Viðvera Real Madrid á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar var stutt því Barcelona hrifsaði toppsætið af liðinu á nýjan leik með 3-0 sigri á Racing Santander í kvöld.
Lionel Messi skoraði tvö marka Barcelona og Xavi skoraði hitt markið.
Leikmenn Barcelona léku loks í treyjum úr nýju efni en treyjurnar sem þeir höfðu leikið í hingað til söfnuðu í sig vökva og festust við líkama leikmanna.
Höfðu leikmenn liðsins kvartað sáran yfir treyjunum og í kvöld fengu þeir loksins nýjar treyjur frá Nike sem þeir kunnu vel að meta.
Börsungar í stuði í nýju treyjunum
Mest lesið
„Hlustið á leikmennina“
Handbolti
Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum
Enski boltinn
Sadio Mané hafnaði Manchester United
Enski boltinn
McTominay hoppaði hærra en Ronaldo
Fótbolti