Fótbolti

Strákarnir hans Solskjær með tíu stiga forskot á toppnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær. Mynd/Nordic Photos/Getty
Molde náði í kvöld tíu stiga forskoti á toppi norsku úrvalsdeildarinnar eftir 2-0 útisigur á Tromsö í uppgjöri tveggja efstu liða deildarinnar.

Ole Gunnar Solskjær, fyrrum leikmaður Manchester United, er á sínu fyrsta ári með Molde-liðið og hann er á góðri leið með að koma með fyrsta meistaratitil félagsins í hús. Solskjær hefur gjörbreytt gengi Molde-liðsins sem var aðeins í 11. sæti í deildinni í fyrra.

Molde hefur aldrei orðið norskur meistari en félagið hefur sjö sinnum endaði í öðru sæti, síðast 2009. Solskjær var sjálfur í örðu sæti með Molde árið 1995 en hann skoraði þá 20 mörk í 26 leikjum fyrir félagið.

Bæði mörk Molde í Tromsö í kvöld komu með sex mínútna millibili í fyrri hálfleiknum. Vegard Forren skoraði fyrra markið á 30. mínútu og Jo Inge Berget það síðara á 36. mínútu.

Molde hefur 52 stig eða tíu stigum meira en Rosenborg og Tromsö sem eru bæði með 42 stig í öðru og þriðja sæti. Rosenborg á leik inni á Molde og getur því enn bætt 18 stigum við sig í síðustu sex leikjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×