Valskonur bikarmeistarar þriðja árið í röð Óskar Ófeigur Jónsson á Laugardalsvelli skrifar 20. ágúst 2011 10:33 Mynd/Valli Valskonur eru bikarmeistarar þriðja árið í röð og í þrettánda skiptið frá upphafi eftir 2-0 sigur á KR í úrslitaleik Valitors-bikarsins á Laugardalsvellinum í dag. Reynsluboltarnir Rakel Logadóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir skoruðu mörk Valsliðsins í leiknum og Meagan McCray hélt marki sínu hreinu eins og í öllum hinum bikarleikjum liðsins í sumar. Valsliðið fékk draumabyrjun og komst yfir á 3. mínútu, KR-liðið vann sig inn í leikinn og endaði fyrri hálfleikinn vel en í seinni hálfleik var aldrei vafi um að bikarinn væri á leiðinni á Hlíðarenda. KR-konur vissu að þær þurftu að byrja vel til þess að eiga möguleika en svo fór nú ekki. Caitlin Miskel fékk dauðafæri eftir fyrirgjöf Rakelar Logadóttur eftir rúma mínútu og á næstu mínútu var staðan orðin 1-0. Rakel Logadóttir skoraði þá með skoti úr teignum eftir flottan undirbúning Hólmafríðar Magnúsdóttur. Hólmfríður fór illa með hægri bakvörð KR-liðsins og lagði hann út í teiginn á Rakel sem átti ekki í miklum vandræðum með að skora. Það bjuggust eflaust allir við að eftirleikurinn yrði auðveldur fyrir Valsliðið eftir slíka draumabyrjun en KR-stelpurnar voru hinsvegar lausar við skrekkinn og áttu síðan eftir að vinna sig hægt og rólega inn í leikinn. Hólmfríður Magnúsdóttir fékk reyndar tvö ágæt færi eftir hraðar sóknir Vals en þegar á leið hálfleikinn datt allt spil úr leik Valsliðsins og það nýttu Vesturbæingar sér vel. KR-konur fengu meira sjálfstraust með hverri mínútu og á lokamínútum hálfleiksins voru þær nokkrum sinnum mjög nálægt að jafna leikinn sérstaklega eftir stórhættulegar hornspyrnur Sigrúnar Ingu Ólafsdóttur. Valskonan Kristín Ýr Bjarnadóttir fékk reyndar tvö úrvals skotfæri í teignum á þessum kafla en bæði skotin hennar voru keimlík og fóru framhjá fjærstönginni. Hlutirnir féllu ekki alveg fyrir Kristínu í hálfleiknum því hún skoraði líka mark sem réttilega var dæmt af vegna rangstöðu. Í stað þess að gera út um leikinn með því að skora úr þessum ágætu færum gátu Valskonur síðan þakkað fyrir að vera enn yfir þegar þær gengu til hálfleiks. Valsiðið náði að endurskipuleggja leik sinn í hálfleiknum og það var allt annað að sjá til þeirra í upphafi seinni hálfleiksins. Kristín Ýr Bjarnadóttir átti bæði langskot í stöngina og skot framhjá úr dauðafæri áður en henni tókst loksins að skora og koma Val í 2-0 59. mínútu. Kristín Ýr skallaði þá boltann glæsilega í markið eftir flotta fyrirgjöf frá Hallberu Guðnýju Gísladóttur. Kristín Ýr var nærri því búin að skora annað skallamark þremur mínútum síðar en Petra Lind Sigurðardóttir varði mjög vel í KR-markinu. Björgvin Karl Gunnarsson, þjálfari KR, gerði strax tvær breytingar eftir að Valur komst í 2-0 en það breytti litlu og Valskonur voru með þetta í hendi sér það sem eftir var leiksins. Hér fyrir neðan má hjá textalýsingu frá blaðamanni Vísis á vellinum.KR - Valur 0-2Mörkin: 0-1 Rakel Logadóttir (3.) 0-2 Kristín Ýr BJarnadóttir (59.)Tölfræðin: Skot (á mark) 11-18 (6-8) Varin skot: Petra Lind 6 - Meagan 5 Horn: 6-2 Aukaspyrnur fengnar: 14-7 Rangstöður: 1-4 Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Sjá meira
Valskonur eru bikarmeistarar þriðja árið í röð og í þrettánda skiptið frá upphafi eftir 2-0 sigur á KR í úrslitaleik Valitors-bikarsins á Laugardalsvellinum í dag. Reynsluboltarnir Rakel Logadóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir skoruðu mörk Valsliðsins í leiknum og Meagan McCray hélt marki sínu hreinu eins og í öllum hinum bikarleikjum liðsins í sumar. Valsliðið fékk draumabyrjun og komst yfir á 3. mínútu, KR-liðið vann sig inn í leikinn og endaði fyrri hálfleikinn vel en í seinni hálfleik var aldrei vafi um að bikarinn væri á leiðinni á Hlíðarenda. KR-konur vissu að þær þurftu að byrja vel til þess að eiga möguleika en svo fór nú ekki. Caitlin Miskel fékk dauðafæri eftir fyrirgjöf Rakelar Logadóttur eftir rúma mínútu og á næstu mínútu var staðan orðin 1-0. Rakel Logadóttir skoraði þá með skoti úr teignum eftir flottan undirbúning Hólmafríðar Magnúsdóttur. Hólmfríður fór illa með hægri bakvörð KR-liðsins og lagði hann út í teiginn á Rakel sem átti ekki í miklum vandræðum með að skora. Það bjuggust eflaust allir við að eftirleikurinn yrði auðveldur fyrir Valsliðið eftir slíka draumabyrjun en KR-stelpurnar voru hinsvegar lausar við skrekkinn og áttu síðan eftir að vinna sig hægt og rólega inn í leikinn. Hólmfríður Magnúsdóttir fékk reyndar tvö ágæt færi eftir hraðar sóknir Vals en þegar á leið hálfleikinn datt allt spil úr leik Valsliðsins og það nýttu Vesturbæingar sér vel. KR-konur fengu meira sjálfstraust með hverri mínútu og á lokamínútum hálfleiksins voru þær nokkrum sinnum mjög nálægt að jafna leikinn sérstaklega eftir stórhættulegar hornspyrnur Sigrúnar Ingu Ólafsdóttur. Valskonan Kristín Ýr Bjarnadóttir fékk reyndar tvö úrvals skotfæri í teignum á þessum kafla en bæði skotin hennar voru keimlík og fóru framhjá fjærstönginni. Hlutirnir féllu ekki alveg fyrir Kristínu í hálfleiknum því hún skoraði líka mark sem réttilega var dæmt af vegna rangstöðu. Í stað þess að gera út um leikinn með því að skora úr þessum ágætu færum gátu Valskonur síðan þakkað fyrir að vera enn yfir þegar þær gengu til hálfleiks. Valsiðið náði að endurskipuleggja leik sinn í hálfleiknum og það var allt annað að sjá til þeirra í upphafi seinni hálfleiksins. Kristín Ýr Bjarnadóttir átti bæði langskot í stöngina og skot framhjá úr dauðafæri áður en henni tókst loksins að skora og koma Val í 2-0 59. mínútu. Kristín Ýr skallaði þá boltann glæsilega í markið eftir flotta fyrirgjöf frá Hallberu Guðnýju Gísladóttur. Kristín Ýr var nærri því búin að skora annað skallamark þremur mínútum síðar en Petra Lind Sigurðardóttir varði mjög vel í KR-markinu. Björgvin Karl Gunnarsson, þjálfari KR, gerði strax tvær breytingar eftir að Valur komst í 2-0 en það breytti litlu og Valskonur voru með þetta í hendi sér það sem eftir var leiksins. Hér fyrir neðan má hjá textalýsingu frá blaðamanni Vísis á vellinum.KR - Valur 0-2Mörkin: 0-1 Rakel Logadóttir (3.) 0-2 Kristín Ýr BJarnadóttir (59.)Tölfræðin: Skot (á mark) 11-18 (6-8) Varin skot: Petra Lind 6 - Meagan 5 Horn: 6-2 Aukaspyrnur fengnar: 14-7 Rangstöður: 1-4
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Sjá meira