Tiger Woods í sögulægri lægð á heimslistanum Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 4. október 2011 11:30 Tiger Woods heldur áfram að hrapa niður heimslistann í golfi e AP Tiger Woods heldur áfram að hrapa niður heimslistann í golfi en bandaríski kylfingurinn er nú í 51. sæti. Woods, sem er 35 ára gamall, hefur sigrað á 14 risamótum á ferlinum en hann hefur ekki keppt frá því í ágúst á PGA mótaröðinni. Woods hafði náð þeim ótrúlega árangri að vera í hópi 50 efstu á heimslistanum í 778 vikur samfellt eða frá 13. okt. árið 1996 þegar hann var í 61. sæti listans. Luke Donald frá Englandi er efstur á heimslistanum og landi hans Lee Westwood er annar. Norður-Írinn Rory McIlroy er þriðji. Woods verður á meðal keppenda á Frys.com meistaramótinu sem hefst á fimmtudaginn og hann var nýverið valinn í bandaríska úrvalsliðið sem keppir í Forsetabikarnum gegn alþjóðlegu úrvalsliði kylfinga sem eru ekki frá Evrópu. Hann hefur ekki keppt á atvinnumóti eftir hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn á PGA meistaramótinu sem fram fór um miðjan ágúst. Alls hefur Woods verið frá keppni í fjóra mánuði á þessu ári vegna meiðsla í hné og hásin. Hann komst ekki í úrslitakeppni PGA mótaraðarinnar í haust í fyrsta sinn á ferlinum. Síðasti sigur Woods á atvinnumóti kom árið 2009 en hann hefur unnið 71 mót á PGA mótaröðinni – og er hann þriðji sigursælasti kylfingurinn á mótaröðinni frá upphafi. Árangur hans á Evrópumótaröðinni er einnig einstakur en alls hefur hann unnið 38 mót og er hann sá þriðji sigursælasti frá upphafi. Staða efstu manna á heimslistanum: 1. Luke Donald 10.70 2. Lee Westwood 7.79 3. Rory McIlroy 7.35 4. Steve Stricker 6.56 5. Dustin Johnson 6.49 6. Martin Kaymer 6.34 7. Jason Day 5.94 8. Adam Scott 5.69 9. Matt Kuchar 5.61 10. Phil Mickelson 5.59 11. Nick Watney 5.37 12. Charl Schwartzel 4.93 13. Webb Simpson 4.91 14. Graeme McDowell 4.73 15. KJ Choi 4.70 16. Bubba Watson 4.38 17. Justin Rose 4.23 18. David Toms 4.16 19. Hunter Mahan 4.14 20. Paul Casey 3.96 Golf Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods heldur áfram að hrapa niður heimslistann í golfi en bandaríski kylfingurinn er nú í 51. sæti. Woods, sem er 35 ára gamall, hefur sigrað á 14 risamótum á ferlinum en hann hefur ekki keppt frá því í ágúst á PGA mótaröðinni. Woods hafði náð þeim ótrúlega árangri að vera í hópi 50 efstu á heimslistanum í 778 vikur samfellt eða frá 13. okt. árið 1996 þegar hann var í 61. sæti listans. Luke Donald frá Englandi er efstur á heimslistanum og landi hans Lee Westwood er annar. Norður-Írinn Rory McIlroy er þriðji. Woods verður á meðal keppenda á Frys.com meistaramótinu sem hefst á fimmtudaginn og hann var nýverið valinn í bandaríska úrvalsliðið sem keppir í Forsetabikarnum gegn alþjóðlegu úrvalsliði kylfinga sem eru ekki frá Evrópu. Hann hefur ekki keppt á atvinnumóti eftir hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn á PGA meistaramótinu sem fram fór um miðjan ágúst. Alls hefur Woods verið frá keppni í fjóra mánuði á þessu ári vegna meiðsla í hné og hásin. Hann komst ekki í úrslitakeppni PGA mótaraðarinnar í haust í fyrsta sinn á ferlinum. Síðasti sigur Woods á atvinnumóti kom árið 2009 en hann hefur unnið 71 mót á PGA mótaröðinni – og er hann þriðji sigursælasti kylfingurinn á mótaröðinni frá upphafi. Árangur hans á Evrópumótaröðinni er einnig einstakur en alls hefur hann unnið 38 mót og er hann sá þriðji sigursælasti frá upphafi. Staða efstu manna á heimslistanum: 1. Luke Donald 10.70 2. Lee Westwood 7.79 3. Rory McIlroy 7.35 4. Steve Stricker 6.56 5. Dustin Johnson 6.49 6. Martin Kaymer 6.34 7. Jason Day 5.94 8. Adam Scott 5.69 9. Matt Kuchar 5.61 10. Phil Mickelson 5.59 11. Nick Watney 5.37 12. Charl Schwartzel 4.93 13. Webb Simpson 4.91 14. Graeme McDowell 4.73 15. KJ Choi 4.70 16. Bubba Watson 4.38 17. Justin Rose 4.23 18. David Toms 4.16 19. Hunter Mahan 4.14 20. Paul Casey 3.96
Golf Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira