Skautafélagið Björninn hefur ráðið nýjan þjálfara fyrir næstkomandi tímabil en Bandaríkjamaðurinn, Dave MacIsacc, hefur skrifað undir hjá félaginu.
MacIsacc er 41 árs og útskrifaðist frá Háskólanum í Main þar sem hann var við nám í íþróttafræði.
Dave MacIsacc hefur mikla reynslu af þjálfun og nú síðast var hann við stjórnvölin hjá Louisiana Ice Gators í SPHL deildinni í Bandaríkjunum.
Sem leikmaður var hann fyrirliði Háskólaliðsins í Main og náði til að mynda að vinna sigur í NCAA deildinni. Dave lék í átta ár sem atvinnumaður hjá Philadelphia Phantoms í AHL deildinni í Bandaríkjunum og var eitt sinn valinn besti leikmaður deildarinnar.
Björninn fær til sín nýjan þjálfara
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið




Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands
Enski boltinn


Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport
Enski boltinn



