þegar svona hlutir gerast,þá fer maður að velta ýmsu fyrir sér. Hvað erum við að gera vitlaust ? Er eitthvað að okkar starfi ? Er umgjörð meistarflokks röng ? Sjö þjálfarar á níu árum,er það eitthvað óeðlilegt, leikmenn hafa reyndar verið þar með í ráðum. Hugarfar leikmanna ? Hugarfar stjórnarfólks ? Það er greinilegt að eitthvað þarf að gera og eru allar góðar ábendingar vel þegnar. Baráttukveðja Magnús Andri Hjaltason"
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Sjá meira