Webber áfram hjá Red Bull 2012 27. ágúst 2011 09:11 Mark Webber um borð í Red Bull bílnum á Spa brautinni. AP mynd: Yves Logghe Red Bull hefur staðfest formlega að Mark Webber verður áfram hjá liðinu á næsta keppnistímabili og ekur því við hlið Sebastian Vettel eins og síðustu ár. Þeir félagar eru í fyrsta og öðru sæti í stigamóti ökumanna í ár. Þeir hafa ekið saman hjá Red Bull síðustu þrjú ár og keppa á Spa brautinni í Belgíu um helgina. „Ég vil halda áfram að keppa á toppnum í Formúlu 1 og þurfti því ekki mikla umhugsun varðandi áframhaldandi veru hjá Red Bull. Það sem rekur mig áfram af sama krafti er að ná sem bestum árangri fyrir mig og liðið", sagði Webber í fréttatilkynningu frá Red Bull. „Síðustu fimm ár höfum við unnið saman af kappi og sannað að við getum hannað og byggt samkeppnisfæran bíl, kláran í titilslag og ég hlakka því að taka á því á mótshelgum árið 2012. Christian Horner yfirmaður Red Bull sagði: „Þegar við settumst niður til að ræða 2012, þá var strax ljóst að Webber vildi halda samstarfinu áfram og það lá því ljóst fyrir að framlengja. Mark þekkir liðið vel og hefur verið hjá okkur síðan 2007. Áræðni hans og líkamlegt ásigkomulag er gott sem fyrr. Webber og Vettel eru sterkir saman og ögra hvor öðrum og við erum mjög ánægður að vera með sömu ökumenn fjórða árið í röð", sagði Horner. Formúla Íþróttir Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Red Bull hefur staðfest formlega að Mark Webber verður áfram hjá liðinu á næsta keppnistímabili og ekur því við hlið Sebastian Vettel eins og síðustu ár. Þeir félagar eru í fyrsta og öðru sæti í stigamóti ökumanna í ár. Þeir hafa ekið saman hjá Red Bull síðustu þrjú ár og keppa á Spa brautinni í Belgíu um helgina. „Ég vil halda áfram að keppa á toppnum í Formúlu 1 og þurfti því ekki mikla umhugsun varðandi áframhaldandi veru hjá Red Bull. Það sem rekur mig áfram af sama krafti er að ná sem bestum árangri fyrir mig og liðið", sagði Webber í fréttatilkynningu frá Red Bull. „Síðustu fimm ár höfum við unnið saman af kappi og sannað að við getum hannað og byggt samkeppnisfæran bíl, kláran í titilslag og ég hlakka því að taka á því á mótshelgum árið 2012. Christian Horner yfirmaður Red Bull sagði: „Þegar við settumst niður til að ræða 2012, þá var strax ljóst að Webber vildi halda samstarfinu áfram og það lá því ljóst fyrir að framlengja. Mark þekkir liðið vel og hefur verið hjá okkur síðan 2007. Áræðni hans og líkamlegt ásigkomulag er gott sem fyrr. Webber og Vettel eru sterkir saman og ögra hvor öðrum og við erum mjög ánægður að vera með sömu ökumenn fjórða árið í röð", sagði Horner.
Formúla Íþróttir Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira