KR mun verja Íslandsmeistaratitil sinn í körfubolta karla samkvæmt árlegri spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna. Grindavík er spáð öðru sæti og Stjarnan kemur þar rétt á eftir.
Íslandsmeistarar KR mæta til leiks með mikið breytt lið en sterkir leikmenn á borð við Pavel Ermolinskij, Brynjar Þór Björnsson og Marcus Walker eru horfnir á braut.
Grindavík hefur styrkt sig mest milli ára og áttu margir von á því að þeim yrði spáð titlinum. Trúin á KR er aftur á móti enn mikil þó svo mannabreytingarnar séu miklar.
Afar áhugavert er að sjá Njarðvík spáð næstneðsta sæti deildarinnar en Njarðvíkingar munu tefla fram lítt reyndu liði í vetur.
Spáin:
1. KR 395 stig
2. Grindavík 374
3. Stjarnan 373
4. Snæfell 328
5. Keflavík 293
6. ÍR 244
7. Þór Þ 169
8. Haukar 149
9. Fjölnir 145
10. Tindastóll 136
11. Njarðvík 134
12. Valur 71
KR ver titilinn samkvæmt spánni
