Áhorfandi handtekinn fyrir að kasta pylsu að Tiger Woods Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. október 2011 22:33 Tiger í mótinu í dag. Nordic Photos / Getty Images Tiger Woods virðist hafa náð sér þokklega á strik síðustu dagana en hann spilaði í dag á 68 höggum á Frys.com-mótinu á PGA-mótaröðinni, þriðja daginn í röð. Meiri athygli vakti þó að áhorfandi á mótinu var handtekinn fyrir að kasta pylsu í átt að kylfingnum. Woods var að pútta þegar að atvikið átti sér stað. Pylsan sjálf hafnaði á flötinni en brauðið komst ekki svo langt. Woods púttaði eins og ekkert hefði í skorist. Tiger er sem stendur í 28. sæti en síðust kylfingarnir eiga enn eftir að klára leik. Hann lék alls á 277 höggum og sjö höggum undir pari. Í gær tókst honum að spila annan daginn í röð undir 70 höggum og var það í fyrsta sinn sem það gerðist síðan í upphafi ársins. Hann gerði enn betur í dag og virðist því vera að komast á gott skrið á nýjan leik. Hann vann síðast mót á PGA-mótaröðinni árið 2009 og risamót síðast fyrir þremur árum. Í vikunni féll hann svo úr hópi 50 efstu kylfinga á heimslistanum í fyrsta sinn síðan 1996. Þegar þetta er skrifað hefur Bandaríkjamaðurinn Bryce Molder tveggja högga forystu á næstu kylfinga en mótinu lýkur í nótt. Fylgjast má með stöðunni hér. Golf Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Tiger Woods virðist hafa náð sér þokklega á strik síðustu dagana en hann spilaði í dag á 68 höggum á Frys.com-mótinu á PGA-mótaröðinni, þriðja daginn í röð. Meiri athygli vakti þó að áhorfandi á mótinu var handtekinn fyrir að kasta pylsu í átt að kylfingnum. Woods var að pútta þegar að atvikið átti sér stað. Pylsan sjálf hafnaði á flötinni en brauðið komst ekki svo langt. Woods púttaði eins og ekkert hefði í skorist. Tiger er sem stendur í 28. sæti en síðust kylfingarnir eiga enn eftir að klára leik. Hann lék alls á 277 höggum og sjö höggum undir pari. Í gær tókst honum að spila annan daginn í röð undir 70 höggum og var það í fyrsta sinn sem það gerðist síðan í upphafi ársins. Hann gerði enn betur í dag og virðist því vera að komast á gott skrið á nýjan leik. Hann vann síðast mót á PGA-mótaröðinni árið 2009 og risamót síðast fyrir þremur árum. Í vikunni féll hann svo úr hópi 50 efstu kylfinga á heimslistanum í fyrsta sinn síðan 1996. Þegar þetta er skrifað hefur Bandaríkjamaðurinn Bryce Molder tveggja högga forystu á næstu kylfinga en mótinu lýkur í nótt. Fylgjast má með stöðunni hér.
Golf Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira