Reykjavíkurmaraþonið fór fram á laugardaginn við frábærar aðstæður. Veður var gott og var metþátttaka í öllum sex vegalengdunum. Rúmlega tólf þúsund tóku þátt.
Mikið fjölmenni var í miðbæ Reykjavíkur á laugardaginn því eftir maraþonið tók Menningarnótt við.
Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á svæðinu og tók þessar myndir.
