Körfubolti

Snæfell sendir Shannon McKever heim

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ingi Þór Steinþórsson er að leita sér að nýjum bandarískum leikmanni.
Ingi Þór Steinþórsson er að leita sér að nýjum bandarískum leikmanni. Mynd/Valli
Shannon McKever, leikmaður kvennaliðs Snæfells í Iceland Express deild kvenna í körfubolta, er farin heim til Bandaríkjanna eftir að Snæfell rifti samningi við hana. Shannon þótti ekki standa undir væntingum sem farið var af stað með í upphafi samkvæmt frétt á heimasíðu Snæfells.

Snæfell leitar að nýjum bandarískum leikmanni í stað McKever en hún lék í stöðu miðherja í liðinu og var með 16,0 stig, 12,3 fráköst og 3,3 varin skot að meðaltali í leik í Lengjubikarnum.

Shannon McKever lék sinn síðasta leik á móti KR þar sem Snæfell tapaði með 29 stigum (49-78) þrátt fyrir að hún hafi verið með 12 stig, 12 fráköst og 5 vartin skot í leiknum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×