Körfubolti

KR-ingar Reykjavíkurmeistarar í körfubolta

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Skarphéðinn Freyr Ingason og Ólafur Már Ægisson fagna Íslandsmeistaratitlinum síðasta vor ásamti Finni Atla Magnússyni.
Skarphéðinn Freyr Ingason og Ólafur Már Ægisson fagna Íslandsmeistaratitlinum síðasta vor ásamti Finni Atla Magnússyni. Mynd/Anton
KR-ingar urðu í gær Reykjavíkurmeistarar í körfubolta eftir 106-96 sigur á Fjölni í úrslitaleik sem fram fór í Seljaskólanum. Þetta kemur fram á karfan.is

KR var 51-38 yfir í hálfleik en Fjölnismenn gáfust ekki upp og tókst að komast yfir í lokaleikhlutanum. KR-ingum tókst hinsvegar að ná aftur forystunni og tryggja sér sigurinn.

Það voru þeir Skarphéðinn Freyr Ingason og Ólafur Már Ægisson sem lyftu síðan Reykjavíkurmeistarabikarnum í leikslok en fyrirliðinn Fannar Ólafsson hefur ekkert verið með KR-liðinu í haust.

ÍR-ingar tryggðu sér bronsið með 90-87 sigri á lærisveinum Benedikts Guðmundssonar í Þór Þorlákshöfn og Valsmenn urðu í 5. sæti eftir 100-70 sigur á Ármanni.

Í kvöld ræðst það síðan hverjir verða Reykjanesmeistarar en Stjarnan og Keflavík mætast í Ásgarði í Garðabæ klukkan 19.15 og sigurvegarinn tryggir sér titilinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×