Logi Gunnarsson og Helgi Már Magnússon komust ekki með íslenska körfuboltalandsliðinu til Kína og því mun landsliðsþjálfarinn Peter Öqvist aðeins hafa úr tíu mönnum að velja í landsleikjunum tveimur sem fara fram á föstudag og sunnudag.
„Því miður kom upp sú staða að tveir leikmenn íslenska landsliðsins sem var á leið til Kína í morgun, urðu að draga sig úr hópnum rétt fyrir brottför. Þar sem fyrirvarinn var svo lítill var ekki hægt að taka inn leikmenn í þeirra stað vegna mikillar pappírsvinnu," segir í frétt á heimasíðu KKÍ.
Logi Gunnarsson dró sig úr hópnum vegna veikinda og Helgi Már Magnússon forfallaðist af persónulegum ástæðum.
Peter Öqvist hafði áður gert tvær breytingar á hópnum frá Norðulandamótinu á dögunum, Hörður Axel Vilhjálmsson og Haukur Helgi Pálsson gátu ekki farið með liðinu og voru nýliðarnir Ægir Þór Steinarsson og Jón Ólafur Jónsson valdir í staðinn
Fyrri leikur liðsins fer fram föstudaginn 9. september í Xuchang City en seinni leikurinn fer fram sunnudaginn 11. september í Loudi City.
Kínverska körfuknattleikssambandið greiðir allan kostnað vegna fararinnar, það er öll flug, ferðalög milli keppnisstaða, gistingu og fæði. Þetta er í annað sinn á 6 árum sem kínverska körfuknattleikssambandið býður því íslenska til Kína.
Tvö auð sæti í ferð körfuboltalandsliðsins til Kína
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“
Íslenski boltinn







Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp
Fótbolti