Meðfylgjandi myndir voru teknar í gærkvöldi þegar Leikfélag Akureyrar frumsýndi Svörtu kómedíuna sem er gamanleikur af bestu gerð. Sýningin gekk í alla staði vel og voru áhorfendur hrifnir og tóku vel undir á meðan á sýningunni stóð.
Ekki vildi betur til en svo að Árni Pétur Guðjónsson reif gat á buxurnar sínar á miðju sviði undir lok sýningarinnar. Hann var að beygja sig niður til að loka hlera á gólfinu þegar óhappið varð en tókst að klára sýninguna án þess að áhorfendur urðu varir við óhappið.
Ég einfaldlega fór með veggjum síðustu mínúturnar, segir Árni og hlær spurður út í óhappið.
