Körfubolti

Valur Ingimundarson ætlar að þjálfa í Noregi í vetur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valur Ingimundarson.
Valur Ingimundarson. Mynd/Anton
Valur Ingimundarson hefur tekið við karla- og kvennaliði Ammerud í Noregi en þetta kom fram á karfan.is. Valur á að baki langan og farsælan þjálfaraferil en hann stýrði síðast liði FSU á síðustu leiktíð.

Ammerud er gamla liðið hans Tómasar Holton og þá er Torgeir Bryn í stjórn félagsins en hann er fyrsti og eini Norðmaðurinn til þessa sem leikið hefur í NBA deildinni.

„Ég ætla að reyna að kenna þeim eitthvað af því sem ég kann, ég hef gaman af því að kenna körfubolta og þetta verður ekki ósvipað vetrinum hjá FSu á síðasta tímabili sem var með eindæmum skemmtilegur,“ sagði Valur í viðtalinu á karfan.is.

Valur verður ekki með bandaríska leikmann í vetur og notaði tækifærið til að skjóta aðeins á þróun mála hér heima á Íslandi.

„Ég vona að íslensku liðin hemji sig í útlendingamálum, þeir eru farnir að leika allt of stór hlutverk heima, alltof stór," sagði Valur í umræddu viðtali inn á Karfan.is. Það má sjá allt viðtalið með því að smella hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×