Heidfeld stóð ógn af eldinum 2. ágúst 2011 12:58 Eldur kviknaði í bíl Nick Heidfeld í kappakstrinum i Ungverjalandi á sunnudaginn. AP mynd Nick Heidfeld var ekki alveg sama þegar kviknaði í bíl hans í kappakstrinum í Ungverjalandi á sunnudaginn. Stóð bíllinn í ljósum logum dágóða stund og lítilsháttar sprenging varð í bílnum þegar starfsmaður með slökkvitæki var að vinna í því að slökkva eldinn. Gekk hann haltur frá þeirri viðureign, en það náðist að slökkva í bílnum á endanum. Eldurinn kviknaði um borð í bílnum eftir þjónustuhlé og Heidfeld vonaðist eftir því að eldurinn myndi slokkna þegar hann var kominn á ferð, en hann magnaðist hins vegar. Heidfeld varð að leggja bílnum og stökkva frá borði, en hann meiddist ekkert. Ökumenn í Formúlu 1 eru klæddir sérstökum eldtefjandi keppnisgöllum. Eldur kviknaði líka í bíl Heidfeld í spænska kappakstrinum á dögunum. „Þessi eldur var mun ógnvænlegri. Í Barcelona leit ég til vinstri, sá lítilsháttar eld og hafði tíma til að stöðva. Ég sá eldinn núna og það hitnaði undir öllu og ég fann fyrir hitanum. Þetta var ógnvekjandi og verra en í Barcelona", sagði Heidfeld í frétt á autosport.com Renault liðið ætlaði að skoða eftir keppnina hvað olli því að kviknaði í bílnum eftir hlé. Þjónustuhléið á undan var lengra en til stóð, en Renault bílarnir eru með aðra útfærslu á útblásturskerfi bíla sinna. Það liggur framávið, en ekki afturúr bílnum. Það er gert til að heitt loft fara undir bílinn aftanverðan og miðlist um loftdreifinn undir bílnum. Formúla Íþróttir Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Nick Heidfeld var ekki alveg sama þegar kviknaði í bíl hans í kappakstrinum í Ungverjalandi á sunnudaginn. Stóð bíllinn í ljósum logum dágóða stund og lítilsháttar sprenging varð í bílnum þegar starfsmaður með slökkvitæki var að vinna í því að slökkva eldinn. Gekk hann haltur frá þeirri viðureign, en það náðist að slökkva í bílnum á endanum. Eldurinn kviknaði um borð í bílnum eftir þjónustuhlé og Heidfeld vonaðist eftir því að eldurinn myndi slokkna þegar hann var kominn á ferð, en hann magnaðist hins vegar. Heidfeld varð að leggja bílnum og stökkva frá borði, en hann meiddist ekkert. Ökumenn í Formúlu 1 eru klæddir sérstökum eldtefjandi keppnisgöllum. Eldur kviknaði líka í bíl Heidfeld í spænska kappakstrinum á dögunum. „Þessi eldur var mun ógnvænlegri. Í Barcelona leit ég til vinstri, sá lítilsháttar eld og hafði tíma til að stöðva. Ég sá eldinn núna og það hitnaði undir öllu og ég fann fyrir hitanum. Þetta var ógnvekjandi og verra en í Barcelona", sagði Heidfeld í frétt á autosport.com Renault liðið ætlaði að skoða eftir keppnina hvað olli því að kviknaði í bílnum eftir hlé. Þjónustuhléið á undan var lengra en til stóð, en Renault bílarnir eru með aðra útfærslu á útblásturskerfi bíla sinna. Það liggur framávið, en ekki afturúr bílnum. Það er gert til að heitt loft fara undir bílinn aftanverðan og miðlist um loftdreifinn undir bílnum.
Formúla Íþróttir Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira